Vikan - 07.03.1963, Side 5
uRimi
ans, sem á milli okkar sálardjúpa
iiggur, að maðurinn muni eigi allur
þar sem hann er séður. Grunur minn
er íjá aS vel líki honum andríki mitt
og skoðani^ sé hvergi hræddur við
dobbeltheimskuna á Akureyri, né
telji sjálfan sig raunverulega mjög
vitlusan eður áttavilltan á höndum
sin og annarra. Gegnum gjörsam-
lega ólitað sjóngler skarpskyggninn-
ar viti hann með vissu, að> dobbelt-
heimskunni á Akureyri muni líka
ágætlega athugasemdir hans við
skrif min. Hann sér heimskutetrið
brosa við sér, gleiðgosalega, sjálf-
hælna i ræfilmennskunni, hræsn-
inni og ............hættinum -—
vegna þessara athugasemda. Hann
sér allra manna bezt allan þann
neo-dadisma, sem í henni felst. Svo
kastar liann önglinum,vitandiþað,að
hún muni bíta á agnið. Þegar dobb-
eltheimskan tekur að stiga dansinn
eftir ]>essum nótum, mun liún opin-
bera sig opinberar en nokkru sinni
fyrr, svo að eigi verður um villzt
— og öllum skyni gæddum mönnum
til ánægju og aðhláturs. Af því ætl-
ar póststjóri nokkurn lærdóm að
taka. Og skrifa í dagbók sína. Auð-
sjáanlega ekki til einskis alinn upp
i fjallalandi refanna, sem Theodór
á Bjarmalandi rakti slóðir eftir. Þvi
að þegar skilvinda dómsdags hefir
tekið á hlutverki sínu, kenmr dobb-
eítheimskan á Akureyri ekki út um
rjómatrektina — eftir þessar að-
farir.
Akureyri,
Athuguli maðurinn.
--------Enn botna ég ekki í
því, hver þessi dobbeltheimska
er. Kannski það sé bara dobbelt-
heimska í mér að vera að birta
þessi árans bréf.
Eins og sjá má, hef ég sleppt
nokkrum orðum úr bréfinu —
velsæmis vegna.
Svimi ...
1 Kæra Vika min!
Þakka þér fyrir allt gamalt og
gott og þó sérstaklegá nl'yndasög-
urnar. Þær eru ágætar, ef maður
þarf ekki allt of lengi að velta því
fyrir sér, hvað sum skrýtnu orðin
í textanum þýða. Mig langar að biðja
þig að hjálpa mér í einu vanda-
máli, ég dansa mikið, en mig svim-
ar svo mikið þegar ég dansa rokk
ánd roll og djæv og svoleiðis. Er
hægt að taka eitthvað inn við þessu?
Mér hefur dottið í hug sjóveikispill-
ur og bílveikispillur, en hefur það
nokkuð að segja? Svaraðu mér nú
fljótt. Ebba.
--------Nei, þú getur ekkert
tekið inn við þessu. Annað hvort
verður þú að hætta þessu sprikli
*• eða þjást.
Lítil ...
Elsku Vika mín!
Mig lagar að leita til þln í vand-
ræðum minum. Þáð er oft verið að
stríða inér á því, að ég sé lítil, en oft-
ast læt ég það sem vind um eyru
þjóta, en stöku sinnum verð ég dá-
litið reið og hreyti einhvcrju út úr
mér. Finnst þér, Vika mín, að ég
eigi að þegja, eða rífast á móti?
Vonast eftir svari fljótt. Nína.
--------Steinþegja — kannski
í mesta lagi setja upp svolítið
meðaumkunarbros. Eins og ég hef
áður sagt, þá endist enginn til
þess að strfða þeim, sem ekki
tekur stríðnina nærri sér.
Strætóferðir ...
Kæra Vika.
