Vikan - 31.01.1963, Síða 9
ekkert að tala við hana um annað en
íþróttir, eða þá eitthvað af þessum
venjulegu saumaklúbbaumræðuefnum,
sem karlmönnum eru ekki létt né
skemmtileg. Hún verður þó góð eigin-
kona, sem fæðir heilsusamleg böm
og vel trúlegt að hún geri menn úr
þeim með dugnaðinum.
Sú fráskilda er gjarnan varasamur
kvenmaður. Hún er ekkert að hika
við að láta þig vita það, ef hún hefur
áhuga fyrir þér. Hún hefur áhuga fyr-
ir karlmönnum, nærri sama hver
þeirra er. Fyrst eftir að hún skilur,
vill hún ekki heyra á giftingu minnzt,
en fljótlega verður henni það efst í
huga. Eitt af því sem er óþægilegt við
hana, er það að hún talar um allskyns
feimnismál, eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Þetta er hún alveg til með
að gera hárri raustu á opinberum stað.
Það er almenn trú að fráskildar
konur séu allar lauslátar og hafi fyrir
engu öðru meiri áhuga. Þetta kann
<3 Sú sem á barn. Hefur orS-
ið fyrir óhappi, sem marg-
ar gæti hent. Engin ástæða
til að fordæma hana og úti-
loka vegna þess.
Sú metnaðarlausa. Hún á
hágt, óvönd að félagsskap
og hættir til að fara í
hundana. — Verður jafn
kærulaus í hjónahandinu.
að vera rétt í sumum tilfellum, en
varla er það almennt. Ef þið verðið
ástfangnir af henni þá giftizt henni,
en varla er ástæða til að leggja áherzlu
á að fá nokkur börn í búið, þegar þið
giftist, nema um mikla ást sé að ræða.
Sú fráskilda er oft lífleg og góður fé-
lagi.
Sú, sem á barn í lausaleik, hefur orð-
ið fyrir óhappi, sem komið gæti fyrir
miklu fleiri kynsystur hennar en raun
ber vitni, ef þær væru ekki heppnari.
Þá er rétt að hafa það í huga að sam-
kvæmt rannsóknum sem fram hafa
farið, er talið að um 20 prósent af
öllum þungunum í hinum vestræna
heimi, endi með fóstureyðingu. Það
er varla ástæða til að ætla að talan
Stúlkan, sem notar karlmenn~;rj
er furðu algeng. Hún sést oft
ein á skemmtistöðum eða þá með
giftum mönnum. Hún er venju-
lega í svo dýrum fötum, að engin
von er til að hún hafi efni á
þeim af launum sínum. Hún er
venjulega heldur fínna klædd
en ástæða er til. Það er skemmti-
legt að fara með henni út, þang-
að til kemur að því að fylgja
henni heim. Þá vill hún annað-
hvort fara ein í bíl, eða að það
má alls ekki fara alveg að hús-
inu. Af hverju það stafar verður
hver að gera upp við sig, en mín
skýring er sú að hún sé að fara
að hitta einhvern annan, sem
ekki má láta sjá sig með henni
í birtu dags. Þetta er ein versta
tegund kvenmanns.
Framhald á bls. 48
Sú iistfenga. Ógreidd og drusluleg
eða frumleg og snyrtileg. Verður
alltaf erfið eiginkona vegna duttl-
unga. Oftast misskilin.
stúlkan verður barnshafandi.
Sú sem er orðin 35 ára er mjög á-
kveðinn kvenmaður. Hún er í leit að
karlmanni, hver sem hann er, hvernig
sem hann er og hvar sem hann er.
Hún á kannski bæði bíl og íbúð og er
í góðri stöðu. Hún er samt orðin þreytt
á öllu saman og orðin örvæntingarfull
yfir því að eiga ekki mann eins og allar
hinar í saumaklúbbnum.
Eins og allar aðrar konur vill hún
helzt fá duglegan og karlmannlegan
mann, þó að hann kunni að vera eitt-
hvað síðri í útliti en Cary Grant. Hún
hefur þó ekki lengur möguleika á að
velja og hafna. Hún getur aðeins vonað
að einhver velji hana. f millitíðinni
reynir hún allt hvað hún getur og not-
ar ekki alltaf til þess skynsamleg ráð.
Það er oft auðvelt að notfæra sér þess-
ar konur, ef menn hafa þannig sam-
vizku. Yfirleitt eru þær þó ekki sér-
lega girnilegar, sem eiginkonur, of
langt sjálfstæði hefur sett sitt mark á
þær, svo að þær verða varla úr þeesu
mjög sveigjanlegar.
Sú, sem er hrædd við karlmenn, er
oft mjög skemmtileg stúlka, sem
skemmtir sér mikið. Hún kyssir alla
á kinnina, sem hún rekst á og er ekk-
sé mikið lægri hér. Þarna er því stúlka,
sem hefur hugrekki til að taka afleið-
ingunum af eigin gerðum. Það skiptir
miklu hvernig stúlkur fara með þetta.
Það er hrein fásinna að umgangast
karlmann til lengdar án þess að segja
honum frá því. Hitt er jafn ástæðulaust
að segja frá því í fyrsta skipti sem þær
hitta manninn. Munið það að ekki er
endilega ástæða til að fordæma stúlku,
þó að hún hafi eignazt barn utan
hjónabands. Þjóðarsiðgæðið á þar
mikla sök, þar sem það telur ekkert
athugavert við að fólk búi saman utan
hjónabands, og það er alls ekki óal-
genet að maðurinn
ert feimin að faðma karlmenn,
ef nógu margir eru viðstaddir.
Þegar hún er orðin ein með
karlmanni stirðnar hún upp, ef
komið er við hana einhvers stað-
ar fyrir ofan úlnliði. Hún er
venjulega full af öllum möguleg-
um sálarflækjum og þó ein-
kennilegt sé, hefur hún gjarnan
ánægju af því að tala um kyn-
ferðismál. Hún gætir þess þó
gjarnan að sitja nærri hurðinni,
ef ske kynni að samræðurnar
hefðu einhver veruleg áhrif á
karlmanninn. Þegar hún eign-
ast mann, eru allar líkur til að
hún verði ástrík og góð eigin-
kona. Eitt veit maður líka um
hana, að hún er ekki brunninn
eldur, þegar hún loks gefur sig
manni, sem gjarnan er ekki ann-
ar en eiginmaðurinn.
Sú sem er orðin 35 ára. t leit
að karlmanni, hver sem hann er,
hvernig sem hann er og hvar
sem hann er. Orðin örvæntingar-
full
VIKAN 9