Vikan


Vikan - 24.01.1963, Side 34

Vikan - 24.01.1963, Side 34
þorps nokkurs út meÖ ströndinni, en þar bjó systir Koolaus. Tók höfu'ðsmaðurinn hana og eiginmann hennar höndum og hafði á brott með sér til dalsins, og snemma á sunnudagsmorguninn neyddi hann þau til þess, sem enginn hermanna hans þorði — að klifa klettaran- ann upp að hellisskútanum. Voru tveir aðrir innfæddir í fylgd með þeim, og áttu þau að hafa útlag- ana niður með sér, lifandi eða dauða. Þau komu aftur með tvö skothylki og fiskruður. „Þau eru farin“, mælti systir Koolaus. Ekki þorðu hermenn Larsens eða sjálfur hann samt að fara og sann- færast um það af eigin raun. Létti höfuðsmanni þó mjög við fréttirn- ar; lét hann taka niður tjaldbúð- irnar og hélt ásamt herliði sinu með gufubátnum til hafnarborgar- innar Haena. En nú þótti stjórninni í Honolulu í óefni komið, er svo lengi dróst að hernaðaraðgerðirnar gegn Kool- au bæru tilætlaðan árangur. Ákvað hershöfðingi hennar, W. O. Smith, að taka sjálfur að sér stjórn leið- angursins. Tók hann með sér tíu hermanna liðsauka, mikið magn af fallbyssukúlum og riffilskotum — og auk þess þrjátíu pör af stig- vélum, þótt enginn viti til hvers. Um borð í gufubát hans voru og þrjár zinkfóðraðar líkkistur til að flytja í lik þeirra, sem þegar höfðu faihð i þessum „hernaðaraðgerð- um“. Þegar til Haena om, varð hers- höfðinginn furðu lostinn, er hann fann þar fyrir „herstyrk“ stjórnar- innar og Larsen höfuðsmann, sem hann bjóst við að stæðu i ströng- um bardögum í Kalalaudal. Þóttist hann vita hvað kjósendurnir mundu segja við sliku athæfi, og liótaði höfuðsmanni þvi, að hann skyldi dreginn fyrir herrétt, er hann lét her stjórnarinnar hörfa undan ein- um manni. Reiddist þá Larsen höf- uðsmaður og hótaði að leggja nið- ur völdin á stundinni. Einhverjar sættir urðu þó með þeim, og fimmtudaginn þann 13. júlí sáu dalbúar sér til mikillar undrunar, að enn lagðist gufubátur við festar úti fyrir ströndinni, og hermennirnir, sem fyrir nokkru höfðu haldið á brott, gengu aftur á land. Héldu þeir rakleitt upp að hellisskútanum og höfðu systur Koolaus enn í för með sér; kleif hún enn einu sinni upp ranann og sagði sem fyrr, þegar hún kom aftur, að bróðir sinn væri allur á bak og burt með fjölskyldu sina. í þetta skiptið var Larsen það hug- mikill, að hann fór síðan sjálfur, ásamt hershöfðingjanum, og athug- aði skútann vandlega og tókst þeim að finna þar nokkrar brunnar eld- spýtur og sígarettustubba, eftir vandlega leit. Þessi rannsóknarför sannfærði hershöfðingjann um það, að þarna hefði hann ginið yfir meiru en hann gat gleypt. Til þess að koma sér út úr vandræðunum, gaf hann út tilkynningu ym það, að nákvæm athugun hefði leitt í ljós, að Koolau hefði yfirgefið dalinn, ,,og höfum vér þvi tekið þá ákvörðun að halda á brott héðan til Honolulu". Nokkr- um dögum síðar tilkynnti hershöfð- inginn að þúsund dollarar væru lagðir til höfuðs Koolau. Koolau fylgdist með öllu athæfi þeirra hermannanna úr fylgsni sínu, og loks brottför þeirra, er 34 VIKAN skipið sigldi frá landi. En þetta var orðinn honum dýr- keyptur sigur. í þrjú ár og fimm mánuði höfðu þau hjónin lifað i stöðugum ótta og dvöldust aldrei nema nokkrar vikur á sama stað. Aldrei þorði Koolau að skjóta af rifflinum, af ótta við að það