Vikan - 07.03.1963, Page 21
Þennan baðpúðurhanzka er
hægt að búa sér til á ódýran
og fljótlegan hátt.
Efni: Dálítið af ljósleitu
flóneli;rósóttu efni; plasti; ská.
böndum og baðpúðri.
Búið til snið eftir hendinni,
með hliðsjón að meðfylgjandi
mynd.
Sníðið öll þrjú efnin eftir
sniðinu og leggið saman. Látið
rósótta efnið vera efst, þá
plastið og síðan flónelið.
Þræðið nú brúnirnar mjög
nákvæmlega saman og brydd-
ið með skábandinu.
Látið dálítið af baðpúðri
renna niður með plastinu,
flónelsmegin. Bryddið síðan
hanzkann að ofan að ofan á
sama hátt og í kring.
BAÐPÚÐURHANZKI
Efni: Dálítið stykki af poplinefni,
sem ekki þarf að strauja og stk. af
plasti, frekar þunnu. 6 smellur og 6
hnappar.
Byrjið á að búa til sniðið þannig:
Strikið ferhyrninga á pappír, 5x5 cm
hvern ferning. Teiknið sniðið eftir
skýringa.rmyndinni og klippið út.
Leggið sniðið á efnið og sníðið með
1 cm saumfari, einnig plastið. Leggið
nú plastið á réttu efnisins og saumið
1 cm frá brún allt í kring, að fráskildu
dálitlu opi á annarri hliðinni, sem bux-
unum er snúið við um.
Framhald á bls. 3C
BUXUR
Á UNGBARN
FÖBRADAR MEB PLASTI
HESTUR SAUM-
ABUR ÚR FILTI
Efni: Rautt fílt, dálítið af gulu, svörtu og hvítu
fílti, 30 sm af hvítu skinni, 40 sm af gylltu
leggingarbandi.
SníSið hestinn úr rauða fíltinu, 2 stlí. af A og B
í einu lagi. 2 sllí. af B (sem fóður innan á
fæturna). 1 stk. af C, liöfuðstykkið. Sníðið
öll þessi stk. úr rauða fíltinu og sniðið með
1 sm. saumafari.
Sníðið nú 2 stk. af D (eyrun) án saumfars,
1 stk. af E tvöföldu (hnakkur) úr gula fíltinu,
einnig án saumfars.
Saumið heslinn nú saman með þéttum þræði-
sporum og þynntu brodergarninu frá röngu
eða réttu eftir smekk. Saumið fyrst við
annað hliðarstykkið, fóðrið innan á fæt-
urna og síðan höfuðstykkið frá x til x, þá
seinna hliðarstykkið og skiljið eftir dálítið op
ósaumað, til að snúa dýrinu við um, sé
það saumað frá röngu, og lil að stoppa um.
Saumið að því loknu opið saman.
Yefjið upp lengju af rauða fíltinu 8x4 sm.,
saumið saman og festið á hestinn.
Saumið eyrun föst og einnig skinnið,
fyrir fax og tagl.
Saumið leggingabandið utan um hnakkinn og
festið liann á hestinn. Sníðið renning af
gula fíltinu, 1%X8 sm. og festið sem þver-
band undir hnakkinn. Klippið nú út aug-
un úr hvíta filtinu, 2y22 sm. í þvermál, og þvi
svarta, 1,7 X 1,3 sm. í þvermál, khppið
einnig út nasir og munn og festið síðan öll
]>essi styklci á 'hausinn eins og sést á
jnyndinni.
VIKAN 10. tbl.
21