Vikan


Vikan - 31.01.1963, Side 41

Vikan - 31.01.1963, Side 41
KLÚBBURINN KÍNVERSKI BARINN Hafið þér komið í KÍNVERSKA BARINN og fundið þar hina sér- kennilegu austurlenzku stemmn- ingu? Reynið austurlenzk áhrif í KÍNVERSKUM BAR Þjófar, sem fengust við það ábata- sama og áhættulausa starf að ræna aðra þjófa, þurftu ekkert að óttast, einkum og sér í lagi, þegar starfs- bræðurnir voru aðeins viðvaningar svo heimskir og óreyndir að koma upp um felsustað sinn i lausnar- gjaldskröfunni. Marcel Dufour þekkti héraðið upp á sína tiu fing- ur, og liann var ekki nema fáein augnablik að finna á kortinu, að eini staðurinn, sem hægt var að sjá frá allar götur, er lágu að Minoury bóndabænum, var vöruskemma Je- ans Soleau. Þeúr voru ó(lDarflega harkalegir og grimmir i þokkabót, eins og ofurstann hafði grunað, því að hið vel heppnaða rán og óleysanleg vandræði fjórmenninganna, sem þeir hittu fyrir í vöruskemmunni hjá stolnu listaverkunum, belgdu þá upp af yfirlæti. Auk þess fundu þeir til afbrýðisemi. Pardusdýrið fékk högg á kinnina með skamm- byssuskefti, Fillinn var sleginn niður, Tigrisdýrið fékk spark i nárann. Þegar málverkin varu komin heilu og liöldnu út í sendiferðabílinn, vel falin undir stórum sekkjum fullum af myndarlegum, gullbrúnum lauk- um, gat fyrirliði i-æningjaflokksins ekki stillt sig um að halda svolitla umvöndunarræðu: „Þetta ætti að kenna ykkur viðvaningunum að reyna ekki að keppa við atvinnu- menn. Þið ættuð að vera mér þakk- látir fyrir að losa ykkur við þessar myndir og þar með þá áhættu, sem það kostar að ráðstafa þeim. — Hvað okkur snertir,“ og viðkvæmn- islegur svipurinn á þunnum vörum Marcels Dufour gaf til kynna, að hann væri að flytja blessunaróskir, „skulum við ávallt minnast ykkar með þakklæti fyrir að hafa sparað okkur mikla fyrirhöfn. Við höfum nefnilega búið okkur undir að ræna málverkunum sjálfir úr Villa Fle- ury.“ Síðan skáru þeir á símaþræðina og eyðilögðu blöndungana á bilun- um i skúrnum, áður en þeir héldu á brott. Antoine Petitpierre stóð enn á öndinni eftir ruddalegt sparkið, sem honum hafði verið veitt, og barð- ist við að bæla niður sársaukastun- urnar. Gaston Rive, Pardusdýrið, grét opinskátt af máttlausri heift. „Refurinn á inni hjá mér fyrir þetta,“ sagði hann, „ég skal svei mér láta hann fá það!“ Alfonse Cousin, liinn kaldhæðni Úlfur, svaraði: „Haltu þér saman. Þú veizt ekki, hvað þú ert lánsamur — hvað við erum allir lánsamir.“ Þvi að hann var að hugsa um Roquebrun: hvar hann væri stadd- ur, og símtalið, sem hann ætti trú- lega þessa stundina, og úlfurinn bætti við: „Svo er guði fyrir þakk- andi, að heili gamla Refsins er enn í góðu lagi.