Vikan


Vikan - 24.01.1963, Síða 24

Vikan - 24.01.1963, Síða 24
í sumarbústað um helgar: Reglusamur, mið- aldra maður, sem ekki reykir og dvelur í sumarbústað sínum um helgar, óskar eftir herbergi með húsgögnum. Tilboð merkt „Her- bergi“ sendist blaðinu sem fyrst. að komast á hvíldarheimili. Hún spássér- aði fram og aftur um eldhúsið frá klukkan fimm á morgnana til tvö á nóttinni. Hvað geta konur verið að gera, allan þennan tíma? í herberginu við hliðina á mér bjuggu ný- gift hjón. Um þau er fátt að segja, annað en það, að þau sungu svo sannarlega ekki nein vögguljóð yfir mér. Á næstu hæð fyrir neðan voru tvær ungar og lífsglaðar stúlkur. Þær hlógu og flissuðu allan seinnipart dagsins, og á kvöldin voru karlmenn hjá þeim. Og útvarpið gekk fyrir fullu myrkranna á milli. Ég tók „Brom Sovinal" og setti „sofðu í ró“ í eyrun, en þessi hljóð ruddu sér leið inn í meðvitund mína, jafnvel meðan ég svaf. Mig dreymdi, að þau nýgiftu væru að laga mat hjá húsmóðurinni uppi, og stúlk- urnar af neðri hæðinni dönsuðu rokk og cha cha cha á eldhúsborðinu hjá þeim. Þá datt mér í hug að auglýsa í blöðunum. Reglusamur, miðaldra maður, sem ekki reykir og dvelur í sumarbústað sínum um helgar, óskar eftir herbergi með húsgögnum". Til allrar hamingja átti ég kofaskrífli úti í sveit, annars hefði ég tapað glórunni fyrir löngu. Mér datt í hug, að fólk væri kannski ginnkeypt fyrir leigjanda, sem færi burt um helgar. Ég fékk sex svör! Þau voru öll frá konum, sem áttu sinar íbúðir sjálfar. Ég hringdi til þeirra og mælti mér mót við fimm af þeim, og heimsótti ÚR ÖSKUNNI I ELDINN I Fyrir nokkrum árum neyddist ég til að taka saman föggur mínar og yfirgefa það heimili, sem ég hafði árum saman verið að mynda ásamt konu minni. Ég ætla ekki að halda því fram, að ég hafi verið hinn saklausi engill í því máli, en á einhvern hátt lengdist bilið milli mín og konu minnar, þar til annað hvort varð að víkja. Stríðið hafði sitt að segja. Ég vann í neð- anjarðarhreyfingunni og sat um tíma í fangelsi. Við það varð ég illur í skapi og erfiður í umgengni, og fékk annað sjónar- mið gagnvart lífinu en verið hafði. Ég varð að lifa frjálsu og tilbreytingar- ríku lífi. Eftir að ég fór að heiman, fékk ég að reyna það hvort tveggja í ríkum mæli, og þó aðallega hvað snerti húsnæð- isvandamálin. Fyrst fékk ég inni á hóteli. Það var þreytandi, því ég gat ekki búið lengi á sama stað. Þar að auki var það dýrt, miklu dýrara en efni mín leyfðu. Þótt ég byggi ekki lengur heima, varð ég að sjá fyrir konu minni og börnum, og þar að auki halda tórunni í sjálfum mér. Ég reyndi stöðugt að vera mér úti um 24 VIKAN samastað. En það var erfitt. Til þess verð- ur maður að eiga góða kunningja og góð meðmæli. Það eru heldur engin takmörk fyrir því, hvað herbergiskytra með húsgögnum frá tímum Nerós kostar! 150 krónur norsk- ar er lágmarks mánaðarleiga, og helzt tvö ár fyrirfram! Eitt sinn fór ég að skoða herbergi í gömlu, stóru og yfirgefnu sjúkrahúsi. Her- bergin þar voru stór, tóm, eyðileg og kuldaleg, en leigan var 225 krónur á mán- uði. Nei, þá var betra að reyna pensjónat. Það var ekki sem verst. Að vísu varð ég að vera í herbergi með öðrum. En fé- lagi minn var rólegur og góðlyndur karl, og okkur kom vel saman. Það versta var, að hafa ekki neina setustofu. Það tók á taugarnar, að verða alltaf að hýrast í kytrunni á kvöldin. Ég hafði heldur ekki efni á því að fara út. Að lokum tók ég að þjást af svefnleysi. Á pensjónati heyrir maður mörg undar- leg hljóð. Uppi yfir herberginu mínu var eldhús íbúðarinnar á næstu hæð, og hús- móðirin þar hefði svo sannarlega þurft þær síðan í réttri röð. Sú fyrsta átti heima í sama hverfinu, og ég átti heima í, áður en ég hætti að eiga heima — heima. Ég vildi gjarnan fara þang- að aftur. Þar var garður, þar sem hægt var að sitja í ró á kvöldin, og ég var vel kynntur í öllum verzlununum. Feitagin, elskuleg kona kom til dyra, þegar ég hringdi. Fyrst litum við á herbergið. Þar var ekki margt að skoða. Það var lítið og skuggalegt. Húsgögnunum hafði verið smal- að þangað sínu úr hverri áttinni. Dívan, borð, hægindastóll, skápur og kommóða. Það var allt og sumt. Og gluggatjöld fyrir glugganum. Við skulum ekki gleyma því. Leigan var 150 krónur á mánuði, hálft ann- að ár fyrirfram. — Svo ég geti verið viss um, að þér farið ekki strax aftur, sagði konan elskulega. Hún grandskoðaði mig. Sem betur fór var ég nýklipptur og í vel pressuðum fötum. Ég hef stundað íþróttir allt fram á þennan dag, og hef því þokkalegan líkamsvöxt. Það var líklega það, sem henni varð svo starsýnt á. Svo bauð hún mér upp á kaffibolla, — Framhald á bls. 51.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.