Vikan - 24.01.1963, Page 12
MALVERKA
ÞJOFARNIR
Þeir höfðu oft komizt í hann krappan í andspyrnuhreyfing-
unni, en nú þyrsti þá í ný ævintýri og þess vegna höfðu þeir
stolið málverkum. Og þá kom Refurinn. - Smásaga eftir
Paul Gallico. - Steinunn S. Briem þýddi.
Pierre Roquebrun ofursti kom út úr húsi sínu
á Rivieraströndinni einn bjartan, sólríkan morg-
un og gekk niður götuna áleiðis til fornminjaverzl-
unar sinnar, sem stóð við veginn milli Feneyja
og Grasse í eins kílómetra fjarlægð frá þorpinu
La Tourette.
Margvíslegar hugsanir bærðust í hugskoti hans,
meðan hann var að opna bakdyrnar á glæsilegri
búðinni, rór og ánægður: það voru Sévres skraut-
kerin tvö, sem hann þurfti að lokka út úr ekkju
í St. Paul, Lúðvíks þrettánda saltkerið, sem hann
átti að senda til London, og svo var hann ekki
alveg viss um, hvort útskorna Kristsmyndin frá
13. öld, sem honum hafði verið boðin, væri
ósvikin.
Hann opnaði framdyrnar og tók upp morgun-
blaðið sitt, Nice Matin. Og samstundis gleymdi
hann öliu öðru, því að á forsíðunni blöstu við
risastórar fyrirsagnir yfir frásögn af nýjasta mál-
verkaráninu, sem var hið þriðja í röðinni af þjófn-
uðum á heimsfrægum myndum í eigu auðkýfinga.
Áður hafði málverkum eftir E1 Greco og Van
Dyck verið stolið úr sveitasetri svissnesks iðju-
hölds á Cap d‘ Antibes; eigandinn átti unga konu
og virtist kynlega tregur til að ræða nokkuð um
12 VIKAN