Vikan - 24.01.1963, Page 31
HVAÐ UNGUR NEMUR
n
*
ii
4
'biipnar
©
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
©.Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Þessi vika
verður fremur tilbreytingarlítil, bótt ýmislegt
bendi til þess, að sunnudagurinn bjóði upp á alls
kyns nýstárleg ævintýri. Maður, sem vill þér vel,
er að reyna að ná sambandi við þig, en það virðist
genga eitthvað erfiðlega. Talan 8 skiptir unglinga afar
miklu.
NautsmerJciÖ (21. apr.—21. mai): Föstudagurinn
er langmerkasti dagur vikunnar, en þá gerist
eitthvað, sem skiptir framtíð þína afar miklu,
þótt það komi reyndar ekki í ljós fyrr en I næstu
eða þar næstu viku. Þér tekst með kænsku að
venja einn bezta vin þinn af ljótum ósið. Farðu varlega
með peninga um helgina.
Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Sakir ein-
hvers misskilnings, verður þú, nauðugur viljugur,
að taka að þér verkefni, sem þér er ekkert um.
Endir þessa máls mun samt verða sá, að þú færð
aukinn áhuga á málinu, og í lokin verðurðu bara
feginn því, að þú fékkst að glíma við þetta. Vertu ekki
svona óþolinmóður. Það flýtir sízt fyrir.
Krabbamerkið (22. júni—23. júlí); Þú munt lenda
í einhverjum deiium við persónu, sem þú metur
ekki ýkjamikils. Láttu það álit þitt Þó ekki í ljós
fyrir alla muni. Ef þú ert skynsamur og hegðar
þér af kurteisi, munt þú ekki þurfa að skammast
þín fyrir endalok þessa máls. Þú áttir von á ejnhverju um
helgina, en einhver bið verður á Því að það verði.
Ljónsmerkið (24. júlí—24. ág.): Þú þarft að leysa
verkefni nokkurt, sem þér finnst í rauninni
harla auðvelt viðfangs, en gallinn er bara sá, að
þú nærð ekki að ljúka þessu verkefni á tilsettum
tíma nema þú kveðjir þér einhvern til aðstoðar.
Vertu nú ekki of stoltur til þess að biðja um hjálp.
Heillatala 4.
©Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Líkur eru á
því, að trúgirni þín verði til þess að þú gerir
eitthvað, sem þú átt eftir að sjá mikið eftir. Það
hefur borið allt of mikið á þessu i fari þínu: þú
trúir fólki, sem þú metur mikils, í blindni, og
verður það til þess, að þú skapar þér ekki neinar sjálf-
stæðar skoðanir. Heillatala 11.
. _ Vogarmerkið (24. sept.-—23. okt.): Þú munt
þurfa að velja milli tveggja kosta í vikunni, og í
fljótu bragði virðist hvorugur góður. En ef þú
hugsar þig um vandlega, áður en þú ákveður þig,
muntu komast að raun um, að annar kosturinn
er sínu betri. Þú verður óvenjumikið heima við í vikunni,
og er það vel. Heillalitur rautt.
Drekamerkiö (24. okt.—23. nóv.): Nýjungagirni
þín verður til þess, að þú gerir eitthvað,
sem þú munt sjá mikið eftir síðar. Amor verður
talsvert á ferðinni í vikunni, en láttu samt ekki
blekkjast af skotum hans, nema þú hafir umgeng-
izt viðkomandi í a. m. k. mánuð. Laugardagurinn er lang-
bezti dagur vikunnar fyrir kvenþjóðina.
Bog^nannsmerkið (23. nóv.—21. des): Á vinnu-
stað gerist margt markvert, og eru líkur á því, að
Þú vaxir þar í áliti hjá þér æðri mönnum, enda
*I* áttu vel fyrir því. Þú færð einkennilega persónu
í heimsókn eitt kvöldið, en þótt einkennilegt megi
virðast, muntu komast að því, að Þið eigið margt sameigin-
legt. Heillalitur blágrænt.
Geitarmerkið (22. des—20. jan.); Líkur eru á
afar skemmtilegri viku, og ber þar sunnudaginn
þó langhæst. Þá muntu koma innan um margt
fólk, og líkur eru á því, að þar verðir þú mið-
punkturinn í einhverju. Það er þó eins og þú
vantreystir sjálfum þér þessa dagana, en engin ástæða er
til þess, nema síður sé.
Vatnsberamerkið (21. jan.-—19. feb.): Þú skalt
fara varlega með peningana í vikunni, þvl að
í næstu viku mun ýmislegt koma fyrir, sem verð-
ur til þess, að Þú verður að eyða miklum pening-
um. Þú fékkst skemmtilega hugmynd fyrir
nokkrum vikum, og nú virðist loksins vera kominn tími
til að hrinda henni I framkvæmd.
Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Það virðist
ýmislegt benda til, að þessi vika verði ein sú
skemmtilegasta, sem þú lifir fyrripart þessa árs.
Þó virðist bera einhvern skugga á alla sæluna
á fimmtudagskvöld, en það er ekki svo alvarlegt,
að þú takir það nærri þér. Vinur þinn einn sýnir þér, að
þú hefur vanmetið hann nokkuð.
m
IOUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA