Vikan - 24.01.1963, Side 48
sig, fór hann í þykkan frakka og
vafði trefli um hálsinn.
Því næst læddist hann á tánum
út úr herberginu og um hljótt húsið,
niður í setustofuna. Hann opnaði
glerhurðina hljóðlega og gekk út
í garðinn.
Sólin var nýkomin upp. Það var
mistur í loftinu, góðviðrismóða.
Hercule Poirot gekk eftir steinlögðu
stéttinni, fyrir hornið á húsinu, þar
til hann kom að gluggunum á skrif-
stofu hr. Gervase. Þar nam hann
staðar og litaðist um. Rétt framan
við gluggana var grasræma, sem
lá meðfram húsinu. Fyrir framan
hana var breitt blómabeð. Liljurnar
stóðu enn í blóma. Fyrir framan
beðið var svo steinstéttin, sem
Poirot stóð á. Grasræma lá frá
grasræmunni meðfram húsinu út að
steinstéttinni. Poirot rannsakaði
hana vandlega og hristi svo höfuðið.
Síðan sneri hann athyglinni r.ð beð-
inu beggja megin við hana.
Hann kinkaði kolli mjög hægt.
í beðinu hægra megin voru spor,
greinileg í mjúkri moldinni.
Meðan hann var að virða þau
fyrir sér með hrukkað enni, heyrði
hann eitthvert hljóð og leit snöggt
upp.
Fyrir ofan hann hafði verið opn-
að,ur gluggi. Hann kom auga á
rauðhært höfuð. Innrammað í rauð-
gullinn geislabaug sá hann gáfu-
legt andlit Súsönnu Cardwell.
„Hvað í ósköpunum eruð þér að
aðhafast um þetta leyti dags, hr.
Poirot? Smávegis njósnir?“
Poirot hneigði sig af ýtrustu
kurteisi.
„Góðan dag, ungfrú. Já, svo er
sem þér segið. Nú sjáið þér leyni-
lögreglumann -—• mikinn leynilög-
reglumann, held ég meira að segja
— að starfi sínu.“
Það var ekki laust við skrúð-
mælgi í svarinu. Súsanna hallaði
undir flatt.
„Ég verð að muna eftir þessu í
dagbókina mína,“ sagði hún. „Á ég
að koma niður og hjálpa til?“
„Það þætti mér stóránægjulegt."
„Ég hélt fyrst að þér væruð inn-
brotsþjófur. Hvaða leið fóruð þér
út?“
„Út um gluggann í dagstofunni."
„Ég verð komin eftir eina mín-
útu.“
Og það stóð heima. Að því er
virtist stóð Poirot nákvæmlega í
sömu sporum eins og þegar hún
hafði séð hann fyrst.
„Þér eruð snemma á ferli, ung-
frú.“
„Ég hef ekki sofið reglulega vel.
Það var að grípa mig sama ang-
istin og venjulega grípur mann
klukkan fimm að rnorgni."
„Það er nú ekki alveg svo
snemmt!“
„En mér finnst það. Jæja þá, yfir-
njósnari minn, að hverju erum við
að gá?“
„Já, takið þér nú eftir — fót-
spor.“
„Þau eru hér.“
„Þau eru fjögur,“ hélt Poirot
áfram. „Sjáið þér, ég skal benda
yður á þau. Tvö þeirra liggja að
glugganum og tvö frá honum.“
„Eftir hvern eru þau? Garðyrkju-
manninn?“
„Ungfrú, kæra ungfrú! Þessi spor
eru gerð af litlum, snotrum, háhæl-
uðum kvenskóm. Lítið á, sannfærið
yður sjálf. Ég bið yður að stíga
í moldina hérna við hliðina á þeim.“
Súsanna hikaði stundarkorn, svo
48 VIKAN
steig hún fætinum gætilega í mold-
ina á þeim stað, sem Poirot benti
á. Hún var í litlum háhæluðum
morgunskóm úr dökkbrúnu leðri.
„Þarna sjáið þér, yðar spor er
því nær jafn stórt. Því nær, en ekki
alveg. Hin eru eftir lítið eitt lengri
fót en yðar. Ef til vill eftir ungfrú
Chevenix-Gore — eða ungfrú Ling-
ard — eða jafnvel frú Chevenix-
Gore.“
„Ekki frú Chevenix-Gore — hún
hefur örsmáa fætur. Kvenfólk á
þeim tímum reyndi að gera fætur
sína smáa. Og ungfrú Lingard geng-
ur á skrítnum lághæluðum skóm.“
„Þá eru sporin eftir ungfrú
Chevenix-Gore. Já, alveg rétt, ég
man að hún gat þess, að hún hefði
verið úti í garði í gærkvöldi."