kynni að koma upp um dvalarstað þeirra. Þau forðuðust jafnvel vini sina þarna í dalnum, þar sem lifið gekk sinn vanagang eftir brottför her- mannanna. Voru þau og drengur- inn jafnan i felum á daginn, en öfluðu sér fæðu á nóttunni, fisks, banana, taroríss og vatnarækna. Að tveim árum liðnum veiktist drengurinn af holdsveiki, þjáðist hún heði tekið veikina, en hún lézt árið 1914. Ekki vildi hún ræða við menn um útlegð þeirra hjóna, en smámsaman fengu nán- ustu vinir hennar þó að vita flest það, sem máli skipti, nema hvað hún lét aldrei uppskátt við neinn hvar hún hefði greftrað eigin- mann sinn. Svo hrædd var hún við ókunnuga, að ekki var við það komandi að hún talaði við rithöf- undinn, Jack London, þegar hann kom í skútu sinni til Hawaii árið 1907, og vildi fá að heyra söguna af hennar eigin vörum. Hann varð því að láta sér nægja sögusagnir annarra, en af sögum þeim, sem hann sótti efnivið í til eyjanna éS K 9-4 y ekkert 4 A-K-G-8-7-6 * D-7-6-3 ék 10-6-5-3 v G-5-4-2 > 5-4-3 Jf, 9-2 A G’2 y K-D-7-6 4 D-10-9 «$, A-K-8-5 A-D-8-7 A-10-9-8-3 2 G-10-4 Ef þið ekki lásuð bridgeþáttinn í síðustu viku, þá skuluð þið hylja hendur a-v og reyna að vinna sex lauf, dobluð af austri, á spilin í n-s. Vestur var óheppinn með út- spilið, því hann spilaði út tígli, en líklegt er að spaðaútspil hefði sett spilið niður strax. Sagnhafi vinnur þessa heppnis- slemmu með endaspili gegn austri, þannig að hann verður að spila frá öðrum hvorum áslitnum, þegar sagnhafi getur trompað hvoru meg- in, sem hann vill. Til þess að útbúa endaspilið verður suður að vera varkár í afköstum sínum og henda tveimur hjörtum og einum spaða í tíglana. Hann verður að geyma spaðagosann, til þess að vama vestri innkomu. Án þessa — og hins sér- kennilega endaspils — er spila- mennskan tiltölulega auðveld. hann mikið unz hann lézt i örmum móður sinnar. Völdu foreldrar hans honum legstað í hellisskúta nokkr- um og báru grjót fyrir opið. Ári siðar tók Koolau mjög að þyngja, og var hann loks svo hart leikinn af veikinni, að Piilani varð að annast alla mataröflun. Síðustu dagana fyrir andlátið var Koolau með óráði, og þegar hann var lát- inn, tók það Piilani tvo daga að greftra hann, og lagði hún riffil hans í gröf með honum. Að þvi búnu hélt hún um einstigið yfir fjöllin og settist að hjá ættfólki sínu fyrir handan þau. Aldrei sáust þess nein merki að Sagnhafi drepur tígulútspilið, tek- ur þrisvar tromp og á eitt tromp hvoru megin eftir. Síðan tekur hann tíglana í botn, kastar tveimur hjörtum og einum spaða og er síð- an tilbúinn í endaspilið. Sagnhafi spilar lágum spaða úr borði og austur verður að drepa á drottninguna. Nú á austur spaðaás- inn og ás-tíu í hjarta eftir en hann getur ekki fengið fleiri slagi. Spili hann spaðaásnum, trompar sagn- hafi og á síðan tvo síðustu slagina á spaðakóng og tromp. Spili hann hjartaás, trompar sagnhafi í borði og á tvo síðustu slagina á hjarta- kóng og tromp. Ef austur spilar hjartatíu, fær suður slaginn á drottninguna og tvo síðustu slagina með víxltrompi. Suður vinnur sex lauf, dobluð, gefur aðeins einn slag á spaða. *VV*AV + * varð þó engin eins fræg og „Koolau holdsveiki“. Samt sem áður mun varla unnt að velja Koolau verðugri eftir- mæli, en orð þess manns, sem einn er ennþá á lífi af þeim