Vikan - 31.01.1963, Síða 6
A0EIHS FYRIR KARIMENH
Sú fallega. Hún hefur athyglisverða snoppu,
veit það og eyðir of miklum tíma í sjálfa
sig. Oft frekar einmana.
Þó að fæstir karlmenn séu tilbúnir að
viðurkenna það, líta þeir undantekningalaust
á stúlkur sem þeir kynnast, sem hugsanlegar
eiginkonur, jafnvel þó að þeir séu ekki í
neinum giftingarhugleiðingum. Þeir eru
stöðugt að velta þessu fyrir sér, jafnvel þó
að þeir hafi í augnablikinu mjög óheiðar-
legar fyrirætlanir. Flestir karlmenn hafa
talið sjálfum sér trú um að þeir hafi aðeins
áhuga fyrir vissri „typu“ af stúlkum. Þetta
er tóm vitleysa, eins og þeir munu fljótt
sjá, ef þeir líta yfir farinn veg. Stúlkurnar
sem þeir hafa verið skotnir í, eiga fátt ann-
að sameiginlegt en að ganga á tveim fótum.
Áður en við snúum okkur að því að lýsa
helztu tegundum kvenna, er rétt að taka
það fram, að það hefur hingað til ekki tek-
izt neinum karlmanni, að skilja konur. Við
ætlum ekki að reyna það, heldur líta yfir
nokkrar staðreyndir, sem geta orðið ykkur
til leiðbeiningar. Að sjálfsögðu heyrir engin
stúlka til einum flokki algerlega. Líklegra
og æskilegra er að hún sé blanda úr mörgum.
Það sem gerir þó allra erfiðast fyrir, við
að komast að niðurstöðu um konur, er þessi
tilhneiging þeirra að vera aldrei alveg eins,
frá degi til dags. Þetta getur verið mjög
þreytandi, en þó- er það þetta, sem kemur
í veg fyrir að menn verði leiðir á konunni
sinni á fyrsta hálfa árinu. Því meira sem
hún hefur af þessum eiginleika, því skemmti-
legra verður hjónabandið, en því storma-
samara líka. Við byrjum að ræða um þá rómantísku,
þar sem hún er tiltölulega algeng.
Sú rómantíska er oft mjög skemmtileg stúlka. Það
stafar ekki sízt af því að allir karlmenn eru meira eða
minna rómantískir, þó að ekki vilji þeir viðurkenna það
fyrir nokkurn mun. Hún er yfirleitt góð stúlka, tilfinn-
inganæm og góðhjörtuð.Þó er það verra að hún getur
alveg eins verið væmin og tilfinningasöm. Verið góðir
við þessa stúlku. Hún á það skilið, því að öll hennar
innstilling hneigist að því a.ð vera góð við ykkur, ekki
sízt ef þið hafið vit á því, að ganga með henni suður
í Hljómskálagarð og tala um hve máninn sé dásamleg-
ur, eða fara út í Örfirisey og horfa á sólina setjast. Hún
er mjög hrifin af Fríkirkjuveginum, vegna ljóðs Tómasar
og ef hún les einhver ljóðskáld, eru það vafalaust Tómas
o" Davíð. Annað sem hún kann að lesa er allt róman-
tísk vella, sem þið gætuð ekki lesið nema að halda
fyrir nefið. Reynið fyrir alla muni að láta hana ekki
lána ykkur bækur, því að hún mun kynna sér hvort
þið hafið lesið þær, með stöðugum spurningum um hvort
það hafi ekki verið dásamlegt, þegar greifinn giftist
stofustúlkunni fátæku. Vei þeim manni, sem þá segir:
„Bölvaður asni var greifinn að giftast henni, fyrst sú
dökkhærða og ríka vildi hann“. Giftist þessari stúlku
fyrir alla muni, ef þið viljið aldrei sjá aðrar kvikmyndir
framar, en þær sem leiknar eru af Rock Hudson og Doris
Day, ef þið viljið aldrei sjá aðrar bækur en þær sem
heita Eldur ástarinnar, Eldheit ást, Sigur ástarinnar,
Ástin sigrar, eða eitthvað svipað. Þessi stúlka getur vel
orðið góð húsmóðir, en það er veruleg hætta á að hún
fái mikinn smekk fyrir jarðarfarir, um það leyti sem
hún verður fertug, og sæki þær af miklu kappi. Eftir
Sú sem á bíl. Hún hefur öll völd með-
an hún er við stýrið og þegar maður
á ekki bíl sjálfur er hann í voðalegri
aðstöðu.
Sú giftingarsjúka. Verður alltaf eigin-
kona, en sjaldan góð eiginkona. Er til
með að slá af kröfunum, ef sá herða-
breiði lætur standa á sér.
ERTU AÐ LEITA AÐ KONU?
0 VIKAN