Vikan - 31.01.1963, Blaðsíða 51
lægt enn, svo ljúft og dapurlegt í
senn. Það var eins og ekkert hefði
nokkurn tíma áður gerzt í lífi henn-
ar, sem nokkra þýðingu hafði, eins
og líf hennar hefði einungis varað
þessa einu viku, sem Frank dvaldist
í Berlín. Evelyn gat ekki annað en
hlegið að sjálfri sér. Það var ekki
eins og hún sæi ekki og skildi, hve
heimskuleg þessi árátta var, en hún
gat ekki varizt henni samt.
Hún afréð að þetta skyldi ekki
lengur þannig ganga. Hún skyldi
taka sér eitthvað fyrir hendur, sem
dreifði huganum og gagn væri að.
Hún mundi til dæmis eftir gas-
reikninginum, sem eiginmaður
hennar hafði verið að fjasa um; hún
tók að leita að honum á skrifborð-
inu og í skúffunum, en fann hann
vitanlega ekki. Hún þvoði hanzkana
sína; því næst tók hún blúndukraga
af kjól, þvoði hann og strauk og
vökvaði blómin í stofunni, sem þeg-
ar var búið að vökva. Loks settist
hún við að hekla hosur á Litlabróð-
ur; að vísu var full skúffa fyrir af
slíkum hosum, en hún hafði svo
mikið gaman af þessu, og Veronika
starði á hana stórum augum og skildi
ekkert í hve húsmóðurin var allt
í einu orðin framtakssöm. Evelyn
hafði þó ekki neina matarlyst.
Borðaði hálfan banana og skildi
helminginn og hýðið eftir á borð-
stofuborðinu. Sat síðan út við
gluggann og starði út og þannig leið
hessi dagur eins og aðrir undan-
farnir dagar.
Oendanlegur dagur. Þegar Evelyn
Isit á klukkuna, var hún ekki nema
tvö. Hana hryllti við þeirri tilhugs-
un að verða að þola þetta hugstríð
viku eftir viku, mánuð eftir mán-
uð, kannski árum saman. Fólk
sagði að tíminn græddi slík ástar-
sár, en Evelyn lagði ekki neinn
trúnað á það. Rödd hans hljómaði
enn sífellt í eyrum hennar, hún sá
fyrir sér andlit hans, fann ilminn
af vindlingunum hans. Hún gat enn
séð það ljóslega hvernig glóð hafði
á skífuna á armbandsúri hans í
myrkrinu í baðhúsinu. Allar þess-
ar minningar, öll þessi smáatriði,
voru henni ómetanlegir dýrgripir,
sem hún var þó dæmd til að glata
smám saman eftir því sem minning-
in bliknaði, unz hún að síðustu yrði
öreigi, og hún mátti ekki til þess
hugsa. Og henni varð hugsað til
þeirra kvenna, sem átt höfðu ástar-
ævintýri — raunveruleg ástaræv-
intýri, þar sem hver bikar var
tæmdur í botn — og hve óendan-
lega meira þær höfðu borið úr být-
um en hún. Það var þetta, sem hún
hafði óskað af öllu hjarta að gerðist,
en sem gerðist ekki, þessi fullnæg-
ing, sem ein skiptir konuna máli
en hún hafði einungis mátt þrá, en
ekki notið — það var þetta, sem
olli henni mestum harmi og kvöl.
Hana hafði dreymt um það öllum
stundum þessa umræddu viku, að
mega eiga þann unað í örmum
Franks, en sá draumur hennar hafði
ekki rætzt. Hún hafði óskað sér alls,
en hlotið svo sáralítið. Og hún hugs
aði enn með sjálfri sér, að hún
mundi vilja gefa allt til þess, að
mega sjá Frank aftur, og njóta með
honum þeirrar fullnægingar, sem
allir hennar draumar snerust um.
Bókstaflega allt ...
Barnfóstran kom heim með
börnin, og það ískraði í barnavagn-
inum, þegar honum var ekið inn
ganginn. Clara var þungstíg eins og
hún átti vanda til og heldur en ekki
óðamála — hún hafði séð fugl með
blóm á rassinum, sagði hún og benti
á sinn eigin sitjanda og tók að rixa
um herbergið eins og hún væri þessi
kynjafugl. Evelyn leit undrandi á
barnfóstruna.
