Vikan


Vikan - 07.03.1963, Side 20

Vikan - 07.03.1963, Side 20
klúbburinn eða einhverjar aðrar vinkonur, sem ætlunin er að halda matarboð fyrir, er það skemmtilegt að þurfa ekki að taka tillit til karl- mannanna í eitt skipti og þess, að þeir fái mat, sem þeir verða saddir af. Þegar konur borða saman, má leggja áherzlu á skemmtilega rétti, þótt þeir séu ekki heil máltíð, í þeirri merkingu sem karlmenn leggja í það orð — og þá má líka leggja mikið upp úr borðskreyt- ingunni, sem karlmönnum finnst oft og einatt vera fyrir sér, en konur kunna undantekningarlaust að meta. Hér fara á eftir tillögur um tvo matseðla fyrir vinkonuboð — ann- að fyrir tvítugar og þar um bil, en hinn fyrir þær, sem eru orðnar fertugar og eldri og leggja kannski meira upp úr mat. Uppskriftirnar ætlaðar fyrir 6. Yngri matseðillinn: Bakaðar kartöflur með skinku, súrum rjóma og einhverju grænu (persilju, karsa og þvílíku). Kringlóttar brauðsneiðar með ferns konar áleggi. Ávaxtaterta með sherrykremi. Bakaðar kartöflur með skinku, súrum rjóma og grænu grænmeti. 6 eða 12 mjög stórar, ílangar kart- öflur, salatolía, 100 gr soðin reykt skinka, 1 egg, salt, hvítur pipar, 50 gr smjör, 2 matsk. rasp, 1 tsk. paprika, % 1 súr rjómi, 3 matsk. söxuð púrra, 2 matsk. hakkaður kerfill. Kartöflurnar þvegnar og burst- aðar vel og penslaðar með salat- olíu, síðan bakaðar með hýðinu í heitum ofni í u. þ. b. klukkutíma. Teknar út og skorið af þeim að of- an, innihaldið tekið út, blandað saman við hakkaða skinkuna. Egg- ið er hrært og salti og pipar blandað í, og það sett í kartöflumósið. Allt sett aftur í hýðið og kartöflumar settar í smurt eldfast fat, raspi stráð VINKONUNUM BOÐIB AÐ BORÐA yfir og rauðum rifnum pipar, ef hann er til, sett aftur inn í ofn og hitað í um það bil 15 mín. Kerfli og púrrum blandað í súran rjómann. Það má sýra hann með því að láta hann standa nokkra tíma með sítrónusafa (2—2% tsk. í % 1), hrært í öðru hverju. Líka má flýta fyrir því að hann súrni með því að setja inn í ofn og hræra í öðru hverju. BRAUÐIÐ: Fjórar kringlóttar brauðsneiðar ætlaðar á mann og bornar fram á sérdiski fyrir hverja. Gott er að skera þær út með glasi og bezt er að nota gott rúgbrauð (sjá mynd). Þær eru allar smurð- ar með smjöri fyrst. 1. 50 gr kavíar, 2 harðsoðin eggi, 1 matsk. majones, % tsk. indverskt karrý, 40 gr rækjur. Þekið sneiðina með kaviar, setjið hálft harðsoðið egg og látið sárið snúa upp á hverja sneið. Hrærið majonessósuna með karrý og sprautið henni fallega á eggin. Nokkrum rækjum raðað efst. 2. 100 gr soðið kjúklinga- eða hænsnakjöt, 50 gr sveppir, 100 gr majones, 1 matsk. þeyttur rjómi, 1 matsk. hvítvín, salt, svolítið af múskati. Kjúklingakjötið skorið í smábita, sveppirnir hreinsaðir og skornir í sneiðar. Majonesið hrært með þeytta rjómanum og hvítvíninu, öllu blandað saman og sett á brauðið í háa hrúgu. Skreytt með tómötum og karsa. 3. Hér á að nota fuglalifrakæfu úr dós, en þar sem ekki er víst að hún fáist hér, má nota góða lifrakæfu, sem er hrærð út með 2 matsk. rjóma og 2 matsk. koníak eða madeira. Sprautað í hring á brauðið og heilum sveppi stungið í miðju og skreytt með grænum pipar. 4. 75 gr gráðaostur rifinn á rifjámi og hrærður með 40 gr smjöri. Sneiðarnar smurðar með ostinum og rifnum hreðkum stráð yfir. Ostasmjöri svo bætt ofan á í háan topp. ÁVAXTATERTA: Fyrst er bakaður botn úr: 175 gr hveiti, 125 gr smjörlíki, 25 gr sykur, ca. 1 matsk. kalt vatn. Allt hnoðað hratt saman og látið standa á köldum stað í hálftíma. Deigið flatt út (ekki alveg út á enda, svo að loftið fari ekki úr því) og smurt tertuform þakið með því. Bakað við Framhald á bls. 40. HÁKARL- INN ILMAR 2Q — VIKAN 10. tbl. Það hefur stundum verið talað um, að við íslendingar eig- um fáar erfðavenjur í sambandi við mat. Nú er það almennt viðurkennt, að hinn svonefndi íslenzki matur er hnossgæti, meira að segja lúxusvara, sumt af honum. í seinni tíð hefur sú venja smám saman komizt á, að blóta þorra með því að taka hraustlega til matar síns — og þá eingöngu borðaður íslenzk- ur matur. Það má að miklu leyti þakka þennan sið veitinga- húsinu Nausti, sem gert hefur að venju að hafa Þorramat á boðstólum á hverjum Þorra. Síðan hafa allskonar félagssam- tök komið og haldið innbyrðis Þorrablót og nú mun það orðin venja í flestöllum íslenzkum sveitum, að hreppsbúar komi saman og hafi með sér íslenzkan mat — í trogum. fslenzkur matur á postulínsfötum er eins og fallegt vín í blikkkrús. Trog- in eru hin nauðsynlega umgjörð matarins, sem ekki má vanta. Síðan þessi hefð komst á, hafa ýmsar tegundir af íslenzkum mat komizt í tízku og jafnvel hefur það orðið lúxusvara, sem hérumbil enginn bragðaði áður. Til dæmis hákarlinn. Með- fylgjandi mynd er tekin í Nausti. Einn matsveinanna er að Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.