Vikan


Vikan - 14.02.1963, Side 2

Vikan - 14.02.1963, Side 2
I fullri alvöru: MERKIÐ ER Hekla HEKLU merkið hefur íiá upphafi iryggt betra efni og betra snið. Amer- ísku Twill efnin hafa reynzt bezt og eru því eingöngu notuð hjá HEKLU. STÓRAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR OLL AKLÆDIN MOLVARIN • NYJUNG: OLL AKLÆDIN MOLVARIN Gefjunaráklæðin breytast sífellt í lifurrj og munztrum, því ræður tízkan hverju sinni Eitf breytisf þó ekki, vöruvöndun verk' smiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklæðið vinsælasta húsgagnaáklæð* ið í landinu. NÝJUNG 2 — VIKAN 7. tbl. TEMPLARAHRÆÐSLA Rétt fyrir jólin birtu dagblöðin þá frétt, að týnst hefði gæs frá hinu kunna viskífirma George Ballatine & Son í Skotlandi. Þessi gæs var liðhlaupi úr gæsahersveit fyrirtæk- isins, sem hefur það hlutverk að garga á dóna, sem hafa áhuga fyrir að ná sér í viskí úr vörugeymslum Georgs og sonar hans án þess að borga fyrir það. Þeir feðgar óttuð- ust, að gæsin hefði leitað athvarfs á íslandi, og lögðu 50 sterlingspund til höfuðs henni, ef hún fyndist. Aftan í þessa frétt var svo hnýtt þeirri athugasemd, að svona aligæs gæti ekki flogið svo langa leið, sem er milli viskíbruggs þeirra feðganna í Skotlandi og aðdáenda þeirra hér heima. Hún hefði sem sagt orðið að taka sér far með einhverju vél- knúnu mannanna farartæki, til þess að komast til þess að garga á viskí- þyrsta íslendinga. Það setti hressilegan hlátur að mörgum, þegar þeir lásu þessa ágætu auglýsingu þeirra feðganna, sem barst blöðunum fyrir milli- göngu G. Helgasonar & Melsted h.f., og birt var á góðum stöðum á (út)síðum blaðanna. Margir bjugg- ust við, að fleiri myndu renna í þessa smugu, og næstu daga myndi t. d. birtast frétt frá Cinzano fyrir milligöngu Alberts Guðmundssonar, þar sem frá því yrði skýrt, að vín- flutningaskip Cinzano hefði misst tvær stórar vínámur útbyrðis við Spánarstrendur, og þær hefði rekið af stað með miklum hraða í áttina til íslands. Skilvís finnandi væri vinsamlega beðinn að snúa sér til fyrirtækisins eða umboðsmanns þess á íslandi gegn fundarlaunum. En hvers vegna er líka verið að banna það, að auglýsa vín á heiðar- legan hátt — það er að segja með launuðum auglýsingum. Líklega stjórnast það af templarahræðsl- unni. En ef það væri leyft, myndi það verða til mikilla hagsbóta fyr- ir þjóðarbúið og ekki sízt hin póli- tízku dagblöð. Fyrir þær yrði greitt í beinhörðum gjaldeyri, og ekki þarf að draga í efa, að mikið yrði auglýst. Það má telja víst, að ef aðstandendur blaðanna sameinuðust á þingi um tillögu þess efnis að af- nema þetta bann, myndi það bæta stórlega hag blaða þeirra og þá um leið gjaldeyrisstöðu ríkisins. Ekki þarf að óttast það, að drykkjuskap- Framliald á bls. 47.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.