Vikan - 24.01.1963, Qupperneq 5
/
inwM
trúaður maður, a. m. k. sæki ég
ekki kirkju að staðaldri, enda hef
ég margt út á þá mætu stofnun að
setja, þótt ég sitji samt á strák mín-
um í þessum skrifum — en minn-
ast verð ég þó á eitt: Það eru
prestarnir.
Margir eru þeir öndvegismenn og
allra góðra gjalda verðir, en aðrir,
þót.t vafalaust séu þeir mestu mein-
leysisgrey, eru algerlega á rangri
hillu — hempan klæðir þá ekki
bæði bókstaflega og þó fyrst og
fremst óbeint.
Ég sagðist ekki sækja kirkju að
staðaldri — en það táknar auðvitað
ekki, að ég fari gjörsamlega var-
hluta af guðsorði — síður en svo.
Það sem ég vil leggja út af er þetta:
Er það ekki frumkrafa safnaðarins,
að prestur hans sé einlægur og
sannur í orði og verki? Er ekki
eðlilegt, að söfnuðurinn fjarlægist
sanna trú sína, ef presturinn sýnir
það í trúartúlkun sinni, prédikun-
um og gerðum öllum, að hann er
ósannur? Svarið er afdráttarlaust:
jú. Ég sé af framanrituðu, að ég
hef reist mér hurðarás um öxl, því
að ekki var upphafleg ætlun mín
að ræða um nema eitt atriði, sem
vægast sagt hefur farið herfilega
gleðiefni að höndla guð sinn og
þjóna honum; ámáttleg harmakvein
eiga naumast við, þegar boðað er
fagnaðarerindið. Frumkrafa hvers
safnaðarbarns til prests síns, er að
hann sýni trúarsannfæringu, grímu-
lausa og sanna, en ekki neina upp-
gerð, sem falin er bak við einhvern
blekkingarstíl. Sem sagt: burtu með
alla þessa armæðu.
Prestar: Þið eigið að boða söfnuði
ykkar mikinn fögnuð, og þessi fögn-
uður fer allur fyrir ofan garð og
neðan ef hann er boðaður með
armæðu og drunga.
Mér er ekki kunnugt um, hvern-
ig framsögn er kennd í prestaskól-
um, en eitt er víst, að margt virð-
ist benda til þess, að blessaðir prest-
arnir gangi þar í gegnum einn helj-
armikinn Ieiklistarkúrsus — sem
er mjög misráðið. Söfnuðurinn fer
ekki fram á nein leikræn tilþrif -—
hann vill einungis sannfæringu —
og það þarf ekki að ganga í gegnum
neinn sannfæringarkúrsus til þess
að öðlast sanna einlægni og sann-
færingu.
Með þökk fyrir væntanlega birt-
ingu. Huxi.
Útundan?...
í taugarnar á mér í mörg, ótalmörg
ár: En það er tónninn, áherzlurnar,
hrynjandin í prédikunum sumra
presta. Það er eins og þeir prestar,
sem ekki geta verið einlægir í guðs-
þjónustu sinni, verði að grípa til
alls kyns stílbragða til að sannfæra
söfnuðinn (og kannski sjálfa sig)
um, að þeir tali af innilegri hjartans
sannfæringu. Algengasta sannfær-
ingarstílbragðið er að grípa til mik-
illar og drafandi armæðu, og geng-
ur þetta stundum svo langt, að ein-
staka prestur verður að grípa til
ámáttlegra píslarkveina, sem ná há-
marki sínu, þegar hann ávarpar
drottin guð sinn. Svona endalaus
armæða er langt frá því að vera
sannfærandi — hún er beinlínis
fráhrindandi og vafalaust ein af
fjölmörgum ástæðum til þess,
hversu illa kirkjurnar eru farnar
að „trekkja". Ég efast ekki um, að
fjölmargir — og þá helzt af eldri
kynslóðinni — láta sannfærast af
allri þessari armæðu, öllum þess-
um háleitu tónsveiflum, þessum
ógnþrungnu áherzlum — en það er
bara af því, að þetta fólk er ekki
öðru betra vant. Ég hef rætt þetta
við fjölmarga af yngri kynslóðinni,
og virðast flestir þar í flokki mér
sammála. Prestinum — skyldi mað-
ur halda — ætti það að vera mikið
Kæri Póstur.
Við erum hérna tvær vinkonur,
sem erum fjórtán ára. Okkur finnst
það mjög leiðinlegt, hvað fullorðna
fólkið er merkilegt með sig. Við
megum yfirleitt aldrei tala, t. d.
þegar gestir eru heima. Ef maður
kvartar yfir því, að manni leiðist,
þá er alltaf viðkvæðið: „Láttu nú
ekki svona, barn.“ Þetta fer innilega
í taugarnar á okkur.
Ef við förum í bíó, þá megum
við ekki vera úti til kl. 12. Til dæm-
is, ef maður er með strák, þá er
maður nú kannski dálítið lengi að
labba heim. Þá segir mamma:
„Hvernig stendur á því, að þú kem-
ur svona seint?“ Þá er ekki um
annað að ræða en að seinka svo-
lítið klukkunni sinni, áður en við
förum heim. Hún getur ekki skilið,
hvað það er gaman fyrir okkur að
vera úti á kvöldin, þó að þessar
konur séu alltaf að skemmta sér
fram á nætur.
Jæja, við erum vissar um, að það
er svona hjá fleiri jafnöldrum.
Hvað finnst þér um þetta, Póstur
góður? Hvað eigum við að gera?
Lola og Kittý.
— — — Drekka meira lýsi,
kannski?
Hókus ...
Póstur sæll.
Við erum að rífast um það hérna
kunningjarnir, hvað þýði hókus í
samsetningunni hókus pókus. Get-
ur þú frætt okkur á þessu?
Sjö.
—------Þið sem sagt vitið, hvað
PÓKUS þýðir? Ég hélt alltaf —
og held enn — að hókus þýddi
nokkurn veginn sama og pókus
— eða ámóta mikið og t. d.
allabaddarí eða simmsalabimm.
Kelvinator
Áratuga reynsla tryggir yður óvið-
jafnanlegan kæliskáp að ytra útliti,
hagkvæmni og notagildi. - Hagsýnar
húsmæður um víða veröld velja
KELVINATOR kæliskápinn.
6 og 7.7 cub.ft. fyrirliggjandi. 5 ára
ábyrgð á mótor, árs ábyrgð á öðrum
hlutum skápsins. - Viðgerða- og
varahlutaþjónusta að Laugavegi 170.
Sími 17295.
AFBORGUN ARSKILMÁL AR.
Jfekla
Austurstræti 14.
Sími 11687.