Vikan


Vikan - 24.01.1963, Síða 50

Vikan - 24.01.1963, Síða 50
SOLUIORH SOLUVERÐLAUN SKIOA- OG SIEÞAFERO verður farin á vegum Vikunnar um miðjan marz, upp að Skíðaskála í Hveradölum. Rétt til þátttöku fá öll sölubörn, sem selja 25 blöð í 5 skipti eða alls 125 blöð í 4 skipti. Ljósmyndari blaðsins verður með í ferðinni og myndir birtast síðar í Vik- unni. Keppni um þessi söluverðlaun byrjar með næsta blaði. arróm. „Rétt áðan hélduð þér að ég hefði gert það.“ „Nei, nei,“ Poirot hristi höfuðið. „Nei, ég hef aldrei haldið það.“ Rut gekk hægt út. Poirot var einn eftir með litlu, snyrtilegu miðaldra konunni, sem rétt í þessu hafði játað á sig að hafa með köldu blóði framið kænlega undirbúið morð. „Nei,“ sagði ungfrú Lingard. „Þér hélduð ekki, að hún hefði gert það. Þér ákærðuð hana, til þess að láta mig tala. Það er sannleikurinn, er ekki svo?“ Poirot hneigði höfuðið. „Á meðan við bíðum,“ sagði ung- frú Lingard í samræðutón, „vilduð þér ef til vill segja mér, hvað það var, sem kom yður til að gruna mig.“ „Sitt af hverju. Fyrst og fremst það, sem þér sögðuð um hr. Ger- vase. Jafn stærilátur maður og hr. Gervase mundi aldrei fara niðrandi orðum um systurson sinn við óvið- komandi mann, allra sízt konu í yðar stöðu. Ætlun yðar var, að hleypa stoðum undir sjálfsmorðs- kenninguna. Þér gerðuð yður líka far um, að ýta undir þá hugmynd, að ástæðan til sjálfsmorðsins hefði verið eitthvert hneykslismál í sam- bandi við Hugo Trent. Einnig það var nokkuð, sem hr. Gervase hefði aldrei minnzt á við ókunnuga. Svo var það hluturinn, sem þér tókuð upp af gólfinu í forsalnum, og sú mikilvæga staðreynd, að þér létuð þess ekki getið, að þegar Rut kom inn í setustofuna, kom hún utan lir garðinum. Og svo fann ég bréfpok- ann — hlut, sem mér kom mjög á óvart að finna í bréfakörfu í dag- stofunni í húsi eins og Hamborough Close! Þér voruð sú eina, sem hafði verið í dagstofunni, þegar „skotið“ heyrðist. Þessi brella með bréfpok- ann var einmitt af því tagi, sem kvenmanni mundi detta í hug — snjallt, heimabruggað bragð. Svo að þetta kom allt heim. Viðleitnin til að leiða grun að Hugo, en bægja honum frá Rut. Aðferðin við glæp- inn — og ástæðan til hans.“ Litla gráhærða konan hreyfði sig. „Þér vitið ástæðuna?" „Ég held það. Gæfa Rutar — það var ástæðan! Ég geri ráð fyrir, að þér hafið séð hana með John Lake — þér vissuð, hvernig málum þeirra var komið. Og þar sem þér áttuð auðveldan aðgang að skjölum hr. Gervase, rákust þér á uppkastið að nýju erfðaskránni — þar sem Rut var svipt arfi, ef hún gengi ekki að eiga Hugo Trent. Þá ákváðuð þér að taka lögin í yðar eigin hend- ur, og færa yður í nyt þá staðreynd, að hr. Gervase hafði skrifað mér. Sennilega hafið þér séð afrit af bréfinu. Hvaða hrærigrautur af grun og ótta hefur komið honum til að skrifa mér í fyrstu, veit ég ekki. Hann hlýtur að hafa grunað annaðhvort Burrows eða Lake um að stela frá sér á skipulagðan hátt. Og vegna óvissu hans um tilfinning- ar Rutar, hefur hann leitað einka- rannsóknar. Þér færðuð yður þetta í nyt, og settuð sjálfsmorðið á svið að yfirlögðu ráði, og studduð sjálfs- morðskenninguna með þeirri frá- sögn, að hann hefði verið í þungu skapi út af einhverju í sambandi við Hugo Trent. Þér senduð mér símskeyti og skýrðuð frá því, að hr. Gervase hefði látið þau orð falla, að ég mundi koma ,of seint‘.