Vikan - 07.03.1963, Síða 36
REX— HÁLFMATT
er eina lakkið sinnar tegundar
á markaðinum. Málarar segjá: Einmitt
það sem okkur hefur vantað.
Létt í meöferð, — iétt að þrífa.
Þornar á 3 — 4 tímum.
m fsiöfrn
36 _ VIKAN 10. tbl.
hugsaði Jim. Og hefur svo
lögmæta afsökun vegna þokunnar.
Hræðilegt, að þetta skyldi endi-
lega verða að hittast svona á, mundi
fólk segja. Jæja, svona fór Hunter
þá . . .
Um Ieið sá hann hílljós kveikt
uppi á brúninni. í sömu andrá
heyrði hann hreyfilhljóð í öðruin
bil, niðri - í gjánni. Hver fjárinn,
hugsaði hann, hefur hann líka ráð-
ið sér meðhjálpara.
En nú gafst ekki tími til umhugs-
unar. Hreyfilgnýrinn uppi á brún-
inni hækkaði. Vertu nú þar fyrir
hendi, sem ég geri ráð íyrir, taut-
aði hann biðjandi og lét böggul-
inn falla úr liendi sér.
Hann beið þang'að til tauga-
spennan var að verða honum ofur-
efli. Laut lítið eitt fram og beygði
sig i hnjánum þegar hilljósin komu
æðandi niður þrengslin; rétti síð-
an snöggt úr sér, stökk í loft
upp og greip báðum höndum upp
fyrir sig, náði taki á hríslunni
og sveiflaði upp fótunum. Þetta var
líkast því sem í leikfiminni í gamla
(iaga . . .
Stormþyturinn af bílnum lék um
hann, þegar liann var hæst í sveifl-
unni. Það munaði minnstu að hann
snerti hann aftast, þegar hríslan
brast og hann féll niður á veginn.
Fyrst hélt hann að hinn þungi
dynkur kæmi af þvi að hann hefði
i.kollið svo hart með höfuðið í
götuna, en það gat ekki átt sér stað,
því að hann fann ekki neitt til í
höfðinu. í sömu andrá varð hon-
um ljóst að dynkurinn kom af því
að tveir hilar liöfðu rekizt á . . .
Svo heyrði hann Fred lögreglu-
þjón kalla: — Jim . . . hvar ertu,
Jim . . .
— Ég er liérna, svaraði Jirn og
reis upp. Hann hafði meitt sig á
fæti, vonandi ekki neitt að ráði, en
hann stakk þó við.
Ljóskastarinn á 1 ögreglubílnum
logaði enn. Fred var að ná piltin-
um út úr brakinu af sportbílnum,
„bláu þotunni“, sem hafði hvolft
við áreksturinn og vjrtist mjög illa
útleikinn.
—- Þú hefðir átt skilið að háls-
brjóta þig, bölvaður þrjóturinn,
sagði Fred við piltinn. Það var ó-
líkt F’,red að komast svo að orði.
— Hvernig stendur á því, að þú
ert hérnaV spurði Jim undrandi.
— Ég var á heimleiðinni, þegar
mér kom allt í einu til liugar að ég
liefði séð piltinn aka iiingað, og að
þú værir fótgangandi á ferðinni.
Hamingjan lijálpi mér ... ekki kom
mér til hugar annað en að honum
hefði tekizt að drepa þig. Hvernig
í ósköpunum tókzt þér eiginlega að
skjóta þér undan? Hér er ekki um
minnsta svigrúm að ræða.
— Það var hríslan í skorunni,
sem bjargaði mér, svaraði Jim. Ég
stökk upp, náði taki á henni og
gat sveiflað mér svo liátt að bill-
inn þaut fyrir neðan fætur mína.
Að vísu munaði mjóu, því að hrísl-
an brast . . .
Link var nú staðinn á fætur. Ann-
ar handleggurinn hékk máttlaus
niður með síðunni, og hann hélt
um öxlina, hlóðugri liendi.
— Bölvaður fanturinn þinn,
hvæsti hann að lögrcgluþjóninum
og virti fyrir sér brakið af bílnum.
—• Yeiztu livað þetta getur kostað
þig?
— Ég veit hvað það kostar þig,
svaraði Fred. Að minnsta kosti
tuttugu ár . . .
— Það er hezt að ég haldi heim,
varð Jim að orði. Það er ekki
laust við að ég sé dálítið eftir mig.
Ég tala við þig á morgun, Fred.
Þr.ð yrði erfitt að segja Leu frá
því, sem gerzt hafði, hugsaði hann.
En livað var þetta þó hjá því, ef
hún hcfði orðið fyrir því óláni að
giftast þessum pilti ■— eða öllu
heldur tígrisdýrinu í ham þessa
gáfaða og glæsilega pilts . . .
☆
Buxur á ungbarn.
Framhald af bls. 21.
Rúllið sauminn vel út í brún, og
þræðið tæpt í brún allt í kring.
Saumið vasann á buxurnar.
Leggið bendlaband á röngu fram-
stykkis, fyrir teygju, (sjá mynd).
Saumið tæpt í brún báðum megin
og dragið teygjuna í og herðið eftir
smekk, gangið vel frá endunum.
Ath. að ekki má strauja buxurnar,
þar sem plastið þolir ekki hita.
Liggi saumbrúnirnar ekki jafnar,
má gjarnan stinga tæpt í brún í
saumavél, allt í kring, eða í skálm-
arstað.
Dragið þræðinguna úr.
Festið smellur á hliðarnar eftir
myndinni, og festið hnöppunum
yfir til skrauts.
í fullri alvöru.
Framhald af hls. 2.
sér áreiðanlega ekki grein fyrir
því, hvað það er að gera sjálfu sér
illt, miklu meira en því fólki, sem
það er að tala um og ætlar sér að
skaða. Því það er áreiðanlegt, að
auk þess að spilla sínu eigin eðli
með iliuin hug og ósannindum og
óhróðri, er þetta fólk einnig að
leggja inn fyrir hegningu í fram-
tíðinni, því að hvað sem öllum trú-
arbrögðum líður, þá segir reynslan
manni, jafnt einstaklingum sem
heilum þjóðum, að allt illt hefnir
sín, en hið góða veitir blessun,
heldur fyrr en síðar.
Leggið því niður óhróðurinn, gott
fólk og beitið huganum að öðru,
því að réctlætislögmálið er æðsta
lögmál tilverunnar og hjá því verð-
ur ekki komizt, ,,að svo sem mað-
urinn sáir, svo mun hann og upp
skera“.
Og hver sagði: „Dæmið ekki, svo
að þér verðið ekki dæmdur".
Þóra Stefánsdóttir.