Vikan


Vikan - 24.01.1963, Síða 28

Vikan - 24.01.1963, Síða 28
5. kafli. Á öðrum degi réttarhaldanna var ung kona að nafni May Webster kölluð í vitnastúkuna. Bernice Bickle var ekki viðstödd og morg- unblöðin höfðu gefið í skyn, að hún hefði verið flutt á hvildar- heimili. „Hve gamlar eruð þér, fröken Webster?" spurði Oscar Springer. „Ég er tuttugu og sjö ára,“ svar- aði hún. „Hve lengi hafið þér þekkt ákærða, Michael Milles?“ „Um það bil fjögur ár.“ „Hvar hittuð þér hann fyrst?“ „Á heimili systur minnar í Tor- onto.“ „Hve lengi hafið þér búið hjá prins Michael á Hamlin Avenue þrjátíu og sjö?‘“ ‘ „Síðan í nóvemher.“ Hann spurði hana, hvenær Ber- nice Bickle hefði komið í húsið og hvar hún hefði sofið, og hvaða aðrar stúlkur hefðu átt þar heima. Svo sagði hann: „Vitið þér hvort Bernice Bickle svaf nokkurn tima hjá prins Mic- hael?“ „Já. Eina nótt svaf liún lijá þeim báðum, prins Michael og Elizu Court. Ég man það, af því að seinna kvöldið kom Eliza niður og svaf hjá okkur Rosettu. Morguninn eftir bjó ég um rúm Michaels og það var blóð i lakinu. „Vitið þér, hvort nokkur annar sá þetta lak?“ „Ég sýndi Elizu það. Hún sagði: Halleluja! Nú geta ísraelsmenn fagnað, fyrst lilýðni hefur náðst!“ Á miðjum bekk með alskeggjaða safnaðarbræður á báðar hliðar, sat Ben Purnell og varð að beita sjálf- an sig hörku til þess að skellihlæja ekki. Saksóknarinn var að ná sér á strik frá áfallinu deginum áður og undirbjó nú nýja sókn til að sanna meydóm Bernice Bickle. Augu Bens voru þrútin af svefn- leysi. Hann átti bágt með að halda sér vakandi, því að alla nóttina hafði liann læðzt um í myrkrinu i Hamlin Avenue húsinu með kerti i hendinni, í leit að hinu mikilvæga skjali. Hann liafði fundið nóg af gögnum, sem nota mátti sem fjár- kúgun langt fram í timann, og hafði birgt sig upp af töluverðu af þeim, til þess að nota í valdabar- áttu sinni þegar til þess kæmi. En hann hafði hvergi rekizt á játningu Bernice Bickle. „Hvers vegna voruð þér fáan- legar til að skýra frá lifinu i húsi prins Michaels eftir að þér komið á lögreglustöðina?“ spurði sak- sóknarinn. „Var einhver, sem þröngvaði yður til þess?“ „Nei.“ Oscar Springer sneri sér að dóm- aranum. „Yðar náð, við yfirheyrzl- ur lögreglunnar, sagði þetta vitni, að það sem gerðist i húsi Micliaels Mills hafi verið réttlætanlegt, vegna þess að það var gert til þess að hreinsa likama þeirra. Ég leyfi mér að óska þess, að vitnið verði látið skýra kviðdómnum nákvæm- lega frá því, hvað hún á við með því.“ „Ég leyfi það“, sagði Kinnie dóm- ari. „Hvað áttuð þér við, fröken Wehster?“ „Ég átti við það, að samrekkja prins Michael.“ „Þér sögðuð, að þegar þér komuð fyrst á lögreglustöðina, hafið þér ætlað að neita öllu. Fannst yður þá þér vera ennþá á valdi prins Michaels?“ „Ég mótmæli þessu!“ hrópaði Atkinson. „En ég var það.“ „Gjörið svo vel að svara ekki, fyrr en dómarinn hefur athugað mótmælin, stúlka min,“ sagði Kinne dómari. „En ég leyfi svarinu að standa.“ „Þér megið spyrja,“ sagði Springer við Atkinson. Ben Purnell horfði athugulum augum á lögfræðinginn, þegar hann gekk upp að vitnastúkunni. „Er það satt, fröken Webster,“ tók hann til raáls, „að í fyrstu haf- ið þér neitað því, að nokkuð sam- band hafi verið á milli ykkar prins Michaels?“ ,,.Iá.“ „Hvar dvölduð þér, þegar þér ákváðuð að breyta vitnisburði yðar?“ „Á lögreglustöðinni, Woodbridge- stöðinni." „Og þar hafið þér verið síðan tuttugasta og áttunda marz?“ „Já.“ „Er það rétt, að lögreglumenn- irnir Schoemaker og Lombard hafi haft óhindraðan aðgang að her- bergi yðar, að þeir hafi farið með yður í gönguferðir og meira að segja einstöku sinnum á skemmti- staði, að þeir hafi oft verið marga klukkutíma í herbergi yðar og teflt og reykt inni hjá yður, og að á þessum tíma hafið þér breytt framburði yðar?“ May Webster játaði, að svo væri. „Hve lengi frameftir dvöldu þessir menn í lierbergi yðar? Kannski allt til ellefu á kvöldin?" „Stundum, ekki oft.“ „Til miðnættis?“ „Aldrei svo seint.“ „Þá var það ekki fleira, held ég-“ „Ég vil gjarna spyrja nokkurra fleiri spurninga,“ sagði Oscar Springer og reis á fætur. „Kall- aði ákærði öll Guðstáknin til sín saman á fund um það bil viku fyr- ir handtöku hans?“ „Systir Eliza gerði það. Hún sagði að prins Michael vildi tala við okkur.“ „Og hvað sagði liinn glæsilegi prins á þessum fundi?“ „Hann lét okkur sverja að neita öllu, ef við yrðum spurðar um eitt- hvað.“ „Ef einhver spyrði um lioldleg mök hans við ykkur?“ „Já.“ „Þakka yður fyrir, Mary.“ Sak- sóknarinn sneri sér frá henni, en áður en stúlkan hefði tima til að rísa á fætur, var Atkinson kom- inn. „Trúið þér á Guð, fröken Webster?" spurði hann ísmeygi- lega. „Ég veit það ekki,“ sagði hún og hristi höfuðið. „Ég veit það ekki einu sinni lengur.“ „Trúið þér á orð hiblíunnar, þeirrar bibliu, sem þér svörðuð við að segja sannleikann?" „Ég veit ekki hvort ég trúi nokkru framar.“ „Athuguðu læknarnir Daniel La Ferte og Charles A. Devendorf ykkur Bernice skömmu cftir komu ykkar til Woodbridge, með það fyrir augum að finna merki um samfarir nýlega?“ „Það athuguðu okkur tveir lækn- ar,. ég veit ekki hvað þeir heita.“ „Segið okkur frá því.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þeir rannsökuðu okkur og það A'ar 28 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.