Vikan


Vikan - 07.03.1963, Page 41

Vikan - 07.03.1963, Page 41
gang. Rafmagnssængin min er bil- uð, og ég er bara að reyna að fá liita á hana aftur. Tom reis upp við dogg. —■ Það logar, sagði bann. -— Já, rétt sem stendur, svaraði hún. Tom lagðist aftur út af og sneri í hana baki. Er liann að líta á klukkuna? hugsaði Jenny. Hún var örg út í þessa klukku. Hún var sjálflýsandi, svo maður gat alltaf séð, hvað það var stutt þangað til maður þurfti að fara á fætur. Þetta var miskunnarlaus klukka. Hún gat ekki einu sinni tikkað eins og aðrur klukkur. Nú var henni iieldur hlýrra, en engu glaðari en áður. Tom bauð henni ekki einu sinni góða nótt. Það var ljótt af honum að segja ekki góða nótt. Þótt vikan hefði verið þreytandi fyrir hann. Það snjóaði, og bann festi sig i skafli, svo hann varð að skilja bilinn eft- ir og vaða fimm sex kilómetra i klofsnjó, eða meira. Þessi sami snjór hélt börnunum inni. Reynd- ar hefðu þau hvort sem er orðið að vera inni, vegna þess að þau voru lumpin. En hann hélt, að það væri létt verk að vera innilokuð ineð tvö börn i heila viku — börn, sem höfðu einhvern dularfullan tuttug- ustu aldar sjúkdóm, sem liélt þeim innanhúss, en ekki i rúminu. í gamla daga liefðu þau verið látin liggja i rúminu. Náttúrlega er ég þakklát fyirr pensilínið, hugsaði hún. Ég vil ekki, að börnin min séu mikið lasin. En heila viku innandyra! Og þrjú börn, sem öll böguðu sér eins og ótamdir ó- knyttaálfar! Tom kyssti liana ekki, áður en hann fór að sofa. Auðvitað ekki. Óttalegur, vanþakklátur fýlupoki gaf hún vcrið. Veslings Tom var þreyttur, og hafði nóg á sinni könnu. Af hverju sýndi hún hon- um ekki meðaumkun? Hann kom heim um belgina, þrátt fyrir snjó og ófærð, og fengi svo áreiðnnlega fimmtíu dollara sekt fyrir að skilja bílinn eftir á þjóðveginum. Svona var tuttugasta öldin. Menn verða að vinna. Til þess að komast að og frá vinnu verða menn að aka fail. Svo kemur bylur. Svo koma skafl- ar. Komast litlir bilar gegnum skafla? Varla. Er nokkur nágrann- anna með traktor eða jafnvel hesta- eyki, sem gæti dregið þilinn í gang? Varla. Jæja, þá er það bara sekt. Jenny skalf. Það var slokknað á hitalampanum einu sinni enn. Ætli það gæti verið slæmt samband? Kannske klónni liefði ekki verið stungið almennilega í innstunguna. Hún fann leiðsluna á gólfinu og strauk eftir henni að klónni. Jú, hún var vel föst. Hún dró hana út og stakk henni í aftur. Ekkert lag- aðist. — Hvern fjandann ertu að gera? — Hitarinn virkar ekki, svaraði Jenny. — Ég er bara að reyna að finna, hvað en að. Ilún dró klóna út aftur og rak hana á kaf í innstung- una. — Hann hlýtur að vera i lagi, sagði Tom. — Ljósið logar. Af hverju hættirðu ekki þessum gaura- gangi og ferð að sofa? -— Það er alltaf að slokkna. Tom sagði ekkert. Ég fer i taugarnar á honum, bugs- aði Jenny. Svo lierti hún upp hug- ann: — Góða nótt. — Góða nótt. Aftur varð þögn. Svo djúp og þvingandi þögn, að Jenny fannst hún vera að kafna. Hún hreyfði sig aðeins til þess að vefja snæginni betur um sig. Hún var hráköld, nema þar sem hún hafði hlýnað út frá Jenny. Hún andvarpaði. Kannske var ekki nógu gott samband, þar sem leiðslan var sett í samband við sængina. En nú skal ég ekki vekja Tom aftur, hugsaði hún. Ég þoli ekki tóninn í honum, svona óper- sónulegan —■ önugan — svona skilnaðarlegan. Hún renndi sér fram úr og lagð- ist á fjóra fætur. Svo skreið lhin, lúshægt og hljóðlega, i áttina að fótagaflinuin. —Nei, hættu nú alveg! Hvað i ósköpunum ertu nú að gera? Tom kveikti á náttborðslampanum sin- um. —■ Reyna leiðsluna, sagði hún, en þorði svo ekki að treysta röddinni. Hún ætlaði ekki að fara að gráta núna. Nei, alls ekki! Tom settist fram á og varpaði öndinni óeðlilega lengi og mæðu- Iega. — Komdu þér aftur þangað sem þú átt að vera, áður en þú verður innkulsa. Jenny skreiddist aftur upp í rúmið. — Þetta cr allt í lagi, nú logar, sagði bún mjóróma. Tom slökkti á lampanum sínum og stjakaði við Jenny. — Færðu þig, skipaði hann. ■— Ég er búinn að fá nóg af þessu. Jenny hlýddi þögul. Tom lagðist upp í til hennar og lá grafkyrr án þess að segja nokkuð. Hvað var bann að vilja upp i til hennar, úr því hann ætlaði ekki einu sinni að rétta henni sáttaliönd? Gleðin, sem fyllti liana stundar- korn, þegar Tom kom til hennar, þvarr óðum. Hún starði á sængur- ljósið. Það logaði nokkra stund. Svo hvarf það. Svo kom það aftur. Þetta var eins og auga, scm er deplað. Ég hef aldrei séð stríðnis- legra auga, hugsaði hún. Svo hvarf ljósið, og kom ekki aftur. Hún mjakaði sér nær Tom. — Mér er kalt, sagði hún. — Sraum- urinn er farinn aftur. Svo bætti hún við með sjálfri sér: Auk þess hef ég fullan rétt til jiess að hlýja mér á þér, hvort sem það er straumur á sænginni eða ekki. Tom sneri sér að henni og tók utan um hana. — Mig varðar ekkert um þcnnan bölvaða straum, sagði hann, og kyssti hana frekjulega. — Þú talar of mikið! í gamla daga gat fólk ekki sofn- að, fyrr en það liafði samið frið. Ekki í sama rúmi. Það er heldur ekki hægt nú til dags. ★ NILFISK NILFISK bónvélar eins og NILFISK ryksugur: Afburða verkfæri í sérflokki. verndar gólfteppin — því að hún heíur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- IIREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. Aðrir NILFISK kostir meðal annars: * Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fylgja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinlegustu ryk- geynia, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu eða pappírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- Iendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notltun cnn, þótt ótrúlegt sc. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um alit land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar og frystikistur — FERM þvottavélar, þeytivindur og strauvélar — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eldhúsviftur — GRILLFIX grillofnar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggshnífar — FLAMINGO straujárn, úðarar og snúruhaldarar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, straubretti o. fl. FÖIVIX O. KORNERUP-HANSEN Sími 1-26-06 — Reykjavík — Suðurgötu 10. ---------------—-------------KIippiS hér -——------------------------— • Undirrit..... óskar nánari upplýsinga (mynd, verð, greiðsluskil- málar) um: Nafn og heimilisfang: VIKAN 10. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.