Vikan


Vikan - 31.01.1963, Page 19

Vikan - 31.01.1963, Page 19
POTTALEPPAR dökkgráa litnum, hafið 3 þræði í nálinni. Saumið þannig í kring um blöðin og stjörnuna í miðju. Saumið sporin í blöðunum næst miðju með rauða litnum, fyllið síðan blöð- in upp með ljósgráa litnum. Sporin liggja- þráðrétt á réttu og ná yfir 8 þræði, líkist þessi saumgerð helzt „gobilinspori“. Mynztrið mælir um 24x24 cm fullgert. Gangið frá báðum stykkjum með 1 cm breiðum gata- faldi (hullfaldi). Gerið hann þannig: Brjótið fyrst % cm inn á rönguna, síðan 1 cm og þræðið. Þynnið hornin. Saumið gatafaldinn yfir 2—3 þræði með gráu garni. Saumið frá vinstri til hægri. Leggið stykkin saman, þræðið nákvæmlega og jaðrið saman. Oott ráð Það getur oft verið ergilegt þegar olnbogarnir fara að gefa sig á nýlegum og óslitnum peysum. Þá er oft gott ráð að hafa ermaskipti og snúa þá gömlu olnbogarnir inn, en gamla innanverðan verður að nýjum sterkum olnbogum. Þessir pottaleppar eru heklaðir með fastahekli úr bómullargarni. Fitjið upp 3 1. og myndið hring. Heklið síðan fastahekl og aukið út með því að hekla 2 1. í sömu lykkju, eins oft og með þarf, til þess að stykkið liggi slétt. Þegar æskilegri stærð er náð, eru eyrun hekluð og andlit saumað með mislitu bómullargarni (sjá mynd). Að síðustu er ein mislit umferð hekluð allt í kring um pottaleppinn. Boltarnir, sem sjást á myndinni eru heklaðir með fastahekli og úr bómullar- garni. Þeir eru skreyttir með fílti. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.