Vikan - 07.03.1963, Qupperneq 42
TVEGGJA MANNA
SVKl\SÓF1
FRÁ PLASTM0BLER A/S..
ALLT I SENN: STÓFUSÓFI — SVEFNSÓFI — HEIMILISPRÝÐI.
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR H.F.
Liðsveit myrkursins.
Framhald af blsl7.
Greinin endaði á þessa leið:
Steinsteypa getur staðizt samþjöpp-
un, en þolir illa útvíkkun. Wallis
rak augun í þessa staðreynd. Hon-
um varð hugsað til flóðgarðanna
miklu. Ef höggbylgjurnar áttu að
geta náð tilætluðum árangri, varð
að senda þær gegnum fljótandi efni
eða fast. Vitaskuld er ekki unnt
að láta stóra sprengju grafa sig
djúpt inn í þykkan vegg af járn-
bentri steinsteypu.
En ef takast mætti að sökkva
henni djúpt niður í eitthvert laus-
legt eða fljótandi efni, áður en hún
væri sprengd? Þá hlytu að myndast
höggbylgjur, sem einhverja þýðingu
hefðu. Sömuleiðis • yrðu sjálfar
sprengingarnar kraftmeiri.
Hvernig er með vatn? Flóðgarðar
eru byggðir úti í vatni! Höggbylgj-
ur myndu ef til vill ekki berast jafn
vel gegnum vatn og jarðveg, en að
minnsta kosti yrðu þær þó langtum
sterkari en ef þær færu gegnum
loftið. Vegna viðnámsins í vatninu
hlaut að nást sterkari sprenging og
miklu þyngri höggbylgja.
Wallis hafði að nokkru leyti
fundið lausnina á viðfangsefni sínu.
HANN tók að reikna út verkan-
irnar frá fræðilegu sjónarmiði og
komst að þeirri niðurstöðu, að tíu
lesta sprengja, er sprengd væri fast
við flóðgarð á miklu dýpi, hlyti að
rjúfa þrjátíu metra breitt skarð í
vegginn. En Wallis rak ekki upp
neitt siguróp að svo komnu. Það
var engin sprengjuflugvél til í
víðri veröld, er flutt gæti fimm
lesta sprengju til árásar á Þýzka-
land, hvað þá þyngri.
Hann tók fram pappír og mæli-
tæki á ný. Nokkrum vikum síðar
vissi Walis að hægt var að smíða
sprengjuflugvél, er vó 50 lestir og
gat flutt tíu lesta sprengju 6500
kílómetra vegalengd með 500 kíló-
metra hraða á klukkustund. Hann
hripaði einfalt uppkast að henni.
En allt voru þetta hugmyndir ein-
ar, enn sem komið var, og um þetta
leyti hafði landher, flugher og floti
engan frið fyrir óraseggjum rríeð
allskyns uppástungur, er þeir töldu
að valda myndu byltingu á sviði
tækninnar. Nú reið á því fyrir
Wallis, að fá vakið áhuga réttra
aðila fyrir hans hugmynd og fá þá
til að fallast á hana.
Wallis sat vikum saman við að
rita niður fyrirætlanir sínar og
lagði þær síðan fyrir menn sem
hann þekkti í flughernum og ráðu-
neyti flugvélaframleiðslunnar. Þett?
var vorið 1940, — þegar Dunkirk
harmsagan gerðist. Aldrei hafði
England haft meiri þörf fyrir nýtt
og áhrifamikið vopn en nú
Segja mátti að hinir háu herrar
brygðust við hugmyndum Walliss
með þrennu móti: Nokkrir sýndu
honum sæmilegan áhuga, sumir
hristu höfuðið í skilningsleysi, og
aðrir fylgdu honum til dyra með
vorkennandi brosi.
Einn maður skildi þó tillöguna
og studdi hana svo sem hann mátti.
