Vikan - 31.01.1963, Síða 43
— Segðu mér frá því.
— Ég var þá staddur í ICiel, og
var að ganga yfir grasflöt með
kuuningja mínum. Bandamenn
voru þá að gera loftárás á borg-
ina, en okkur fannst það vera svo
langt frá, að okkur vœri óhætt i
þessu hverfi. Þá fann ég allt í einu
að það var eins og einhver kippti
i mig harkalega að aftan. Ég greip
hendinni aftur fyrir balt — og
fann bara bert skinnið. Beltið og
fötin að aftan alv.eg gersamlega
horfin. Þegar við fóruin að at-
huga hvað hefði skeð, þá sáum
við að hotn úr sprengju liafði
skutlazt yfir grasflötina eins og
þeytispjald, og sneitt svona snyrti-
lega af mér garmana. Sjálfur var
ég ósærður að undanteknum
nokkrum rispum á „bakinu“.
— Misstirðu niður um þig...?
— Nei. Ekki var það svo slæmt.
Einhvern veginn tókstinér,aðhalda
virðingunni. Við fórum svo að leita
að sprengjubotninum, og ég ætlaði
að taka liann upp og geyma til
minja, en hann var þá svo heitur
að ég skaðbrenndi mig á hend-
inni. Ég lét hann þá bara liggja.
— Þú hefur ekki verið í llam-
borg, þegar loftárásirnar voru gerð-
ar þar?
— Jú. Þar var ég nú einmitt.
Það var nú ljóta slátrunin. Þvi
gleymi ég aldrei, svo lengi scm ég
lifi. Þetta stóð yfir í rúma fimm
sólarhringa, og eftir það var borg-
in gersamlega lömuð. Ég bjó þarna
á hóteli, en fyrir einhverja tilvilj-
un þá var það óskemmt eftir.
Sömuleiðis tvö önnur gistiliús,
sem voru þar rétt hjá.
Ég man t. d. eftir þvi einu sinni
að við tveir tókum eftir þvi að
veggur á geysiliáu húsi var farinn
að svansa fram og aftur eins og
hann ætlaði að fara að detta nið-
ur á götuna. Við vorum að vona
að okkur hefði missýnzt, en stopp-
uðum samt rétt áður en við kom-
um að húsinu. Eftir augnablik
ramlaði veggurinn eins og liann
lagði sig yfir götuna, livarf ger-
samlega á svipstundu.
SKÓF SKINNIÐ
AF IIÖNDUM.
Öðru sinni var ég staddur inni
á gistihúsi á meðan árásin stóð
yfir. Bandamenn hentu þá niður
ógrynnum af eldsprengjum. Þær
voru þannig að þegar þær komu
niður og sprungu, rannúrþeim fos-
fór i stríðum straumum, og logandi
fosfórinn rann sums staðar i lækj-
um eftir götunum. Þá kom maður
þarna inn veinandi með hendurn-
ar báðar logandi í fosfór. Hann
hafði hraasað og dottið með hend-
urnar ofan í einn lækinn. Hjá
mér var þá staddur hraustur og
snarráður náungi. Hann lét ná í
fötu fulla af vatni og stakk báð-
um höndum mannsins ofan í vatn-
ið og bannaði honum að taka þær
upp aftur. Fosfórinn hefur nefni-
lega þá eiginleika, að liann hrenn-
ur stanzlaust á meðan liann nær i
súrefni, og ógerningur að slölckva
i lionum. Strax og maðurinn hefði
tekið hendurnar upp aftur, hefði
hann lialdið áfram að brenna.
Þessi kunningi minn fékk sér síð-
an hnif í hönd, fór með hann ofan
í vatnsfötuna, og skóf hreinlega
skinnið af manninum þar ofan í,
þangað til allur fosfórinn var far-
inn af. Eftir það var manninum
óhætt. Vafalaust hefur þetta bjarg-
að lífi hans.
— Þetta hefur líklega eklii ver-
ið neitt einsdæmi?
—- Nei, nei. Öðru nær. Ég segi
þér þetta bara til að gefa þér smá-
dæmi um hörmungarnar.
— En aldrei kom neitt slíkt fyr-
ir þig?
