Vikan


Vikan - 24.01.1963, Side 16

Vikan - 24.01.1963, Side 16
Ógæfa sú, sem kom eins og reiðarslag yfir hinn brosmilda, hawaiiska nautahirði, Koolau, haustið 1889, var ein af beim mörgu óheillafylgjum, sem hvítu mennirnir fluttu til eyjanna í fari sínu. Koolau var þá 27 ára að aldri, hestamaður ágætur, þaulvanur ferðalögum um frumskógana og frábær skytta. Á daginn gætti hann nautahjarðar fyrir hvítan bónda, Alhoale, inni á eynni. Á kvöldin reið hann heim til sín í þorpið í pálmaviðarlundinum niðri á ströndinni, þar sem hann bjó að hætti feðra sinna í hinni undur- fögru ey, Kauai. Fyrst þegar hann fann bólgueitlana í andliti sínu, sagði hann engum frá því, ekki einu sinni konu sinni. En eitlarnir breiddust smámsaman út og stækk- uðu og áður en þrjú ár voru liðin, varð ekki komizt hjá að veita þeim athygli. Koolau duldist ekki leng- ur, að hann hafði tekið holdsveiki. Þar með var hann dæmdur til að deyja seinvirkum, kvalafullum dauða. Og þó varð þessi ógæfa til þess að nafn hans, hins óþekkta nautahirðis úr strákofaþorpinu, varð óafmáanlega letrað í annála eyjanna. Fyrir þennan sjúkdóm sinn háði hann einn síns liðs styrj- öld gegn yfirvöldum lýðveldisins á Hawaii - og hafði betur, þótt herlið væri sent gegn honum, konu hans og tíu ára gömlum syni. Áður en þeirri sögu lauk, hafði Koolau verið griðalaus útlagi svo árum skipti og þúsund dollarar lagðir til höfuðs honum fyrir mannvíg. En venjulegur glæpamaður varð hann ekki talinn, því að jafnvel þeir, sem harðast ásóttu hann, við- urkenndu, að rétt hefði verið að láta hann í friði. Dagblöð héldu uppi vörnum fyrir hann. Samtíð sinni á eyjunum varð hann ímynd hinnar þrjózku einstaklings- hyggju; garpurinn, sem einn sam- landa sinna þorði að storka veldi hvíta mannsins, án þess að verða að lúta í lægra haldi. Loks reit hinn mikilhæfi rithöfundur, Jack Lon- don, sögu Koolaus holdsveika, sem þýdd hefur verið á tungumál menn- ingarþjóða um víða veröld. Þó hafði Koolau það sízt af öllu í huga, að verða nafnkunnur mað- ur, þegar stjórnin á Hawaii hóf | eina af sínum reglubundnu smöl- unum á holdsveikisjúklingum í : eyjunum, veturinn 1892, en þeir voru flestir úr hópi innfæddra, sem *. voru næmari fyrir veikinni en \ hvítu mennirnir. Koolau vissi að ; hann átti einungis um tvennt að ! velja. Hann gat reynt að brjótast J yfir fjöllin og leynast í afskekkt- j um dal. Eða hann hlýddi kalli stjórnarinnar og yrði fluttur til holdsveikranýlendunnar, þar sem j sjúklihgunum var haldið í ævi- langri einangrun og útlegð á hrjóstrugum eyðiskaga á eynni Molokai, og vissu allir á Hawaii, að þaðan kom enginn aftur. Var , sagt að sjúklingarnir væru látnir ! deyja þar drottni sínum, um- j hyggjulaust og án læknishjálpar og húsaskjóls; yrðu jafnvel að svelta heilu hungri. Á meðan Koolau var að velta fyrir sér þessu mikla vandamáli, 16 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.