“ Roquebrun ofursti hafði ekki sofið mikið um nóttina, en engu að siður opnaði hann verzlun sina stundvis- lega morguninn eftir. Ofurstinn hafði lifað þá tíð, er hann fékk oft ekki blund fimmtíu klukkustundir samfleytt og var þó fullur af fjöri og skerpu. Nú voru nákvæmlega tuttugu og fjórar stundir liðnar, síðan Sarah Howard staðnæmdist fyrir framan búðina hans í Jagúarn- um sínum. Hann velti þvi fyrir sér, hver fyrsti gesturinn myndi nú verða. ískur í hemlum svaraði spurningu hans. Það var Scoubide höfuðsmað- ur. Höfuðsmaðurinn var eins klædd- ur og morguninn áður, þvi að hann hafði ekki haft tíma til að hafa fataskipti. Eini munurinn var sá, að vinstri skyrtuermin hans var rifin frá öxl niður að úlnliði, og gegnum rifuna sást í langa rispu. Annars var höfuðsmanninum jafnumhugað um og áður að sýna fyllstu hæversku, og hann handlék nokkra af dýrmætustu fornmunum ofurstans, meðan hann hugsaði sig um. Síðan sneri hann sér við og sagði: „Þakka yður fyrir ráðlegg- inguna.“ „Minnizt þér ekki á það,“ svaraði ofurstinn. „Hvað snertir fundarlaunin,“ og nú hóstaði höfuðsmaðurinn litið eitt, „þá verðum við líklega að skipta þeim til helminga til að forð- ast óþægilegar spurningar.“ „Ég skil það fullkomlega,“ sam- sinnti ofurstinn. „Eigi að síður,“ sagði höfuðsmað- urinn, „eru 250 þúsund frankar nett summa.“ Ofurstinn tók upp filabeinskross frá 14. öld. „Maður getur alltaf not- að peninga, sem berast manni ó- vænt í hendur.“ „Til dæmis gæti eiginmaður frú Aubert það?“ Ofurstinn deplaði ekki einu sinni augunum. „Vesalings konan,“ sagði hann, „hún hefur vissulega átt erf- iða daga.“ Ofurstinn horfði svo fast á rifna skyrtuermina, að Scoubide gat ekki annað en minnzt á hana. „Það var ekkert,“ sagði hann, „alls ekki neitt . . . einhver náungi við dyrnar — hann gerðist ofurlítið þrætugjarn í bili.“ „Málverkin?" gizkaði ofurstinn. „Já, einmitt,“ svaraði höfuðsmað- urinn í hálfum hljóðum. „í kjallar- anum. Ekki bara Renoirnir, heldur öll hin líka.“ „Mér datt eitthvað þvílíkt í hug,“ muldraði ofurstinn. „Það var eins og litið Louvresafn,“ hélt höfuðsmaðurinn áfram. „E1 Greco, Van Dyck, nútímaverkin og tveir Brueghelar, sem ekki hafði verið tilkynnt um. Ég lield, að þeir hafi ætlað sér að flytja þau öll til Suður-Ameriku.“ ■ „En vandræðalegt fyrir hr. Du- four og vini hans. Ég þykist vita, að þeir hafi allir verið þarna?“ „Allir nema Englendingurinn.“ „Litli fjárkúgarinn . . .“ Scoubide höfuðsmaður leyfði sér að brosa kuldalega .„Við eigum þá dúfu til góða,“ sagði hann. „Það kemur seinna. Hann tók ekki þátt i sjálfum ránunum, hann sá bara um réttu samböndin. Dufour var heil- inn í fyrirtækinu, greifinn listasér- fræðingurinn og Harry byssan. Hann drap húsvörðinn í Cap Ferr- at ráninu.“ Ofurstinn kinkaði kolli. „Hann lagði lika fram töfra sina. Hann sá um stúlkurnar, svo að þær væru tregar til að kvarta. Fyrirtakl Ég þvkist vita, að allt hafi gengið að óskum?“ „Ja, eiginlega . . .“ byrjaði liöf- uðsmaðurinn. Enn lyftist vinstri augnabrún ofurstans upp á móts við skallann. „Sko, Harry — ja, þegar við ætl- uðum niður í kjallarann, var liann svo óvarkár að hleypa af byssunni sinni í átt til min,“ útskýrði Scoub- VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.