„Páfugl ...“ sagði fóstran. Hún
hafði farið með börnin í dýragarð-
inn og kom alltof sein heim. Evelyn
vissi að sér bæri að setja ofan í við
hana. En hún þorði það ekki.
Fóstran, sem var í sínum bláa
einkennisbúningi og með gullspang-
argleraugu á nefinu, færði Litla-
bróður úr bözlunum, skipti um
bleyjur á honum, en Litlibróðir
virtist kunna því mætavel.
„Má ég leggja hann í rúmið sitt? “
spurði Evelyn fóstruna með varúð,
en Litlibróðir lá í stól með pelann
sinn, sem hann hafði þegar tæmt,
og brosti út að eyrum af ánægju
og vellíðan. Fóstran hafði sett
Clöru í stól og mataði hana á spínati,
og Clara þorði ekki annað en taka
við, þó hún gæti ekki komið meiru
í sig og það komu stórir gúlar á
kinnar hennar, þegar hún gat ekki
rennt spínatinu niður. Evelyn tók
Litlabróður og lagði hann til svefns,
en um leið og hún sleppti honum,
tók hann að orga og Clara, sem nú
var búin að fá meir en nóg af spín-
atinu og strangleika fóstrunnar, fór
líka að orga. Evelyn flýði sem fæt-
ur toguðu út úr barnaherberginu,
settist á rekkju sína og hvarf aftur
til Franks, eins og hann hefði kallað
á hana.
Skömmu seinna, þegar bæði börn-
in voru sofnuð, bjó Evelyn sig út
og hélt á fund læknisins. Hún fékk
sér sæti í biðstofunni, fór að skoða
tímarit, en tók ekki eftir neinu, sem
hún skoðaði þar eða jafnvel las.
Þegar læknirinn stakk dælunálinni
í lær henni, var hún svo utan við
sig, að hún fann ekki til stungunn-
ar. Nokkru seinna stóð hún góða
stund úti fyrir sokkaverzlun og
starði í gluggann; ekki vegna þess
að hún hefði í hyggju að kaupa
sokka, heldur einungis fyrir það, að
hún vissi ekki hvar hún stóð eða
hvað hún hafðist að. Ég verð að
vinna bug á þessu, hugsaði hún.
Þessu er lokið. Frank er farinn og
ég sé hann aldrei aftur. Það er blátt
áfram brjálæði að brjóta heilann
um það lengur. Það var sem henni
létti nokkuð við að ávíta sjálfa sig
þannig. Hún hélt heim á leið, nam
staðar öðruhverju við búðarglugga
og þráði að hitta Maríönnu. Kannski
mundi Maríanna minnast eitthvað á
hann, nefna nafn hans, bera lof á
hann.
Löngunin til að tala um Frank
þótt ekki væri annað, varð henni
svo óviðráðanlega sterk, að hún fór
inn í kaffihús og reyndi að ná síma-
sambandi við Maríönnu, en sú til-
raun bar ekki neinn árangur —
númerið var stöðugt á tali. Þegar
hún kom út aftur, var farið að rigna,
svo að hún tók strætisvagn það sem
eftir var heim, og var þó orðin
gegndrepa, þegar hún settist á
rekkjustokkinn inni í svefnherbergi
sínu og fór enn að hugsa um Frank.
Landsyfirréttardómarinn var ekki
kominn heim enn.
Veronika gægðist inn í dyrnar,
ströng á svip. „Hrærð egg með
reyktri síld?“ spurði hún.
„Ágætt,“ svaraði Evelyn annars
hugar, en tók sig á og bauð Veroniku
að segja fóstrunni að koma með
Clöru litlu inn til sín.
„Frúín verður að skipta um skó.“
sagði fóstran, þegar hún kom inn
með telpuna og sá hve skór Evelyn
voru blautir. Evelyn var alltaf
hrædd við þessa fóstru sökum
strangleika hennar, og auk þess
höfðu þau alls ekki efni á að hafa
hana, laun yfirréttardómarans
leyfðu það ekki. En hjá því varð
ekki komizt, og Evelyn lét mikinn
hluta þeirra mánaðarpeninga, sem
faðir hennar greiddi henni enn,
ganga til þess að greiða barnfóstr-
unni launin.
Framhald í næsta blaði.
VIKAN 5X