Vikan - 24.01.1963, Qupperneq 47
„Vitanlega hryggir það mig. Það
á ekki við mig að vola og víla. En
ég mun sakna hans ... Mér þótti
vænt um gamla manninn. Við köll-
uðum hann það, Hugo og ég, alltaf.
Gamli maðurinn - sjáið þér til —
það var eitthvað upprunalegt —
mannapa — frumforföður — mann-
kyns ins-legt við hann. Þetta
virðist ekki bera vott um lotningu,
en á bak við það liggur samt raun-
verulega ekki svo lítil ástúð. Vit-
anlega var hann, í sannleika sagt,
sá almesti grautarhaus og gamall
asni, sem nokkurn tíma hefur uppi
verið!“
„Það er athyglisvert, sem þér
segið, ungfrú.“
„Gáfnafar hans var svipað og hjá
lús. Mér þykir leitt að verða að
segja það, en það er satt. Hann
var ekki fær um að leysa af hendi
neins konar andleg störf. Minnizt
þess, að hann hafði mikla skap-
festu. Ævintýralega hugrakkur og
allt þess konar. Gat brotizt norður
á heimskaut, eða háð einvígi. Ég
hef alltaf haldið, að allur þessi fyr-
irgangur í honum hafi stafað af
því, að hann hafi í raun og veru
vitað, að gáfur hans voru ekki upp
á marga fiska. Hver sem var hefði
getað leikið á hann.“
Poirot tók bréfið upp úr vasa
sínum.
„Lesið þetta, ungfrú.“
Hún hljóp yfir það og rétti hon-
um það aftur.
„Svo að það, er þess vegna, sem
þér eruð hingað kominn!“
„Dettur yður nokkuð í hug í sam-
bandi við það. Þetta bréf?“
Hún hristi höfuðið.
„Nei. Þetta er sennilega alveg
rétt. Hver sem var, hefði getað
stolið af blessuðum gamla mannin-
inum. John segir, að síðasti ráðs-
maðurinn á undan honum hafi fé-
flett hann miskunnarlaust. Sjáið þér
til, gamli maðurinn var svo stór-
brotinn og örlátur, að hann lagði
sig aldrei niður við að kynna sér
hvert smáatriði. Hann var auðveld
bráð fyrir fjárglæframenn.“
„Sú mynd, sem þér dragið upp af
honum, ungfrú, er ólík þeirri, sem
almennt er viðurkennd.“
„Ó, já — hann kom sér upp all
góðu dulargervi. Vanda (móðir mín)
veitti honum þá aðstoð, sem hún
framast mátti. Hann kunni því svo
vel að reigsa um og látast vera Guð
almáttugur. Það er þess vegna, sem
ég er að sumu leyti fegin, að hann
er dáinn. Það var honum fyrir
beztu.“
„Ég fylgist ekki alveg með yður
ungfrú.“
„Þetta var alltaf að færast í auk-
ana hjá honum,“ sagði Rut hugs-
andi. Sá dagur hefði komið, að það
hefði orðið að loka hann inni. Það
var farið að hafa það í flimtingum."
„Vissuð þér, ungfrú, að hann var
að undirbúa erfðaskrá, sem ákvað
að þér erfðuð hann því aðeins, að
þér gengjuð að eiga hr. Trent?“
„Hvílík fjarstæða!“ hrópaði hún.
„En hvað sem því líður, þá er ég
viss um, að það má hnekkja því
ákvæði með lögum. Ég er þess full-
viss, að það er ekki hægt að fyrir-
skipa neinum, hverjum hann eigi
að giftast."
„Ef svo hefði farið, að hann hefði
undirritað slíka erfðaskrá, mynduð
þér þá hafa hagað yður samkvæmt
þeim fyrirmælum, ungfrú?“
Hún glápti.
„Ég — Ég —“
Hún þagnaði. í tvær eða þrjár
mínútur sat hún hikandi og horfði
niður á fætur sér. Ofurlítill moldar-
köggull losnaði af skóhæl hennar
og féll niður á gólfteppið.
Skyndilega mælti Rut Chevenix-
Gore:
„Bíðið við!“
Hún reis á fætur og skundaði út
úr stofunni. Hún kom svo að segja
um hæl aftur með Lake höfuðs-
mann við hlið sér.
„Það er kominn tími til að gera
það opinbert," sagði hún andstutt.