Hann gekk á undan sömu leið til
baka umhverfis húsið.
„Erum við enn að njósna?“ spurði
Súsanna.
„Já, vitanlega. Nú skulum við
fara inn í skrifstofu hr. Gervase."
Hann gekk á undan. Súsanna
Cardwell kom á eftir.
Hurðin hékk enn hálf dapurleg
útlits. Inni var allt í sömu skorðum
og kvöldið áður. Poirot dró glugga-
tjöldin frá og hleypti inn dagsbirt-
unni.
Hann stóð og horfði út á blóma-
beðið í eina eða tvær mínútur, því
næst sagði hann:
„Þér hafið ekki, býst ég við, ung-
frú, kynnzt innbrotsþjófum neitt að
ráði?“
Súsanna Cardwell hristi rauð-
hærða höfuðið.
Ég er hrædd um ekki, hr. Poirot.“
„Lögregluforinginn hefur heldur
ekki verið svo heppinn að hafa vin-
samleg kynni af þeim. Samneyti
hans við glæpastéttirnar hefur allt-
af verið í strangasta embættisnafni.
Því er öðruvísi varið með mig. Einu
sinni átti ég mjög skemmtilegar
viðræður við innbrotsþjóf. Hann
sagði mér dálítið athyglisvert um
glerhurðir — bragð, sem mætti nota
ef læsingin væri nægilega liðug.“
Um leið og hann talaði, sneri hann
handfanginu á vinstri glugganum,
miðásinn kom upp úr grópi sínu
í jörðinni, og Poirot gat dregið að
sér báða gluggavængina. Þegar
hann hafði opnað þá upp á átt, lok-
aði hann þeim aftur — lagði þá aft-
ur, án þess að snúa handfanginu, svo
að miðásinn gengi ekki niður í
grópið. Hann sleppti handfanginu,
beið andartak, sló síðan snöggt,
skarpt högg ofarlega á miðjan ás-
inn. Við höggið hrökk ásinn niður
í jarðgrópið — og handfangið snerist
sjálfkrafa um leið.
„Þér skiljið, ungfrú?“
„Ég held það.“
Súsanna hafði fölnað í framan.
„Nú er glugginn lokaður. Það er
ómögulegt að komast inn í herbergi,
þegar glugginn er lokaður, en það
er hægt að fara út úr herbergi,
draga hurðirnar aftur að utan, og
slá síðan á þær eins og ég gerði, og
boltinn rennur niður í grópið og
handfangið snýst. Þá er glugginn
harðlokaður, og hver, sem liti á
hann mundi segja, að honum hefði
verið lokað að innan.
„Er það þetta“ — Súsanna var
ofurlítið skjálfrödduð — var það
þetta, sem gerðist í gærkvöldi?"
„Já, ég býst við því, ungfrú.“
„Ég trúi því alls ekki,“ sagði Sús-
anna ofsalega.
Poirot svaraði ekki. Hann ,gekk
yfir að arinhillunni. Svo snarsneri
hann sér við.
„Ungfrú, ég þarf á yður að halda
sem vitni. Ég hef þegar eitt vitni,
hr. Trent. Hann sá, þegar ég fann
þessa litlu flís úr spegli í gærkvöldi.
Ég sagði honum frá því. Ég lét hana
á sama stað handa lögreglunni. Ég
sagði jafnvel lögregluforingjanum,
að brotni spegillinn væri verð-
mætur lykill. En hann notfærði sér
ekki bendingu mína. Nú eruð þér
vottur að því, að ég læt þessa spegil-
flís (sem ég, munið það, hef þegar
vakið athygli hr. Trents á) í lítið
umslag — svona.“
Hann lét flísina í umslag. „Og ég
skrifa utan á það — svona — og lími
það aftur. Þér eruð vottur að því,
ungfrú?“
„Já — en — en ég veit ekki hvaða
þýðingu það hefur.“
Poirot gekk yfir að hinni hlið
herbergisins. Hann stóð fyrir fram-
an skrifborðið og starði á mölbrot-
inn spegilinn á veggnum fyrir fram-
an sig.
„Ég skal segja yður, hvaða þýð-
ingu það hefur, ungfrú. Ef þér hefð-
uð staðið hérna í gærkvöldi og horft
á þennan spegil, hefðuð þér getað
séð morðið framið ...“
TÓLFTI KAFLI.
