Vikan - 24.01.1963, Page 27
Gúmmíbátarnir uppblásnir í Skála-
felM. Þeir eigra að veita þreyttum ferða-
löngum skjól, ef þeir neyðast til að
nauðlenda í óbyggðum.
og hermir þannig eftir þeim óhöppum, sem fyrir geta komið í sambandi við útbúnað vélarinnar,
og þjálfar starfsbræður sína í því að gera vélrænt hið eina rétta undir slíkum kringumstæðum.
Á HÚDDLAUSRI VÉLINNI.
Það var norðan kuldagjóstur, þegar við klifruðum um borð, og það var kalt í vélinni. Skúli dró
kort af Norður-Atlantshafi, svo fóru þeir saman yfir tékklistann — það er að segja athuguðu
jau atriði, sem athuguð eru í sambandi við vélina áður en sett er í gang.
Loks var allt til — og þó. — Mundirðu eftir húddinu? spurði Gunnar allt í einu.
— Æ, nei, það er inni. Kallaðu í einhvern strákinn og láttu hann ná í það.
Það fór um mig. Ætluðu mennirnir að fara að fljúga á húddlausri vélinni? Nei, húdd á flugvél
hlaut að vera eitthvað annað en húdd á bíl.
Gunnar kallaði til vallarstarfsmanns niðri á flugvelli og bað hann um að ná í húddið, sem átti
að vera í neðstu skúffu í skápnum inni í gamla flugmannaherberginu. Þá gat það ekki verið mjög
stórt, úr því það komst fyrir í skápskúffu. Það þvældist fyrir manninum að finna rétt herbergi og
rétta skúffu, en með nákvæmri „navígasjón“ frá þeim Gunnari og Skúla tókst um síðir að finna
húddið. Gunnar opnaði gluggann í stjórnklefanum, teygði út handlegginn og kom inn með eitthvað
hvítt, sem líktist mest rafsuðuhjálmi. Það var húddið. Og það átti alls ekki að vera á flugvélina,
heldur Gunnar. Þetta er sett á flugmennina, þegar þeir eiga að æfa blindflug, til þess að þeir geti
ekki horft út, heldur aðeins flogið eftir mælum sínum. — Þetta er nýtt, sagði Skúli. Áður notuð-
um við bara Moggann, settum hann fyrir gluggann. En þá var náttúrlega pólitík í því eins og öllu
öðru. Jóhannes Snorrason sagði einu sinni, þegar við settum Moggann fyrir framan hann: — Þetta
hefur margan manninn blindað. En ég sagði honum, að það væri ómögulegt að nota Tímann, því
sæju allir í gegn um hann. Framhald á bls. 42
Þeir reistu snjóhús í Skálafelli, en
þegar til kom, þótti betra að gista í
bátunum. Hér gægjast þeir út úr snjó-
húsinu Ólafur Zoega (t. v.) og Frosti
Bjarnason.
VIKAN 27