„Það er bezt, að þið fáið að vita
það núna. John og ég vorum gift
í Lundúnum fyrir þremur vikum
síðan.“
TÍUNDI KAFLI.
Af þeim hjónunum, fór Lake höf-
uðsmaður svo langtum meira hjá
sér.
„Þetta kom ákaflega óvænt, ung-
frú Chevenix-Gore — frú Lake, það
hafa fundizt ættin vera orðin svo
úrkynjuð, að hætta væri á, að við
eignuðumst algerlega úrkynjuð
börn. Líklega hefur það verið frem-
ur fávíslegt, þar sem ég er aðeins
kjördóttir, eins og þið vitið. Ég held
að ég sé dóttir einhvers mjög fjar-
skylds ættingja."
„Þér eruð viss um, að hr. Gervase
hafi ekki haft neinn grun um sann-
leikann?“
„Já.“
„Er það rétt, Lake höfuðsmaður?"
spurði Poirot. „Eruð þér alveg viss
um, að það hafi alls ekki borið á
góma, þegar þér áttuð viðræður við
hr. Gervase í dag?“
„Nei, herra. Það var ekkert
minnzt á það.“
„Ég spyr vegna þess, Lake höf-
uðsmaður, að því hefur verið haldið
fram, að hr. Gervase hafi verið í
mjög æstu skapi, eftir að þið höfð-
uð rætt saman, og að hann hafi
einu sinni eða tvisvar látið orð falla
má nú segja,“ sagði Riddle majór..,num ættarsmán.“
„Var engum kunnugt um þessa gift-tó „Það var ekki minnzt á málið,“
ingu ykkar?“
„Nei, við héldum henni alveg
leyndri. John var ekki hrifinn af
þeirri ráðstöfun.“
Lake sagði hálf stamandi:
„Mér — mér er Ijóst, að það er
skammarleg aðferð til þess að koma
fram vilja sínum. Ég hefði átt að
fara beina leið til hr. Gervase —“
Rut tók fram í: —
„Og segja honum, að þú vildir
giftast dóttur hans, og láta sparka
þér út og sjálfsagt hefði hann svipt
mig arfi, sett allt heimilið á annan
endann, og svo hefðum við getað
frætt hvort annað um, hve fallega
við hefðum farið að ráði okkar!
Nei, trúðu mér, mín aðferð var betri!
Þegar einhverju er lokið, þá er því
lokið. Víst hefði samt orðið gaura-
gangur, en hann hefði liðið hjá.“
Lake var enn vansæll á svipinn.
„Hvenær höfðuð þér í hyggju að
tilkynna hr. Gervase þessi tiðindi?“
spurði Poirot.
„Ég var að undirbúa jarðveginn.
Hann hafði haft grun á okkur John,
svo að ég lézt beina athygli minni
að Godfrey. Vitanlega hefði hann
orðið viti sínu fjær út af því. Ég
reiknaði dæmið þannig, að honum
hefði nærri því létt við það, að
heyra fregnina um giftingu okkar
Johns!“
„Vissi nokkur maður um þessa
giftingu?"
„Já, ég sagði Vöndu loks frá
henni. Ég vildi fá hana á mitt band.“
„Og heppnaðist yður það?“
„Já. Hún hafði, sjáið þér til, ekki
mikinn áhuga á því að ég giftist
Hugo — sennilega af því, að við
vorum frændsystkin. Henni virðist
endurtók Lake. Hann var orðinn
náfölur.
„Það var í síðasta sinn, sem þér
sáuð hr. Gervase?“
„Já, ég hef þegar sagt yður það.“
„Hvar voruð þér klukkan fimm
mínútur yfir átta í kvöld?“
„Hvar ég var? Heima hjá mér. f
hinum enda þorpsins, um það bil
hálfa mílu héðan.“
„Þér komuð ekki til Hamborough
Close eitthvað um það leyti?“
„Nei.“
Poirot sneri sér að stúlkunni.
„Hvar voruð þér, ungfrú, þegar
faðir yðar skaut sig?“
„Úti í garði.“
„Úti í garði? Þér heyrðuð skotið?“
„Já. En ég hugsaði ekkert veru-
lega um það. Ég hélt, að einhver
væri að skjóta kanínur, en ég minn-
ist þess samt núna, að mér heyrðist
það vera mjög nærri.“
„Hvaða leið komuð þér aftur inn
í húsið?“
„Ég kom inn um þennan glugga."
Rut benti með höfðinu á gluggann
fyrir aftan hana.
