Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 18
fO.
Framhaldssaga
eftir
VICKI BAUM
„Nei.“
„Alls ekki?“
„Helzt ekki.“
Hann hikaði við eitt andartak. Á
stundum gat maður eyðilagt allt
með vanhugsaðri ágengni. Hann reis
á fætur, vafði hana örmum og kyssti
hana. Augu hennar voru blárri og
skærari en nokkru sinni fyrr, en
ótti í tilliti hennar.
„Flýttu þér þá elskan," sagði
hann.
Hún greip allt í einu um hönd
honum, kyssti hann í lófann og lok-
aði honum síðan, eins og hún hefði
gefið honum einhvern dýrgrip.
Hann fann varir hennar enn brenna
þar á hörundi sínu, þegar hann stóð
við símann frammi í setustofunni
og hringdi til Marion. Fyrst Evelyn
var komin, varð hann að aflýsa
stefnumóti sínu við hana í kvöld.
„Allohallo," svaraði rödd hennar
í símann. „Joujou? Ég hef ekki séð
þig í heila eilífð. Þú mátt trúa því,
að ég bíð kvöldsins og næturinnar
með óþreyju . . .“
,,Elskan,“ sagði hann lágt. „Það
kom dálítið fyrir ..
„Mon dieu,“ sagði hún óttaslegin.
„Vonandi ekki neitt alvarlegt ...“
„Alvarlegt og alvarlegt ekki. Kon-
an mín er komin. Það verður því
ekekrt af að ég komi til þín í kvöld.
Við leggjum af stað heimleiðis
snemma í fyrramálið, svo að ég get
ekki einu sinni kvatt þig ...“
Marion dró svarið andartak. En
hún tók þessu hressilega.
„Það er ánægjulegt fyrir þig, að
konan þín skuli vera komin,“ sagði
hún glaðlega. „Hvenær fer skipið?
Með hvaða lest farið þið? Hvenær
kemurðu aftur til Evrópu? Sendu
mér skeyti þegar þú kemur?“
Frank hvíslaði nokkur ástúðleg
orð í talnemann. Hann var óþolin-
móður. Dyrnar að baðherberginu
opnuðust, Evelyn stóð á þröskuld-
inum og leit spyrjandi á hann. Hann
þagnaði og lét Marion um að tala.
„Vertu sæll, mon petit; það var
yndislegt að eiga þessar stundir
með þér. Skemmtu þér vel og góða
ferð!“ Hann heyrði verla síðustu
orðin. Hugur hans var allur hjá
Evelyn.
Hún hafði breyzt í baðinu. Það
var meiri Ijómi yfir henni. Þegar
hann kyssti hana, fann hann bragð
af varalit.
Einmitt það, hugsaði hann. Þetta
var nýtt. Og allt í einu varð hon-
um hugsað til eiginmanns hennar,
einmitt þegar sízt skyldi, og hann
sleppti henni.
„Nú er kominn tími til að fá sér
eitthvað að borða,“ sagði hann og
leiddi hana út úr íbúðinni.
Forstöðukonan stöðvaði þau niðri
í anddyrinu og rétti Frank sím-
skeyti. Frá Lundúnum — frá Pearl
„Corsar vill fá að kynnast þér sem
fyrst ..Frank starði á skeytið og
skildi fyrst í stað ekki meininguna.
Svo rann Ijós upp fyrir honum;
Corsar — það var hundurinn, sem
hún var að kaupa, hugsaði hann
og gat ekki varizt brosi. Evelyn
stóð við hlið honum og virti hann
fyrir sér með alvörusvip.
„Viðskipti,“ varð honum að orði.
„Allar konur dekra við þig,“ sagði
hún allt í einu. Hann starði undr-
andi á hana. Hún hafði verið blíð-
ari og viðkvæmari í Berlín. Það
var eins og það væri ekki einungis
svipur hennar heldur og allur henn-
ar persónuleiki, sem varaliturinn
hafði breytt.
„Afbrýðisöm?" spurði hann glettn-
islega.
Hún svaraði ekki. Hann kastaði
símskeytinu í næstu pappírskörfu.
Eins og allir Bandaríkjamenn,
sem dveljast í París lengri eða
skemmri tíma, var Frank stoltur af
því að vera kunnugur á matsölu-
stað, sem ekki var sóttur af Banda-
ríkjamönnum. Hann leiddi Evelyn
til sætis á löngum sófa í „Ches
Sousesett“ og athugaði matseðilinn
af gaumgæfni. Talaði alltof mikið
og alltof hratt; fann það sjálfur.
Það var ekki laust við að hann væri
í dálitlu uppnámi, auðvitað var það
hlægilegt, en honum fannst þetta
allt alls ekki eins auðvelt viðfangs,
og hann hafði gert ráð fyrir.
Vitanlega talaði það sínu máli,
að Evelyn skildi tafarlaust hafa
bruðgið við og komið til Parísar,
eftir að hann talaði við hana í sím-
anum. En um leið var hún svo sak-
laus og viðkvæm, að það vakti hjá
honum feimni. Honum gat alls ekki
fundist sem um venjulegt ástar-
ævintýri væri að ræða — öllu frem-
ur, sem þau væru að hefja sína
brúðkaupsferð.