Ég fer oft í strætó, og verð að
viðurkenna það, að ég er ekkert
afskaplega grönn og spengileg leng-
ur, og þar að auki er ég oft með
alls konar pinkla og pakka. En það
heyrir til undantekningum, ef ungl-
ingar, svo ég ekki tali um krakkar,
standa upp fyrir mér. Mér finnst
þetta bera vott um skort á kurt’k
eisiskennslu á heimilunum, og vera
ungum foreldrum til lítils sóma.
Hins vegar hendir það enn, að til-
tölulega margir ungir menn standa
upp fyrir manni, og er það þakk-
samlega þegið. Strætisvagnabíl-
stjórarnir láta ekki sem þeir viti af
því, að börnin eru svona ókurteis.
Gætir þú ekki komið því á fram-
færi við foreldra, að þeir kenndu
börnum sínum að standa upp í
vögnunum? Maður sér það oft, að
foreldrar láta börnin sitja fyrir inn-
an sig og hreyfa sig ekki, þótt vagn-
inn sé troðfullur, og ég hef meira
að segja séð það með mínum eigin
augum, að foreldrar standa og lofa
börnunum sínum að sitja. Og svo
má biðja bílstjórana að reka krakk-
ana upp, ef þeir sjá þá vera svona
ókurteisa.
Leið númer 0000.
Þetta er öldungis satt og rétt hjá
þér. Það er óþolandi, að krakka-
pottormar séu að troða sér í sæti,
meðan fullorðið fólk, sem miklu
fremur þarf sæti, stendur. En nú
skal ég segja þér nokkuð: Ég fer
tíka oft í strætó, og nái ég sæti,
stend ég ekki upp, nema ég sjái
beinlínis, að einhver frúin sé að
svipast um eftir sæti. Og ég skal
segja þér af liverju. Það er af því,
að fæstar eru nógu góðar til þess
að vilja setjast í sæti, nema þær
hafi það alveg út af fyrir sig.
Ef einhver er í innra sætinu,
vilja blessaðar frúrnar ekki líta
við því fremra. Já, meðan fólk-
ið er svona vanþakklátt, er ég
svona dónalegur. — Það væri
annars gaman, ef einhverjir vildu
skrifa okkur um þetta efni.
Það hefur undraverð og endurnýjandi áhrif þegar,
gegnum
húðfrumurnar.
Áhrif þess
koma fljótlega
fram og sýna tjóslega
hvaða kraftaverk er hægt
að framkvæma með notkun
„drottningarhlaupsins“
Creme a la Gelée Royale:
(Kremið) Er mjög nærandi fyrir húðina. Endur-
nýjar frumurnar og heldur húðinni stöðugt ung-
legri. Mýkir andlitsvöðvana og sléttir úr hrukk-
um.
Elixir a la Gelée Royale:
(Andlitsvatnið) Gefur húðinni jafnan litarhátt
og styrkir hana. Sérstaklega bendum vér á
notkun þess á undan andlitsförðun.
Baume a la Gelée Royale:
(Hrukkusmyrslið) Dregur úr hrukkum kringum
augun og er nærandi og fegrandi fyrir augna-
umbúnaðinn. Er áhrifamikið og algerlega
skaðlaust.
Savon a la Gelée Royale:
(Sápan) Henni er blandað saman við „drottn-
ingarhlaupið“ og kemur þessvegna i veg fyrir
að húðin þorni, ■—■ en gerir hörundið aftur á
móti mjúkt og bjart yfirlitum.
Við bendum viðskiptavinum okkar á að nánari upplýsingar og
notkunarreglur má finna í „ORLANE HANDBÓK UM FEGRUN“
sem við höfum gefið út á íslenzku og er nú fáanleg hjá umboðs-
mönnum vorurn, yður að kostnaðarlausu. Bjóðið húð yðar ávallt
það bezta, með því að nota ORLANE snyrtivörur.
Umboðsmenn í Reykjavík: Regnboginn — Tíbrá — Oculus —
Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri
— Straumur, isafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf.
Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum.
P A R í S