Vikan


Vikan - 31.01.1963, Síða 40

Vikan - 31.01.1963, Síða 40
dura- dura-1 _ . gloss VARALITIR NAGLALÖKK (0 co o Heildverzlun HALLDÓRS JÓNSSONAR, Hafnarstræti 18. Símar 12586 og 23995. Málverkaþjófarnir. Framhald af bls. 13. ast köld, svipbrigðalaus augu morðingjans. Grimmdarlegur munnurinn villti ekki á sér lieim- ildir. Hann tilheyrði augsýnilega liinni nýju tegund af alhliða ame- rískum glæpamönnum, sem losn- uðu úr hernum eftir stríðið og höfðu Evrópu að starfsvettvangi. Fjórði maðurinn var Marcel Du- four. Hann leil út eins og skáld í daufu lampaskininu, er sýndi fín- gerðan vangasvip lians líkt og skuggamynd. betta var samvalið ferstirni, hugsaði ofurs'tinn með sér: fransk- ur glæpamannaforingi, hrezkur fjár- kúgari, skuggalegur ítali og ame- rískur morðingi, og honum datt í hug, hvilíkur frumskógur Rivieran væri, |)ó að lnin liti sakleysislega út í fegurð sinni, þar sem nætur- himininn speglaðist í ládauðu haf- inu, vitarnir ieiftruðu á fjallstind- unum í kring, og ljósadýrðin með- fram ströndinni blikaði eins og bláir demantar í undursamlegu háls- meni. Það var auðvelt að tæla ves- iings stúlkurnar. Hann hafði séð nóg, og nú and- varpaði hann, þegar hann minnt- ist horfinna gleðistunda. Pierre Roquebrun ofursti, hinn mikils- virti fornminjasali, var horfinn. Refurinn var kominn aftur i leit- irnar, gamli leikurinn endurvakinn. Hann bað um reikningirtn, borgaði og gekk framhjá borði þeirra á leið út. Sarali lét sem hún þekkti hann ekki, þó að hún liti snöggt á iiann. Sarah fann til óþægilegrar ein- manakenndar, þegar ofurstinn var farinn. Meðan hann sat þarna við borðið sitt, þóttist hún örugg. En nú tóku efasemdir og ótti aflur að ásækja hana. Hún velti því fyrir sér, hversu lengi hún þyrfti að bíða, ])ar til hún gæti náð sambandi við M hann aftur og spurt um álit hans á “ mönnunum, sem hún var komin í hendurnar á. n Sú bið varð ekki löng. Nákvæm- I / lega tuttugu mínútum síðar fór Sarah fram í snyrtiherbergið. Um- sjónarkonan fékk henni lítinn bréf- miða án þess að segja orð. Þær voru einar í herberginu. Sarah braut blaðið sundur og las: „Ekki sem bezt. Vertu saint róleg. Þú færð til- boð um lausnargjald. Þeir taka mál- ið í sínar hendur. Láttu þá gera það. Þeir munu stinga upp á, að þú farir heim. Gerðu það. R.“ Eitt andartak svimaði Söruh af iiræðslu. En rólegur styrkurinn, sem hún fann bak við lín’urnar í bréfinu, sefaði hana. Hún reif blað- ið f tætlur, kastaði þcim í salernið og skolaði þeim niður. Síðan gekk lnin aftur að borðinu, og setning- arnar úr bréfinu dönsíuðu fyrír augum hennar. Þetta var staðfest- ing á ótta hennar og áhyggjum — ekki sem bezt var það án nokkurs efa. Skömmu eítir miðnætti, þegar þau voru að kýta um, hvort þau ættu að fara 1 spilavitið eðá nætur- klúbbinn í Juan-les-Prins, sem hafði á boðstólum nýjan flokk nektar- dansmeyja frá París, kom þjónn að borðinu og rétti Söruh umslag. Sam- ræðurnar hljóðnuðu, og Sarah fann, að þau störðu öll á hana. Kip Trenchley flissaði og hróp- aði upp yfir sig: „Viti menn, Sarah þefur eignazt nýjan aðdáanda! Harry verður grænn af afbrýði- semi!“ Enn sá Sarah gildruna, sem hún hafði flækzt í: hún var þegar álitin eigii Harrys. Hún minntist orða Roquebruns ofursta: Vertu samt róleg. Hún opnaði umslagið og las vélrituð skilaboðin: „Við erum með málverkin ykkar. Skráningarnúmerið, sem er falið aftan á bláa Renoirnum: 2XRYB- 5342 — mun sanna föður yðar það. Við erum kaupsýslumenn og tilbún- ir að semja um lausnargjaldið. Þeg- ar faðir yðar kemur í fyrramálið, skuluð þið fara saman í hvíta biln- um yðar að krossgötunum fyrir neðan Piol rétt hjá Minoury bónda- bæmnn, þar sem komið verður til móts við ykkur. Við munum bíða á stað, þaðan sem við getum séð allar götur i dalnum, er liggja að krossgötunum. Ef við sjáum þess einhver merki, að bíl yðar sé veitt eftirför eða gefnar gætur úr flug- vél eða þyrilvængju, munu mynd- irnar verða eyðilagðar.“ Það örlaði fyrir brosi á ffngerðri ásjónu Marccls Dufour, þegar hann sagði: „Ég vona, að þú hafir ekki fengið slæmar fréttir, elskan mín?“ Þú færð tilboð um lausnargjald, hafði ofurstinn skrifað. Þeir taka málið í sínar hendur. Láttu þá gera það. „Þetta — þetta er um málverkin,“ sagði Sarali. „Um lausnargjald . . . þeir segja . . „Málverkin!" það líktist helzt töfrabrögðum, hve fljótir þeir voru að hrifsa bréfið úr höndum.liennar. Þeir sökktu sér niður í það með ákefð og létu það ganga á milli. Harry reis upp frá borðum og laum- aðist burt, en kom fljótt aftur. „Tóm vitleysa!