— Nei, það er eins og eittlivert
lán liafi elt mig þessa hörmungar-
tima. Ekki svo að skilja að oft lá
nærri að illa færi. Ég var t. d.
tvisvar tekinn fastur af Gestapo,
grunaður um njósnir, eftir þvi sem
ég komst. næst, en í bæði skiptin
hafði ég samband við yfirmenn
mina í þeirri deild, sem ég starf-
aði við, og þá komu þeir og sóttu
mig. Síðast gengu þeir svo frá að
það gæti ekki komið fyrir aftur.
BEÐINN UM AÐ NJÓSNA.
— Og hvernig stóð svo á því,
Pétur, að þú varst fenginn til að
fara til íslands?
— Það hafði svo sem komið til
orða áður, að ég ætti að gera eitt-
hvað slikt. Kaltenbrúnner lét t. d.
einu sinni kalla mig fyrir sig, og
vildi þá fá mig til að taka að mér
að geraast gagnnjósnari i einhverju
hcrteknu landanna. Ég þorði hrein-
lega ekki að segja nei, en bað
um frest til umhugsunar. Svo
sagði ég yfirmönnum mínum frá
þessu, og einnig þá gengu þeir svo
frá að úr þessu varð ekkert. Þeir
sögðu bara að ég væri i ferðalagi,
næst þegar boð kom frá Kalten-
brúnner, og að lokum gafst hann
víst upp á því að ná i mig.
Loks kom sanit að því að mér
var sagt að ég ætti að fara á nám-
skeið tit að læra veðurfræði. Ég
hafði enga hugmynd um hver
meiningin var, en fór samt að
gruna margt. Loks fékkst úr þvi
skorið. Þjóðverja vantaði veður-
fregnir frá íslandi, og átti ég að
skaffa þær.
—- Og hvernig leizt þér á það?
— Engan veginn. Þetta var
lirein vitleysa og kjánalæti, enda
sagði ég þeim það. Það væri vita-
þýðingarlaust að senda mig heim
til íslands í þessuni tilgangi, þvi
að heima þekktust allir og þar ætti
ég fjöldann allan af kunningjum,
og um leið og ég sæist, mundu
menn fara að spyrja mig spjörun-
um úr. En, blessaður, þeir tóku
engum sönsum. Þeir sögðu að það
væri ábyggilega ekki nokkur vandi
fyrir mig að leynast einhvers
staðar i óbyggðum og fá einhvern
afdalabónda til að veita mér lið.
Ég nennti svo ekkert að standa í
þessu þrasi, enda sá ég strax fram
á að þetta væri prýðis tækifæri
fyrir mig til að komast heim með
góðu móti, og aldeilis frítt þar að
auki. Það væri alls ekki víst að
mér byðist annar eins sjens í bili.
Ég lét þá þess vegna vaða reyk —
og fór i skólann.
Allir á hættu, austur gefur.
A
V
♦
*
ekkert
A-D-G-9-4
K-10-6-5-4-2
5-4
&
V
♦
*
K-G-9-8-7-
K-8-6-2
9
3-2
A-D-10-5-4-3-2
7
A-D-8
K-G
*
V
♦
*
ekkert
10-5-3
G-7-3
A-D-10-9-8-7-6
Engum ykkar gæti dottið í hug
að spilamennirnir í spilinu hér að
ofan væru góðir spilarar og það
væri líka rétt hjá ykkur. Samt voru
þeir að spila upp á sína venjulegu
bit, tuttugu og fimm heila.
Allir voru ánægðir og á hættu,
austur opnaði á tveimur spöðum,
suður sagði ótrauður þrjú lauf, vest-
ur stökk í fjóra spaða og norður
hitti á hina ágætu sögn, fimm lauf.
Nú doblaði austur, en vestur tók út
í fimm spaða. Eftir að norður og
austur höfðu passað, sagði suður
sex lauf og dobl austurs batt enda
á þessar líflegu sagnir.
Útspilið var spaðakóngur, blind-
ur trompaði og suður henti tígli.
Laufi var spilað úr borði, svíning-
in tekin, trompásinn og hjartatíu
spilað. Þegar hún átti slaginn, var
lághjarta spilað og gsoinn í borði
átti slaginn. Nú spilaði sagnhafi lág-
tígli úr borði og lét gosann í drottn-
ingu austurs. Austur spilaði strax,
hugsunarlaust, spaða og suður var
feginn að trompa og spila hjarta.
