Vikan - 31.01.1963, Page 7
Sú sem er hrædd við karlmenn.
Kyssir menn á kinnina í fjölmenni,
en stirðnar upp, ef komið er við
hana fyrir ofan úlnliði.
það verða samræðurnar á heimilinu
allar um líkræður. Ekki uppörvandi
eftir erfiðan dag.
Sú giftingarsjúka á oft eitthvað
sameiginlegt með þeirri rómantísku,
en þær eru alls ekki í sama flokki.
Þessi er til dæmis miklu verra eig-
inkonuefni, þó að miklu meiri
hætta sé á að þið giftist henni, þar
sem hún er miklu ágengari. Þessi
stúlka er venjulega um eða yfir
tvítugt, í sæmilegri vinnu, ekki rík,
en hefur næga nasasjón af auðæf-
um til að vita, að þau vill hún fá.
Hana dreymir um háan herðabreið-
an mann og allt það gull og ger-
semar, sem sá hinn sami þarf að
eiga. Látið ekki þessa drauma svæfa
ykkur til falskrar öryggiskenndar.
Þó að þið kunnið að vera innskeifir,
hjólbeinóttir og pervisalegir, er hún
alveg til í að slá eitthvað af draum-
unum, til að geta gift sig, sér í lagi
ef hana grunar að þið munið eiga
eitthvað af peningum, eða eigið
möguleika á að eignast þá. Hitt er
svo annað mál, að hún lætur mann-
inn sinn aldrei gleyma því að hún
giftist honum, þó að einn hár,
herðabreiður og ríkur hafi verið á
boðstólnum. Þetta tyggur hún upp
í sífellu, þangað til hún trúir því
sjálf. Eftir það fyrirgefur hún hvorki
Stúlkan, sem notar karlmenn.
Oft á skemmtistöðum með gift-
um mönnum. Fínt klædd en mjög
varhugaverð. Forstjórinn verður
sérstaklega að gæta þess, að gera
hana ekkj að einkaritara.
Sú metnaðargjarna. Henni nægir ekki
jafnrétti, óhemju góð fyrirvinna, en hald-
in stórhættulegum nútímasjúkdómi.
manninum né sjálfri sér þessi herfi-
legu mistök. Þessi stúlka er hættu-
leg, því að hún verður sjaldan góð
eiginkona, en verður þó yfirleitt
alltaf eiginkona. Það er með hana
eins og annað fólk, sem ekki hefur
nema eitt markmið í lífinu, hún nær
því yfii'leitt. Piltar, þið eigið fótum
fjör að launa í þessu tilfelli.
Sú metnaðargjarna er haldin
stórhættulegum nútímasjúkdómi,
sem þjáir mestan hluta kvenkyns-
ins. Henni nægir það ekki að hafa
jafnrétti við manninn, vera honum
jafnfætis. Hún vill vera eins og
hann, gera sömu hluti og hann og
ef hægt er, vera honum nokkru
fremri. Þessi stúlka er oft huggu-
leg, og þá venjulega vegna þess
að hún telur heppilegt að vera
hugguleg. Það veikir karlmenn í
viðskiptum við hana. Hún gengur
í dragt, með karlmannlega sniðn-
um jakka og í blússu sem líkist
karlmannsskyrtu. Hún er óhemju
dugleg og ef þið hafið áhuga á að
giftast fyrirvinnu, er þetta mann-
eskjan sem þið eruð að leita. Hún
mun vinna fyrir manni sínum um-
yrðalaust, en fyrirlíta hann af
hjarta. Verði hún fyrir því að eign-
ast börn, sem koma í veg fyrir að
hún geti starfað utan heimilisins, mun
hún snúa sér að heimilinu og halda því
í svo grimmilega góðu standi, að hvergi
má leggja frá sér logandi vindil. Hún
mun ota manni sínum áfram án miskunn-
ar og hefur alltaf einhvern til að bera
hann saman við. Það er erfitt að vinna
fyrir henni, en hún er góð fyrirvinna.
Sú metnaðarlausa á bágt og full ástæða
til að vorkenna henni. Hún er algert rek-
ald í lífinu. Hún hefur engan áhuga fyr-
ir vinnunni og sinnir henni því ekki meira
en svo vel og hefur heldur ekki neinn
verulegan áhuga á neinu öðru. Hún er
mjög óvönd að félagsskap og lítur svo á
að hún geti alveg eins umgengizt þig eins
og hvern annan. Ef maður fer út með
henni, getur hann alveg eins átt von á
því að sjá hana með frægum róna daginn
eftir. Hún gerir engan greinarmun á fólki,
og þó að það sé dyggð að gera ekki manna-
mun, má ganga of langt í því. Hún er
hamingjusöm, að svo miklu leyti sem
hún getur verið það, ef hún á fyrir næstu
máltíð. Hún hefur litlar tilfinningar, en
ef hún sýnir þær veit hún oftast ekki
hvernig bezt er að sýna þær. Hún er
alltaf í hættu fyrir ófyrirleitnum mönn-
um og lendir oft í óhöppum, svo sem að
eignast barn, og það er alltaf stúlka af
þessari gerð, sem veit ekki hver faðirinn
er. Það er þó verra, að það er engin trygg-
ing fyrir hegðun hennar að hún gifti sig.
Sú veraldarvana. Skemmti-
leg og kann sig vel. Heill-
andi en erfið og verður oft-
ast mjög góð húsmóðir.
Það eru talsverðar líkur
til að hún verði jafn kæru-
laus innan hjónabands sem
utan.
Sú skemmtanasjúka er
furðu algengt fyrirbæri.
Hún er alltaf að skemmta
sér og það einkennir hana
að hún metur skemmtanir
fremur eftir magni en
gæðum. Ef hún fer út að
skemmta sér er ekkert
gaman, nema skemmtunin
standi fram undir morgun
og því meira er gaman,
sem fleiri flöskur eru
drukknar. Það er þó at-
hugandi að skemmtunin
er ekki aðalatriðið, heldur
það að tala um hana eftir
á. Hún er gjarnan grá,
tuskuleg og í vondu skapi,
fram eftir degi, en úr því
fer að rökkva minnka
baugarnir undir augunum
og hún fer að lifna við.
Hún talar mikið og er oft
skemmtileg, en sjaldan
kemur það fyrir hana að
segja nokkuð, sem athygl-
isvert getur talizt. Þegar
hún giftist er hætta á að
Framhald á næstu síðu.
OG HELZTU
EINKENNI
ÞEIRRA
VIKAN 7