„Var nokkur hér inni?“
„Nei. En Hugo og Súsanna og
ungfrú Lingard komu inn úr for-
salnum rétt í sömu andrá. Þau voru
að skrafa um skot, morð og fleira.“
„Ég skil,“ sagði Poirot. „Já, ég
lield að ég skilji núna ...“
Riddle majór sagði hálf hikandi:
„Jæja — e-e — þakka ykkur
fyrir. Ég held, að þetta sé nóg í
bili"
Rut og maður hennar sneru sér
við og gengu út.
„Ja, hver fjandinn —“ byrjaði
Riddle majór, og bætti svo við
fremur vonleysislega: „Það verður
alltaf.flóknara og flóknara."
Poirot kinkaði kolli. Hann hafði
tekið upp litla moldarköggulinn,
sem hafði dottið af skóhæl Rutar
og hélt hugsandi á honum í hend-
inni.
„Það er álíka og brotni spegillinn
á veggnum," sagði hann. „Dauðs
manns spegillinn. Hver ný stað-
reynd, sem við fræðumst um, sýnir
okkur einhverja nýja hlið á hinum
dána manni. Hann endurspeglast
frá öllum hugsanlegum sjónarmið-
um. Áður en langt um líður verður
myndin orðin fullkomnari ...“
Hann reis á fætur og lét litla
moldarköggulinn umhyggjusamlega
í bréfakörfuna.
„Ég skal segja yður nokkuð, vin-
ur minn. Lykillinn að allri þessari
ráðgátu er spegillinn. Farið inn í
skrifstofuna og aðgætið það sjálf-
ur, ef þér trúið mér ekki.“
Riddle majór sagði með áherzlu:
„Ef það er morð, þá er það yðar
að sanna það. Ef þér spyrjið mig,
þá svara ég hiklaust, að það sé
sjálfsmorð. Tókuð þér eftir því, sem
stúlkan sagði, að fyrrverandi ráðs-
maður hefði féflett hr. Gervase?
Ég skal veðja, að Lake hefur sagt
þá sögu sjálfum sér til hags. Líklega
hefur hann verið að búa svolítið
í haginn fyrir sig, hr. Gervase hefur
grunað það, og kallað yður, af því
að hann vissi ekki, hve langt var
komið samdrætti þeirra Lakes og
Rutar. f dag hefur svo Lake skýrt
honum frá því, að þau væru gift.
Það hefur brotið Gervase niður. Nú
var ,of seint' að aðhafast nokkuð.
Hann ákvað að draga sig út úr því
öllu. Sannleikurinn er sá, að vit
hans, sem aldrei var í fullu jafn-
vægi, þegar bezt lét, hefur bilað.
Mín skoðun er sú, að það sé þetta,
sem hefur gerzt. Hvað hafið þér
fram að færa gegn þessu?“
Poirot nam staðar í miðri stof-
unni.
„Hvað ég hafi fram að færa?
Þetta: Ég hef ekkert fram að færa
gegn kenningu yðar — en hún nær
of skammt. Það eru viss atriði, sem
hún tekur ekki með í reikninginn.“
„Eins og til dæmis?“
„Ósamræmið í frásögnunum um
skap hr. Gervase í dag, hvernig blý-
antur Burys ofursta fannst, vitnis-
burður ungfrú Cardwell (sem er
mjög þýðingarmikill), vitnisburður
ungfrú Lingard um það, í hvaða
röð fólkið kom niður til miðdegis-
verðar, hvernig stóll hr. Gervase
stóð, þegar að var komið, bréfpok-
inn, sem var undan appelsínum, og
svo loks brotni spegillinn, hinn al-
mikilsverðasti lykill í málinu.“
Riddle majór glápti.
„Ætlið þér að segja mér, að það
sé nokkuð á þessum þvættingi að
græða?“ spurði hann.
Hereule Poirot svaraði blíðlega:
„Ég vona, að geta sýnt fram á
það — á morgun."
ELLEFTI KAFLI.
Það var rétt um sólarupprás, sem
Hercule Poirot vaknaði morguninn
eftir. Honum hafði verið vísað til
herbergis í austurhlið hússins.
Hann steig fram úr rúminu, dró
gluggatjaldið til hliðar, og sá sér
til ánægju að sólin var komin upp
og að morgunninn var fagur.
Hann tók að klæðast með sinni
venjulegu nákvæmu umhyggjusemi.
Þegar hann hafði lokið við að klæða
VIKAN 47