Vikan - 31.01.1963, Page 29
stólaði því eikki beint á ráðleggingar Péturs um kúrs eða kreppur, og fór sínu fram hvað
sem hann sagði. Það var því ekki Pétri að kenna að þeir voru fastir þarna.
BIÐU EFTIR BRAKI.
Ein af þeim æfingum, sem þeir áttu að gera, og gerðu, var að st'inga sér á bólakaf þegar
báturinn var á fullri ferð. Þetta 'köliuðu þeir vitru menn Alarmtauchen, sem mun þýða
s’kyndiköfun á voru máli. Þá stungu þeir sér niður mestu leyfilega dýpt án þess að hika.
En svo vildu þeir vita meira. Þeir vildu komast að því hvað báturinn þyldi raunveruiega, og
þess vegna létu þeir hann sökkva hægt og hægt, dýpra og dýpra, störðu á dýptarmælmn, héldu
á klukku í hendinni, og hlustuðu. Þegar fór svo að bra'ka í bátnum undan þrýstingnum, brá
kafbátsforinginn við hart og títt og hrópaði
hvellum rómi: Auftauchen! sem mun þýða
(lausi. þýtt) „Upp með helvítis bátinn!“ og
vildi með því gefa í skyn að hann óskaði eft-
ir því að báturinn legði aftur af stað áieiðis
til yfirborðs’ins.
Lóðsinn á bátnum lét þetta að öllu jöfnu
afskiplalaust, þótt honum fyndist að vísu
þetia vera með þvi dýpsta, sem hann hefði
komizt til þessa tíma, því hann reiknaði þó
með allt að éinum möguleika á móti hundr-
að að hann kæmist upp aftur. Annar stýri-
maður sagði við hann, að annað hvort væru
þessir blessaðir vísindamenn aldeilis furðu-
lega laugasterkir eða hréint og beint kol-
brjálaðir. Því að ef einhvers staðar leyndist
örlítill suðugalli á bátsbelgnum, þá mundi
hann leggjast saman eins og harmonikka og
búa til einn allsherjargraut úr lóðsinum og
kafbálsforingjanum töluvert áður en hann
gargaði „Auftauchen"!
Og svo, í þriðju tilrauninni, galaði foring-
inn Auftauchen en ekkert auftauchen skeði.
Það skeði hreint ekki neitt. Punktum og
basta. Bíiið spil, eins og Stefán Jónsson
fréttamaður mundi segja.
Þarna lágu þeir á botni eins og grugg í
landaflösku og gátu sig ekki hreyft. Dæl-
urnar, sem áttu að dæia sjónum út úr bátn-
um til að létta hann, höguðu sér eins og reyk-
vískrar slökkvidælur, og klikkuðu þegar mest
lá á.
Þeim var sagt að í sjálfu sér væri þetta
allt í lagi í bili, því nægur súrefnisforði væri
í bátnum í einn sólarhring a. m. k. (að minsta
kosti) og nú væri einmitt prýðilegt tækifæri
lil að þrautreyna það, hvort þetta væri rétt.
Húrra! Til þess að hafa vaðið fyrir neðan
sig, var samt ákveðið þegar í stað, að spara
loftið eins og mögulegt var og þess vegna
var mannskapnum fyrirskipað að leggja sig
útaf í kojurnar og hreyfa sig hvergi. Svo var
þeim skammtað loft eins og skítur úr hnefa, pústað á þá súrefni úr stálflösku annað slagið
til að treina í þéim tóruna, ef þeir voru aldeilis að fara úr kjálkaliðnum vegna geispa.
Sólarhringurinn leið — og annar sólarhringur, en ekki vildu dælurnar bekenna.
Teikning: SNORRI SVEINN.
„Nú, það var ekki meira með það. Þetta
var allt í lagi. Mannræfillinn var hengdur.
Búið spil. ‘
BJÖRGUN VONLAUS.
Vísindamennimir voru farnir að ræða um að skjóta mannskapnum út í sérstökum björg-
^ unarútbúnaði, sem til var um borð, en það er nokkurs konar kafarabúningur, sem festur er
á hvern mann, með dálitlum súrefnisforða. Svo er einum og einum skotið út um sérstaka
lúgu. En á þessu voru aðeins gallar. I fyrsta lagi var álitið að kannske e'inn af hverjum tíu
mundi hafa það af að skutlast upp á yfirborðið. Þó var það betra en að allir dræpust þarna
niðri. Og þó —. Hvað vom þeir bættari, sem komust upp á yfirborðið? Einir að svamla ein-
hvers staðar langt úti í Norðursjó og ekkert til að minna þá á tilveruna nema þrjú hundr-
uð og sextíu milljón öldur, sem allar kepptust um að vökva á þeim skallann. Nei, þá var betra
að iiggja kyrr og bíða eftir vængjunum þarna niðri. Og ekki nóg með það, heldur vantaði í
þokkabót björgunartæki á fjóra menn ...
Framhald á hls. 42
VIKAN 29