Vikan - 31.01.1963, Side 16
SMÁSAGA EFTIR
CARMEN CASTILLO
Stella Barton stóð á tröppunum við
Villa Acacia og starði ráðþrota á
læstar dyrnar og lilerana fyrir
gluggunum. Hljómur dyrabjöllunn-
ar ómaði enn i eyrum hennar úr tóinu
liúsinu.
Það var enginn liér, enginn til þess að
taka á móti lienni!
Hún var komin flugleiðis frá London
til Gihraltar, síðan hafði hún farið til
La Linea og svo með áætlunarbílnum í
gegnum frjósöm liéruð Suður-Spánar.
Allan þennan brennheita dag hafði hún
hlakkað til að komast á áfangastað, fá
þar hlýjar móttökur og svalt bað. Hinn
nýi húsbóndi hennar hafði verið mjög
vingjarnlegur, þegar lnin hitti hann i
London, og konan hans einnig. Og núna,
þegar hún var komin alla leið til Malaga
til þess að hefja starfið, var enginn hér
að taka á móti henni. . .
Nú var hún hér alein í ókunnu landi
með nokkur pund í vasanum, fyrir utan
pesetana, sem hún hafði keypt við landa-
mærin, svo að hún gæti borgað farið í
áætlunarbílnum hingað til þessa iitla
þorps við sjóinn. Hvað gat hún gert?
Hún andvarpaði, tók töskuna sína og
gekk út á torgið, þar sem hún hafði far-
ið úr bílnum. Hún reyndi að liaida sig
í skugga trjánna.
Þegar hún kom að litla útiveitinga-
húsinu með guiu og bláu sólhlífunum,
var hún búin að fá höiuðverk. Hendur
hennar voru sveittar og henni leið illa og
liún settist við lítið borð og bað um
ávaxtadrykk.
Það fór áætlunarbill til Malaga eftir
einn eða tvo tima. Þar varð hún að hafa
upp á brezka ræðismanninum.. En átti
hún nóg fyrir farinu? Og setjum svo, að
ræðismannsskrifstofan væri lokuð, þeg-
ar hún kæmi þangað! Hún kunni ekki
orð i spænsku, og það var enginn, sem
hún gat leitað Jijálpar hjá.
Stella lokaði augunum til að forðast
sterkt sólarljósið. Hún sá fyrir sér skrif-
stofuna i London, þröngt og lítið herberg-
ið, fólksfjöldann og hraðann á öllu -—
meira að segja einmanalegar helgarnar,
sem hún hafði alltaf kvjðið svo fyrir,
voru betri en þetta.
Höfuðverkurinn fór versnandi og
lamaði hugsun hennar og vilja-
þrek. Hún sá óljóst glæsilegan,
amerískan bíl slanza við gangstétl-
ina, og mann og stúlku stíga út.
Stúlkan hafði gullinbrúna húð, sem
sýndist dekkri við sítrónugulan kjólinn.
Svart hár liennar var tekið saman í hnút
i hnakkanum og fagurt andlitið var svip-
MÁNI
16 VIKAN