Vikan


Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 17.01.1963, Blaðsíða 10
Jóhann Gíslason. 10 VIKAN ÆTÍ Ð VIÐBÚNIR: Miðja vega milli Reykjavíkur og Glasgow var mér boðið sæti fremst i flugvélinni. Enn var nokkur stund, þar til lenda átti í Glasgow, svo ég tók upp blað og penna, til þess að hripa niður ferðaminningar minar, og fetaði í því efni í fótspor landa minna, sem ekki mega fara í 100 kílómetra ferðalag eða þar yfir, án þess að skrifa um það stóra bók. Flugfreyjurnar okkar, María Jónsdóttir og Sigrún Marínósdóttir, voru á róli um flugvél- ina, og frammi í stjórnklefanum voru þeir Bragi Norðdaid, fiugstjóri, Magniis Jónsson, að- stoðarflugmaður, Garðar Steinarsson, loftsigl- ingafræðingur og Jón Stefánsson, flugvirki. Ég nagaði endann á bláa Ballograf pennan- um mínum og beið þess, að eitthvað kæmi i hugann, sein ég gæti skrifað um, þegar farþeg- inn í sætinu fyrir aftan mig kallaði allt í einu: — Hvaða reykur cr það, sem kemur þarna að framan, flugfreyja? I svona stellingum eiga menn að vera, þ'egar fíugvélin nauðlendir. — Að neðan er mynd af flugfreyjum á björgunarbátaæfingu, hér eru þær að æfa S’g í að komast upp í gúmmíbátinn. María leit snöggt fram að dyrunum, brosti svo sætt og blítt til farþegans og svaraði: — Ég skal athuga það, andartak. Svo hvarf hún fram í stjórnklefann. Rétt í sama bili lieyrðist brak í liátalaran- um, og síðan skír rödd Braga flugstjóra: — Góðir farþegar! Eins og þið hafið tekið eftir, hafa tveir Iireyflar flugvélarinnar stöðv- azt. Nú er kominn eldur í farangursgeymslu í skrokki vélarinnar, og óhjákvæmilegt að lenda á sjónum. Við áætlum að geta flogið i allt að 15 mínútur í viðbót. Farþegar eru beðnir að vera rólegir, það er mikið atriði að allir sitji kyrrir, þar til einhver af áhöfninni gefur ykk- ur skipun um að yfirgefa vélina. Flugfreyj- urnar munu hjálpa ykkur að festa á ykkur björgunarvestin og spenna sætisólarnar, og segja ykkur hvað þið eigið að gera. Maria kom nú aftur inn og bað mig að færa mig í annað sæti aftar í vélinni. Síðan sneri hún sér að farþegunum í sætinu fyrir framan nýja sætið mitt, teygði sig yfir þá og rjálaði við eitthvað ofan við gluggann, svo sagði hún: — Ég losaði neyðarútganginn við hliðina á ykkur, en það er áríðándi, að þið opnið hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.