Vikan


Vikan - 17.01.1963, Page 10

Vikan - 17.01.1963, Page 10
Jóhann Gíslason. 10 VIKAN ÆTÍ Ð VIÐBÚNIR: Miðja vega milli Reykjavíkur og Glasgow var mér boðið sæti fremst i flugvélinni. Enn var nokkur stund, þar til lenda átti í Glasgow, svo ég tók upp blað og penna, til þess að hripa niður ferðaminningar minar, og fetaði í því efni í fótspor landa minna, sem ekki mega fara í 100 kílómetra ferðalag eða þar yfir, án þess að skrifa um það stóra bók. Flugfreyjurnar okkar, María Jónsdóttir og Sigrún Marínósdóttir, voru á róli um flugvél- ina, og frammi í stjórnklefanum voru þeir Bragi Norðdaid, fiugstjóri, Magniis Jónsson, að- stoðarflugmaður, Garðar Steinarsson, loftsigl- ingafræðingur og Jón Stefánsson, flugvirki. Ég nagaði endann á bláa Ballograf pennan- um mínum og beið þess, að eitthvað kæmi i hugann, sein ég gæti skrifað um, þegar farþeg- inn í sætinu fyrir aftan mig kallaði allt í einu: — Hvaða reykur cr það, sem kemur þarna að framan, flugfreyja? I svona stellingum eiga menn að vera, þ'egar fíugvélin nauðlendir. — Að neðan er mynd af flugfreyjum á björgunarbátaæfingu, hér eru þær að æfa S’g í að komast upp í gúmmíbátinn. María leit snöggt fram að dyrunum, brosti svo sætt og blítt til farþegans og svaraði: — Ég skal athuga það, andartak. Svo hvarf hún fram í stjórnklefann. Rétt í sama bili lieyrðist brak í liátalaran- um, og síðan skír rödd Braga flugstjóra: — Góðir farþegar! Eins og þið hafið tekið eftir, hafa tveir Iireyflar flugvélarinnar stöðv- azt. Nú er kominn eldur í farangursgeymslu í skrokki vélarinnar, og óhjákvæmilegt að lenda á sjónum. Við áætlum að geta flogið i allt að 15 mínútur í viðbót. Farþegar eru beðnir að vera rólegir, það er mikið atriði að allir sitji kyrrir, þar til einhver af áhöfninni gefur ykk- ur skipun um að yfirgefa vélina. Flugfreyj- urnar munu hjálpa ykkur að festa á ykkur björgunarvestin og spenna sætisólarnar, og segja ykkur hvað þið eigið að gera. Maria kom nú aftur inn og bað mig að færa mig í annað sæti aftar í vélinni. Síðan sneri hún sér að farþegunum í sætinu fyrir framan nýja sætið mitt, teygði sig yfir þá og rjálaði við eitthvað ofan við gluggann, svo sagði hún: — Ég losaði neyðarútganginn við hliðina á ykkur, en það er áríðándi, að þið opnið hann

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.