Vikan


Vikan - 24.01.1963, Side 7

Vikan - 24.01.1963, Side 7
Það ber ævinlega að hafa í huga, að stúlkuna langar yfirleitt ekkert minna til að kynnast manninum, en hann langar að kynnast henni. Það er þó svo einkennilegt með kvenfólkið, að það vill heldur láta he'ngja sig, en að láta í ljós áhuga á karlmanni, að fyrra bragði. Það er því engin ástæða til að láta hugfallast, þó að móttökurnar séu ekki allt of ákafar í upphafi. Það er hægt að hugga sig við það að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Það má heita undantekningarlaus regla, að með nægri þolinmæði tekst karlmanni að ná í þá konu, sem hann hefur valið, ef hann ekki lætur hugfallast og er nógu þolinmóður. Þó er engin ástæða til þolinmæði, ef áhuginn er ekki sérlega mikill. Það er svo mikið til af huggulegum stúlkum að ekki er ástæða til að ganga mikið eftir þeim. Það, sem hér fer á eftir er fyrst og fremst miðað við menn á aldrinum 21 til 30 ára. Það er óþarfi að geta þess að fyrst og fremst er þetta miðað við fyrrnefndu tvo flokkana. Þeim þriðja verður vafalaust eitthvað til bjargar. f skíðaskálunum er oft mikið af fallegu kvenfólki og þangað fer maður í skíðafötum, en án skíða. Svo talar maður um einhvem skíðaáburð, sem ekki fæst hérna og telíur fráleitt að stíga á skíði án þessa sérstaka áburðar. SKEMMTISTAÐIR. Fyrsta vandamálið, sem verður á vegi manns, sem langar til að ná í stúlku, hvort sem er sem vin eða eiginkonu, er hvernig hann á að kynnast henni. Flestum detta þegar í hug skemmtistaðirnir og jafnvel enginn annar staður. Þeíta er á margan hátt skiljanlegt, þar sem óvíða er eins eðlilegt að kynn- ast stúlkum á skemmtistöðum og hér. Hitt má svo deila um hvort okkar fyrirkomulag á þessum hlutum sé heppilegt eða ekki. Þetta hefur þó ýmsa galla. Er þar fyrst að taka, að skemmtistaðina sækir mjög mikið sama fólkið frá viku til viku. Er því nokkur hætta á að menn kynnist ekki nema takmörkuðum fjölda fólks og að fliótlega hætti að bæt- ast við kunningjahópinn. Ef maður hefur séð unga og laglega dömu hand- leikna af miklum kærleikum á dansgólfinu, af tíu mismunandi mönnum á jafnmörgum vikum, fer áhuginn að réna. Það er aldrei heppilegt að nein vara tafi verið handfjötluð um of, áður en hún kemst í hendur neyt- andans. VINKONUKERFIÐ. Eitt af því, sem oft veldur ungum mönnum miklu hugarangri, er hið heimsfræga vinkonukerfi, sem tíðkast á íslandi. Stúlkur eru yfirleitt tvær til fjórar í hóp. Halda þær oftast hópinn svo stíft að varla er nokkur leið að fá að tala við þær einar, nema úti á dansgólfi. Nú vita allir hvernig til háttar á flestum dansstöðum borgarinnar. Dansgólfin eru svo lítil að það er barátta upp á líf og dauða að troðast ekki undir. Það er ekki auðvelt að vera skemmtilegur og heillandi fyrir dömuna, þegar menn ýmist fá odd- mjóa hæla ofan á tærnar, eða olnbogaskot í rifin. Þar við bætast svo brjál- æðingarnir, sem dansa jitterbug á þessum stöðum, algerlega án tillits til þrengslanna, og hætta með því lífi og limum annarra gesta. Framhald á næstu síðu. v "■ é»:r^ í 1 k&iiifce'tnij ui.Ltk'itii>íiuU>iUálúf*íaVj«V Ygirleitt er mjög hagstætt að fara í óbyggðaferðir og útilegur, því þar er kvenfólk jafnan í hreinum meirihluta og kynnin verða auðveld úti í náttúrunni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.