hermönn- um, sem sendir voru til að hafa hendur í hári honum, en urðu frá að hverfa. Heitir hann John A. Evensen og býr í Sacramento í Kaliforníu, nærri níræður að aldri. Árið 1960 kemst hann þannig að orði í litt læsilegu bréfi til kunningja sins á Honululu, er hann minnist á hernaðaraðgerð- irnar: „Þetta er yndislegur dalur, og þeir holdsveiku áttu að fá að vera þar í friði, því að þar staf- aði engum hætta af þeim“. Undir þau orð mundi Koolau hafa tekið fyrir fimmtíu árum. Jg- PEYSA. Framhald af bls. 18. Hægra framstykki: Fitjið upp 49 (49) 54 (54) 1. á prj. nr. 2%, og prjónið stuðlaprjón 2% cm. Látið 8 1. að framan á öryggisnælu. Takið prj. nr. 3%, og prjónið mynztur. Takið úr 4 1. með jöfnu millibili yfir 1. umf. Eftir 7 (7) 8 (8) cm er prjónað yfir vasa þannig: prjón- ið 11 (11) 16 (16) 1., látið síðan næstu 22 1. á þráð, og prjónið um- ferðina á enda. í næstu umferð eru svo fitjaðar upp jafnmargar lykkjur og látnar voru á þráðinn. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 19 (20) 22 (23) cm, þá er fellt af fyrir handvegum, fyrst 4 (3) 4, 3 (5) 1., síðan 2, 2, 1 1. og um leið og önnur handvegs- úrtakan er gerð, er einnig tekið úr fyrir hálsmáli, 1 1. í 4. hv. umferð, þar til 20 (21) 22 (23) 1. eru eftir á prjóninum. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 30 (32) 34 (36) cm, þá er fellt af fyrir öxl, fyrst 5 (6) 7 (8) 1., síðan 5 1. 3 sinnum. Takið nú lykkjurnar af öryggis- nálinni, fitjið upp 1 1. að innan fyrir saumfar, og prj. síðan á prj. nr. 2% stuðlaprjón, 1 1. sl. og 1 1. br., að öxl + 4 (4) 4 (4V=) cm. Strekkið renninginn dálítið um leið og mælt er. Fellið af. Takið nú lykkjurnar fyrir vasann og prj. á prj. nr. 2% stuðlaprjón, og aukið út 4 1. með jöfnu millibili yfir 1. umferð. Prjónið 2 cm og fellið af. Vinstra framstykki. Fitjið upp og prjónið eins og það hægra, en á gagnstæðan hátt. Prjónið 5 hnappagöt á stuðla- prjónsrenninginn. Þau eru gerð 4 1. frá brún og yfir 2 1., það neðsta er gert 2 cm frá uppfitjun, og það efsta, þar sem hálsmálsúrtakan byrjar. Ermar: Fitjið upp 36 (38) 40 (40) 1. á prj. nr. 2% og prj. stuðla- prjón 5 cm. Takið þá prj. nr. 3% og prj. mynztur. Aukið út með jöfnu millibili yfir 1. umferð, þar til lykkjurnar verða 42 (42) 47 (47). Aukið síðan út 1 1. í hv. hlið í 6. hv. umferð, þar til lykkjurnar verða 56 (58) 62 (64). Þegar stykkið mælist 19 (22) 26 (28) cm, er fellt af fyrir öxlum, fyrst 5 1. í hv. hlið og síðan 1 1. í hv. hlið í annarri hv. umf., þar til stykkið mælist 24 (28) 32 (35) cm og þá í hverri umferð næstu 2 cm. Fellið af. Leggið öll stykkin á þykkt stykki, strekkið fram- og afturstykki út um 4 cm meira en uppgefið mál er, leggið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið saman ermar-, hlið- ar- og axlarsauma með þynntu ullargaminu og aftursting. Saumið ermar í handvegi á sama hátt. Saumið listana framan á peysuna, einnig með aftursting. Gangið frá hnappagötunum með kappmellu- spori, og festið tölur gagnstætt þeim á hægra barm. Takið 22 1. af þræðinum og látið á prjón nr. 2%, og prj. stuðlaprjón 2 cm. Fellið af. Takið upp jafn margar lykkjur á affelldu brún- inni, prjónið vasann og saumið saman. Saumið stuðlaprjónið niður á hliðunum frá réttu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.