Örvæntingaróp vesturs köfnuðu í
lofræðu suðurs um spilamennsku
sjálfs sín. Þóttist hann viss um að
hann hefði tekið bezta möguleik-
ann.
Svo var ekki.
Fyrsta slaginn á að trompa heima
og spila strax lághjarta og svína
gosanum. Síðan er laufinu svínað,
laufaás tekinn og hjartatíu spilað
út. Fimmliturinn í hjarta skapar
tvö niðurköst fyrir tíglana og þessi
heppnisslemma er komin í hús.
Auðvitað er samningurinn tvo
niður, ef vestur spilar út tígulein-
spilinu; og það er skemmtilegt að
athuga, að hjartaútspil og lauf til
baka fellir fimm spaða.
LÆRÐI FALLHLÍFARSTÖIŒ.
•— Hvað lærðirðu þar?
—■ Fyrst og fremst veðurathug-
anir, siðan meðferð á senditækj-
um, fallhlifarstökk ...
— Hvað segirðu?
— Fallhlífarstökk ...
— Bóklegt?
— Já, og verklegt líka.
— Stökkstu nokkurn tima nið-
ur ... úr flugvél
—- Blessaður. Oft og mörgum
sinnum. Við vorum fyrst æfðir úr
turni og stukkum þá ofan í mottu.
Eftir nokkurn tima fórum við svo
að stökkva úr flugvél. Fyrst í
bliðskaparveðri á dáginn, en sið-
an, eftir því sem við æfðumst bct-
ur, fórum við að stökkva i verra
veðri, og síðast vorum við látnir
stökkva yfir óþekktu landi í
roki — um koldimma nótt.
— Og til hvers var þetta eigin-
lega?
— Ja, það var aldrei vitað
ákveðið hvort ég mundi fara með
kafbát, eða stökkva úr flugvél, svo
að ég var æfður í hvoru tveggja.
—- Já, og svo varstu á kafbáta-
æfingum.
— Já. Ég var í eina níu mán-
uði i því. Það er að scgja að ég var
ekki allan þann tíma á kafbát, held-
ur við flotastöðina í Kiel. Meiri-
hlutann var ég á kafbát.
— Þetta liafa verið alls konar
æfingar?
— Já, allt, sem hugsazt gat. Við
vorum t. d. æfðir með gasgrímur
inni i gasfylltum klefum og allt
hvað eina.
— Allt til þess eins að þú gætir
staðið þig liérna heima, eða hvað?
— Svona í og með. Ég var ekki
einn i þessari þjálfun, skaltu vita.
Þetta var nokkurs lconar skóli, sem
ég var settur í, ásamt ýmsum öðr-
um. Ég þurfti að vera viðbúinn
hverju sem var, sögðu þeir. Það
gat alveg eins farið svo að ég yrði
sóttur aftur til íslands, og látinn
eitthvert annað. En það fór nú
öðruvisi.
LANDGANGAN.
Klukkan um fjögur á tunglskins-
bjartri nóttu, hefði athugull mað-
ur getað sér ókennilegt furðuskip
renna inn eftir lygnum Finnafirði
á Langanesi. Það heyrðist ekkert
hljóð frá þessu farartæki, er það
rann hratt og örugglega inn
fjörðinn og skildi eftir sig hvít-
bryddar gárur i kjölfarinu. Við
nánari athugun hefði mátt sjá
ógnvekjandi fallbyssur á dekki
bátsins, rétt yfir yfirborð sjávar-
ins, mannaðar alvörugefnum og
ihugulum soldátum. Byssunum var
beint til lands, nema loftvarnar-
byssum á afturdekki, scm ógnuðu
myrkum himninum dauða og tor-
tímingu.
Inni á miðjum firði stöðvaðist
farartækið. Eftir nokkra stund
hefði máttsjáað útblásnum gúmmí-
bát var rennt niður í sjóinn við
bátsliliðina, og að í liann voru sið-
an látnir nokkrir stórir og þungir
pinklar, vel innpakkaðir. Að lok-
um kom dökkklæddur maður að
borðstokknum og bjóst til að stiga
niður í hátinn. Hár og myndarleg-
ur maður, borðalagður gekk til
hans og tók í hönd hans að skiln-
aði.
„Mér þykir það leitt, hr. Thom-
sen,“ sagði liann, „að mér er fyr-
irskipað að miða á yður öllum
minum byssum á meðan þér eruð
á leið til lands.“
VIKAN 43