“ sagði hann. „Það kom krakki á reiðhjóli, fékk dyra- verðinum þetta og rauk svo burt.“ „Ættum við ekki að gera lögregl- unni viðvart?" sagði Sarah. „Nei,“ svaraði Marcel Dufour. „Ekki undir neinum kringumstæð- um.“ Sarah gerði sér ljóst, að málið var ekki lQngur i hennar höndum. Fjórmenningarnir höfðu skipt um sæti við stúlkurnar og sálu nú allir I hnapp og stungu saman nefjum, lásu bréfið aftur og aftur og hvísl- uðust á. Harry liafði tekið af sér dökku "leraugun til að sjá betur, og Söruh fannst dýrsleg glóð brenna í þeim. „Ég held að stúlkurnar ættu að fara heim,“ sagði Harry. „Já, já,“ samsinnti Dufour, „við skulum sjá um þetta allt fyrir þig, Sarah. Við kunnum á svona mál. Láttu okkur um það.“ Andrea greifi var þegar búinn að kalla á þjóninn til að fá reikn- inginn. „Og pantaðu strax leigubil,“ liann við. „Undir eins!“ Allt í einu fannst Söruh, eins og hún væri að leika á sviði og kynni hlutverk sitt fullkomlega. Enn sá hún fyrir sér orðin í bréfi ofurst- ans: Þeir munu stinga upp á, að þú farir heim. Gerðu það. Hvernig hafði hann vitað þetta? Þeir sátu enn og rýndu í bréfið. Marcel Dufour smellti fingrum og sagði: Nú veit ég! Það er ekki um nema einn stað að ræða! En við getum komizt að raun um það.“ Þjónninn kom aftur að borðinu. „Bíllinn bíður, herra minn.“ „Farðu með þær heim, Kip,“ sagði Harry við Trenchley. Englendigurinn hikaði. „En . . .“ Græðgishitinn, sem brann í hinum, var einnig búinn að kveikja í lion- um. Hér var um störgróða að tefla. Ilarry leit luildalega á hann. „Ég sagði: Farður með þær heim,“ end- urtók hann. „Heltu þér við þina sér- grein.“ Sarah og ensk.a stúlkan stóðu upp. Harry sneri sér að Söruh og sagði: „Nú skalt þú bara fara beint í rúinið, elskan, o" engar áhyggjur hafa af neinu. Við skulum ná aftur í málverk gamla mannsins fyrir þig.“ Orðin voru góðlátleg, en svipur- inn á andliti hans bar vott um morðfýsn og ágirnd, og Sarah sá í fyrsta sinn ruddalega skepnuna bak við glæsilegt yfirborð manns- ins, sem hún hafði laðazt að. Nú sá hún beint ofan í hyldýpið, og það fór hrollur um hana. Hún þakk- aði Guði í liljóði fyrir að hafa farið til Roquebruns ofursta. „Þakka þér fyrir,“ sagði liún, og Trenchley varð þeim samferða. Þegar bau gengu út, voru hinir þrír enn að hvíslast á og litu ekki einu sinni upp. Dýraflokk.urinn sat á lauksekkj- iinuin i öðrum enda vöruskemm- unnar uppi á hæðinni fyrir ofan Piol rétt hjá Antibes. Þeir voru ó- rólegir í bragði og ókyrrir. Fyrir gluggunum voru strigapokar til að útiloka birtuna. Það glytti i horn á gylltum ramma undir hrúgu af lauksekkjum. Roquebrun ofursti leit á úrið sitt. „Ég verð að fara núna,“ sagði hann. „Ég býst við, að gestir ykkar komi á hverri stundu.“ „Mér líkar þetta ekki,“ sagði Fill- inn. „Setjum svo, að þeir láti sér nægja að fá fundarlaunin og fari beint til lögreglunnar . . .“ „Það gera þeir ekki,“ greip ofurst- inn fram í, „og þú verður að gera þér þetta að góðu.“ Hann sneri máli sínu lil þeirra allra: „Þið ætt- uð að geta sloppið óskaddaðir, ef þið hafið stjórn á skapsmunum ykkar, en þetta er ekki hættulaust. Þessir menn eru háskagripir. Það getur verið, að þeir hafi hegar fram- ið morð. Þið skuluð vera við því búnir að kyngja alls konar móðg- unum og svívirðingum. Stillið ykkur bara og látið sem eklcert sé.“ Úlfurinn glotti og sagði: „Ef þetta gengur yfirleitt, þá er vel sloppið.“ Ofurstinn gekk að hurðinni og sagði: „Þeir koma líklega i sendi- ferðabil frá Bláa hellinum. Kæri vinur, Fíll, þú mátt búast við að missa nokkra lauksekki ásamt fal- legu myndunum þínum. Jæja, gangi ykkur vel!!“ Og hann fór lit. Það var einmitt sendiferðabíll veitingahússins Bláa hellisins, sem nam staðar fyrir utan vöruskemm- una rétt fyrir klukkan fjögur um nóttina. Það myndi ekki vekja grunsiemdir lögreglunnar, jþótt sendiferðabíll eins af þekktustu veitingahúsum á Rivierunni kæmi snemma morguns til heildsala, sem vcrzlaði með lauk. Og móðgunum og svívirðingum rigndi sannarlega yfir Dýraflokk- inn, sem tók þeim af aðdáanlegri slillingu, enda var einn af þremenn- ingunum, sem innrásina gerðu, vopnaður langhleynu. Þeir höfðu ekki einu sinni gert sér það ómak að hylja andlit sin, Dufour, Andrea greifi og Harry. 40 YIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.