Evelyn dreypti á víninu. Brosti.
Hún virtist ekki hið minnsta utan
við sig.
Ég er heimskingi, hugsaði hann.
Sennilega skreppa þessar heiðvirðu
Berlínarfrúr til Parísar, svona við
og við. Hann leitaði handar hennar
undir borðinu og þrýsti hana. Hún
bar giftingarhringinn, hendi henn-
ar var köld enn og titraði lítið eitt.
Evelyn var farin að tala frönsku
við hann og hann kunni því vel.
Allt í einu kom karlmaður nokk-
ur, auðsjáanlega þýzkur, fram úr
einu skotinu og heilsaði Evelyn.
Frank virti hann fyrir sér ósjálf-
rátt. Hann var ljósskolhærður, hárið
þunnt, bar nefklemmugleraugu og
andlitið var óprýtt þrem, viður-
styggilegum örum. Hann talaði hátt
og brá fyrir sig ótal kokhljóðum,
Evelyn svaraði orðum hans, en svip-
ur hennar lýsti ótta og kvíða. Þegar
sá þýzki lét þau loks ein, virtist
hana þrjóta allan mátt. Frank
greiddi matinn og leiddi hana út á
gangstéttina.
„Hvað nú?“ spurði hann óákveð-
inn.
„Já, hvað nú?“ endurtók hún.
„Þú veizt vel hvað allir elskend-
ur í París hafa fyrir stafni um þetta
leyti dagsins," spurði hann umbúða-
laust. Hún roðnaði lítið eitt.
Kannski hefur hún alltaf verið að
bíða eftir þessu, hugsaði hann.
„Já, ég veit það. Tjöld dregin
fyrir glugga, og allt þessháttar,“
sagði hún. „Kannt þú vel slíkum
ástaleik um miðjan dag?“ Kanntu
vel .. . það leit út fyrir að hún væri
ekki eins óreynd og hún leit út fyr-
ir. Hún talaði um ástaleik um miðj-
an dag eins og reyndur smekkmað-
ur á vín talar um vínárganga. Frank
þrýsti höndinni undir arm henni
og dró hana að sér.
„Ég er ekki af þeirri gerðinni,"
sagði hún.
Hann vissi ekki hvað hann átti
að halda.
„Af hvaða gerð ertu ... eða öllu
frekar, af hvaða gerð ertu ekki?“
spurði hann. Nú fór hann að verða
óþolinmóður. Við förum til Bois,
hugsaði hann; það er venjulega til
að auka ástina.
Það var farið að rigna. Evelyn
horfði þegjandi út um bílrúðurnar,
droparnir buldu á þekjunni og Frank
var allt í einu aftur farinn að hugsa
um appelsínusamninginn. Það yrði
tap á þessari ferð hjá honum, þegar
ferðákostnaður og allt það var tekið
með í reikninginn, en nú hafði hann
náð föstum samningum og hann hét
því, að hann skyldi vinna upp tapið
þegar til kæmi.
Bíllinn nam staðar og Frank átt-
aði sig. Það var stytt upp að vísu,
en droparnir drupu af laufinu.
Frank smeygði höndinni undir arm
Evelyn og fingur þeirra gripu sam-
an, þegar þau leiddust eftir blautri
mölinni upp að Pré Catelan. Þetta
kom allt af sjálfu sér — það var
að vísu dálítið þreytandi, að sömu
hlutirnir skyldu ævinlega endurtaka
sig hérna, þegar ástin var annars
vegar, en hins vegar var það líka
nokkur kostur að geta alltaf treyst
fyrirfram ákveðinni áætlun — það
gerði manni að vissu leyti auðveld-
ara fyrir. En Frank var óþolinmóð-
ur og fannst það hlægilegt að vera
eyða tímanum í þessum regndrjúp-
andi skógarlundi. Þau tóku sér sæti
á blautum járnstólum og hann bað
um heitt súkkulaði handa Evelyn.
Á morgun mundi þessu óafturkall-
anlega lokið. Því fór verr, hugsaði
hann enn. Ef hann hefði átt lengri
tíma fyrir höndum með Evelyn, þá
var ekki að vita nema eitthvað fag-
urt og eftirminnilegt hefði gerzt
þeirra á milli. Það var furðulegt hve
hvarmhár hennar voru ljósgullin,
hugsaði hann.
„Þú ert einkennilega framandleg-
ur maður,“ greip hún skyndilega
fram í hugsanir hans. Hún virti
hann fyrir sér með náinni athygli
og hallaði sér nær honum. Andlit
hennar var nálægt andliti hans, og
hörund hennar minnti á skyggðan
málm, þegar hann horfði á það
svona nærri sér.
„Segðu mér eitthvað um sjálfan
þig,“ mælti hún. „Hvaðan þú kem-
ur og hvert þú ferð. Og um hvað
þú ert að hugsa; ég veit ekki hið
minnsta um þig.“
- VIKAN 10. tbl.