“ „Gervase Chevenix-Gore,“ sagði ungfrú Lingard hörkulega, „var harðstjóri, gortari og vindbelgur! Ég ætlaði mér ekki að láta hann leggja hamingju Rutar í rúst.“ „Rut er dóttir yðar?“ sagði Poirot vingjarnlega. „Já, hún er dóttir mín — ég hef oft hugsað til hennar. Þegar ég heyrði, að hr. Gervase Chevenix- Gore vantaði einhvern til þess að hjálpa sér við ættarsöguna, greip ég tækifærið. Mér var forvitni á að sjá — stúlkuna mína. Ég vissi, að frú Chevenix-Gore mundi ekki þekkja mig aftur. Það eru mörg ár síðan — ég var ung og lagleg þá, og ég hef skipt um nafn síðan. Auk þess er frú Chevenix-Gore svo reikul, að hún man ekkert með vissu. Mér féll vel við hana, en ég hataði Chevenix-Gore-ættina. Þeir fóru með mig eins og aurinn undir fótum sér. Og nú var Gervase á góðri leið að leggja líf Rutar í rúst vegna drambs og hroka. En ég tók þá á- kvörðun, að hún skyldi verða ham- ingjusöm. Og hún verður hamingju- söm — ef hún fær aldrei að vita um mig!“ Þetta var bæn — ekki spurning. Poirot hneigði höfuðið blíðlega. „Það skal enginn komast að því hjá mér.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði ungfrú Lingard hæglátlega. Síðar, þegar lögreglan var komin og farin, rakst Poirot á Rut Lake ásamt manni sínum úti í garðinum. Hún mælti í ögrandi róm: „Hélduð þér í raun og veru, að ég hefði gert það, hr. Poirot?“ „Ég vissi, frú, að þér gátuð ekki hafa gert það — vegna liljanna.“ „Liljanna? Ég skil það ekki.“ „Frú, fótsporin í beðinu voru fjögur og aðeins fjögur. En ef þér hefðuð verið að tína blóm þar, hefðu þau verið miklu fleiri. Það sýndi, að eftir að þér fóruð út í fyrra skipt- ið, en áður en þér fóruð út í seinna skiptið, hafði einhver afmáð öll þessi spor. Það gat enginn hafa gert nema sá seki, og fyrst yðar fótspor í seinna skiptið höfðu ekki verið afmáð, var augljóst, að þér voruð ekki sek.“ Það birti yfir Rut. „Ó, nú skil ég. Sjáið þér til — ég býst við, að það sé óttalegt, en mig tekur dálítið sárt til þessarar vesalings konu. Því verður ekki neitað, að hún vildi heldur játa sekt sína, en að ég yrði sakfelld — eða hún hélt það að minnsta kosti. Það var — drengilega gert á sinn hátt. Ég má ekki til þess hugsa, að hún eigi að ganga undir réttar- rannsókn fyrir morð.“ Poirot sagði vingarnlega: „Hafið ekki áhyggjur af því. Það mun ekki til þess koma. Læknirinn hefur sagt mér, að hún hafi alvar- legan hjartakvilla. Hún mun ekki lifa margar vikur.“ „Það þykir mér vænt um að heyra. Rut sleit upp síðsprottna sverðlilju og þrýsti henni letilega að vanga sínum. „Vesalings konan. Mér þætti gam- an að vita, hvers vegna hún gerði það ...“ SÖGULOK. 50 vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.