Vikan - 07.03.1963, Side 33
— Barbie, spurði hann telpuna.
— Vildi Link fá ykkur i kaf með
sér?
— Ég veit það ekki, svaraði hún
og stakk liöndinni í lófa móður
sinnar.
— Ég vil fá að vita það, Barbie,
hvort Link hafi viljað að þið Tom
færuð í kaf með honum, mælti
hann ströngum rómi.
— Hann var bara að segja það að
gamni sinu, svaraði telpan og leit
undan.
— En han færði það samt i tal?
— Hann var bara að grínast,
pabbi sagði hún og tók sprett heim
að húsinu. Og Tom hljóp á eftir
henni.
— Jæja, þá, sagði Jim og sneri
sér að Shirley konu sinni. -— Næg-
ir þetta til að sannfæra þig?
Svipur hennar sýndi að hún var
hrædd. Verulega hrædd. Það gerði
sannarlega ekkert til, hugsaði hann
með sér. Hræðslan getur verið lioll
manni, svona endrum og eins.
En hún liristi höfuðið. — Ann-
að eins getur ekki átt sér stað,
sagði hún. Hann, sem er af góðu
fólki, vel upp alinn og gáfaður. ..
— Og þar að auki óvenjulega
friður og glæsilegur, mælti Jim
þurrlega. — Piltur, sem er svo
laglegur og skemmtilegur getur ekki
gert flugu mein . . .
— Ekki voru það min orð.
— Nei, en þannig hugsaðir þú,
engu að siður. Hann lagði hönd
sína á öxl henni og horfði fast á
hana. Þú verður að heita mér einu,
sagði hann. Að hafa augun aldrei
af börnunum. Heyrirðu það . . .
— Já, ég heyri það.
Fólki finnst allt þetta hversdags-
Iega og venjulega svo undur þægi-
legt, hugsaði Jim með sér, þegar
hann stóð undir steypibununni i
baðherberginu. Maður verður bók-
staflega að þvinga það til að horf-
ast í augun við það, sem brýtur i
bág við það sem það hefur vanizt.
í rauninni gat hann ekki láð nein-
um það, að minnsta kosti ekki i
þessu sambandi. Náttúrunni hafði
þóknast að láta tigrisdýrið dul-
búast ham þessa glæsilega og gáf-
aða drengs, og að sjálfsögðu kom
cnginn auga á annað en haminn.
Tigrisdýri, dulbúnu slíkum ham,
varð bráðin auðveld.
Klukkan var að verða ellefu, þeg-
ar hann reis úr sæti sínu i hæg-
indastólnum, gekk að sjónvarps-
tækinu, byrstur á svipinn, og lækk-
aði það litið eitt.
— En, Jim . . . kveinaði eigin-
kona lians. Þetta sem er svo ágæt
mynd. . .
— Hún verður að slita þessu
sambandi, telpan, sagði hann á-
kveðinn. Ég þoli þetta ekki lengur.
— Þú getur ekki ráðið yfir henni
cins og liarðstjóri lengur, maldaði
eiginkonan i móinn. Hún er orðin
átján ára. . .
— Þessi bölvaður strákþrjótur,
sagði Jim. Þeð er eins og ég nái
hvergi taki á honum. Hvert fóru
þau?
— Heim til Freds. Dóttir lians
er nýbúin að eignast einliverja
hljómplötu, sexn þau ætluðu að
oÁMÍt' hárkremið
skapar snyrtimermið
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
ÍSLENZK-ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ.
Tjarnargötu 18. — Símar 20400 og 15333.
hlusta á. Þau verða komin eftir
hálftima. Link kemur alltaf heim
með hana á tilteknum tíma. . .
Hún settist nær honum, hallaði
liöfðinu að öxl hans. Þú mátt ekki
ekki láta þetta fá svona á þig, vinur
minn, sagði hún róandi. Nú skulum
við koma að hátta.
Hann hélt að hún væri sofnuð,
þegar heyrðist i bilnum á veginum
upp höfðann. En svo var ekki.
— Þarna sérðu, hvislaði hún. Á
slaginu, eins og ég sagði. . .
— Hálftima of seint, svaraði
hann. — Og þessi bíll hans er stór-
hættulegt fai-artæki. Unglingarnir
liérna kalla hann „bláu þotuna“.
Og það er réttnefni. . . .
— Svona, farðu nú að sofa, sagði
hún lágt. — Þú átt að byrja snemma
í skólanum á morgun.
Lea dóttir lians og strákurinn
Ketterman voru bæði i síðustu
kennslustundinni hjá honum þenn-
an dag. Hann var þreyttur og mið-
ur sin vegna hitans. Þess vegna fór
þetta svona, hugsaði hann eftir á.
Hann var að útskýra fyrir nem-
endum sínum erfiða stærðfræði-
þraut. Fyrst i stað gekk allt vel.
Þögnin, sem rikti i bekknum, sýndi
að nemendurnir fylgdust af áhuga
og athygli með máli hans. Hann
sneri baki við nemendunum og
skrifaði á töfluna jafnóðum og
liann talaði, svo það var ekki von
að liann greindi hið lága hvisl.
Smám saman smaug það þó inn í
vitund hans, unz hann komst ekki
lijá að veita því athygli. Hann sneri
sér hægt og rólega að nemendunum.
Það var strákurinn Ketterman,
sein sat á hljóðskrafi við hans eigin
dóttur. . .
Jiin valdi þann kostinn að láta
sem hann sæi það hvorki né heyrði.
Hann sneri sér enn að töflunni og
hélt útskýringum sínum áfram, en
heyrði málsuðið samt stöðugt með
öðru eyranu. Þegar hann sneri
sér næst að nemendunum, sá liann
að Link Ketterman hafði lagt hönd-
ina á nakta öxl henni.
— Ketterman, sagði hann og
reyndi að hafa taumhald á reiði
sinni — Ég get að vísu látið sem
ég sjái ekki eða heyri það skammar-
lega og storkandi athæfi þitt að
sitja á hljóðskrafi í kennslustund,
og það þegar um mikilsvert náms-
atriði er að ræða. En ég vil ekki
vita af neinu daðri i kennslustund
hjá mér.
Lea fölnaði fyrst, en roðnaði
siðan upp í hársrætur og kreppti
linúana. En strákur glotti illyrmis-
lega. Gloííi og gerði það af ásettu
ráði að draga seinlega að sér hönd-
ina.
— Ég bið afsökunar, herra Hunt-
er, ínælti liann hæversklega. — En
Lea hefur gleymt bókinni sinni
heima. Og áreiðanlega hefur hvor-
ugt okkar getað gert sér það i hug-
arlund, að þér væruð svona hör-
undssár. . .
Jim hefði getað barið hann. Hann
hefði lielzt af öllu viljað ganga
að honum og gefa honum duglega
á kjaftinn. En liann varð að stilla
• " 33
VIKAN 10. tbl.