Einu sinni á ævinni kom Rut
Chevenix-Gore — nú Rut Lake —
á réttum tíma niður til morgun-
verðar. Hercule Poirot var í for-
salnum og tók hana afsíðis áður en
hún fór inn í borðstofuna.
„Ég þarf að spyrja yður einnar
spurningar, frú.“
„Já.“
„Þér voruð úti í garðinum í gær-
kvöldi. Stiguð þér nokkurn tíma út
í blómabeðið fyrir framan skrif-
stofuglugga hr. Gervase?“
Rut starði á hann.
„Já, tvisvar.“
„Nú! Tvisvar. Hvernig tvisvar?“
„f fyrra sinnið var ég gð tína
liljur. Það var um klukkan sjö.“
„Var það ekki fremur óvenjulegt,
að tína blóm um það leyti dags?“
„Jú, satt að segja var það. Ég
hafði gengið frá blómunum í gær-
morgun, en eftir tedrykkju sagði
Vanda, að blómin á miðdegisverðar-
borðinu væru ekki nógu góð. Ég
hélt, að þau mundu verða í lagi,
svo að ég hafði ekki tekið ný blóm.“
„En móðir yðar bað yður að gera
það? Er það rétt?“
„Já. Ég fór þess vegna út rétt
fyrir sjö. Ég tók þau á þeim stað
í blómabeðinu af því að varla nokk-
ur maður fer þangað, svo að ekki
kom að sök þó að útlitið spilltist
þar.“
„Já, já, en í seinna sinnið? Þér
fóruð þangað aftur, sögðuð þér?“
„Það var rétt fyrir miðdegisverð.
Ég missti dropa af hárfeiti í kjólinn
minn — beint á öxlina. Ég nennti
ekki að hafa kjólaskipti og ekkert
af tilbúnu blómunum mínum fór
vel við gula kjólinn. Ég mundi eftir,
að ég hafði séð síðbúna rós, þegar
ég var að tína liljurnar, svo að ég
skauzt út, náði í hana og nældi hana
á öxlina.
Poirot hneigði höfuðið hægt.
„Já, ég man að þér voruð með
rós í gærkvöldi. Hvað var klukk-
an þegar þér tínduð hana?“
„Svei mér ef ég veit það.“
„En það er mjög mikilvægt, frú.
Hugsið yður vel um.“
Rut hrukkaði ennið. Hún leit
snöggt á Poirot og síðan af honum
aftur.
„Ég get ekki sagt það nákvæm-
lega,“ sagði hún að lokum. „Það
hlýtur að hafa verið — ó, auðvitað
— það hlýtur að hafa verið nálægt
fimm mínútum yfir átta. Það var
á leiðinni til baka fram með hús-
inu, sem ég heyrði bjölluna hringja,
og svo þennan undarlega hvell. Ég
flýtti mér af því að ég hélt að þetta
væri seinni hringingin en ekki sú
fyrri.“
„Ó, svo þér hélduð það — og
reynduð þér ekki við skrifstofu-
glugggann, þegar þér stóðuð þarna
í beðinu?"
„Jú, reyndar gerði ég það. Mér
datt í hug, að hann kynni að vera
opinn og það væri fljótlegra að fara
inn þá leið. En hann var læstur.“
„Þá liggur allt ljóst fyrir. Ég óska
yður til hamingju, frú.“
Hún starði á hann.
„Hvað eigið þér við?“
„Að þér getið gefið skýringu á
öllu, moldinni á skónum yðar, spor-
um yðar í blómabeðinu, fingraför-
um yðar utan á glugganum. Það
kom sér mjög vel.“
Áður en Rut gat svarað, kom
ungfrú Lingard hlaupandi niður
stigann. Hún var undarlega dökk-
rjóð í kinnum, og það virtist koma
dálítið óþægilega við hana að sjá
þau Poirot og Rut standa saman.
„Ég bið afsökunar,“ sagði hún.
Er nokkuð að?“
Rut sagði reiðilega:
„Ég held að hr. Poirot sé orðinn
brjálaður!"
Hún strunsaði fram hjá þeim og
inn í borðstofuna. Ungfrú Lingard
leit furðu lostin á Poirot.
Hann hristi höfuðið.
„Eftir morgunverðinn,“ sagði hann,
„mun ég gefa skýringu. Mér þætti
vænt um, ef allir vildu koma saman
í skrifstofu hr. Gervase klukkan
tíu.“
Hann endurtók þessi tilmæli, þeg-