Það var Arthur Tedder herforingi,
hægur maður og geðfelldur, er
reykti pípu sína og var sívinnandi
við skrifborð sitt í aðalstöðvum
flughersins í Whitehall. En um þess-
ar mundir gætti áhrifa hans ekki
svo sem síðar varð, þegar hann
gerðist önnur hönd Eisenhowers
við innrásina og síðar hershöfðingi
og yfirmaður flugráðsins. Tedder
vakti athygli ýmissa háttsettra em-
bættismanna á sprengju Wallisar.
En sýnilegur árangur þess varð sá
einn, að þeir vísuðu henni frá sér
með kurteislegu kæruleysi, — sem
að jafnaði er svar önnum kafinna
embættismanna við uppgötvunum
sem varla teljast eiga stoð í veru-
leikanum.
Þá gerðist það allt í einu hinn 19.
júlí — jafn óvænt og elding úr
heiðskíru lofti — að Wallis fékk
boð um að koma sem skjótast til
fundar við Beaverbrook lávarð, sem
þá var ráðherra flugvélaframleiðsl-
unnar. Ef „bifurinn“ hafði fengið
áhuga fyrir hugmyndinni, gat allt
mögulegt gerzt.
En ekki var fyrsta viðtalíð við
þessa eldflaug í mannsmynd sér-
lega uppörvandi. „Bifurinn“ vildi
senda hann til Ameríku þeirra er-
inda, að kynna sér hversu langt
væri komið smíði á þrýstiloftsklef-
um til flugvéla, í háloftaflugi. Hann
fleygði blaðúrklippu til Wallisar og
bað hann koma aftur að morgni.
Wallis reyndi að leiða samræðum-
ar að nýju sprengjunni, en Beaver-
brook þvertók fyrir það.
Wallis hafði gert allmiklar til-
raunir með þrýstiloftsklefa og vissi
allt um verkanir þeirra og notkun.
Daginn eftir skýrði hann ráðherr-
anum frá því, að hann hefði í hönd-
um allar nauðsynlegar upplýsingar,
og engin þörf væri á að senda hann
til Ameríku.
„Gott og vel,“ sagði Beaverbrook
og leit til hans. „Hvað var það þá,
sem þér vilduð segja um nýja
sprengju?“
Wallis skýrði fyrir honum hug-
mynd sína í svo ljósu og stuttu
máli sem hann gat, án þess að falla
fyrir þeirri freistingu vísindamanns-
ins, að dvelja við tæknileg smáat-
riði. Beaverbrook gerðist forvitinn.
„Þér vitið, að hergagnaskortur
háir oss mjög,“ mælti hann. „Allt
sem þér segið eru aðeins hugmynd-
ir. Ef við tökum að okkur fram-
kvæmd á tillögum yðar, verðum
við að stöðva vinnu við aðra áríð-
andi hluti. Og hver ábyrgist, að þetta
verði ekki allt saman til ónýtis?"
„Það verður það ekki,“ svaraði
Wallis rólega.
„Tekur það ekki of langan tíma?“
„Við getum farið stig af stigi,
herra,“ anzaði Wallis. Ég hefi upp-
drætti að tveggja lesta og sex lesta
sprengjum, er starfa eftir sömu
meginreglu og tíu lesta. Wellington-
vélarnar geta hæglega borið tveggja
lesta sprengjurnar. Nýju fjögurra
hreyfla vélarnar, sem nú er verið
að framleiða, geta borið sex lesta
sprengjur. Þær verða tilbúnar eftir
eitt ár.“
„Ég skal bera málið undir sér-
fræðinga mína,“ mælti Beaverbook.
„En ef það hefur í för með sér mjög
miklar breytingar innan hergagna-
iðnaðarins, þurfið þér ekki að gera
yður miklar vonir.“
Wallis fór aftur til Weybridge og
eyddi nokkrum dögum í að gera
uppköst sína einfaldari. Um hríð
virtist ekkert gerast markvert, en
bak við tjöldin hafði þó sigurverk
stjórnarinnar verið sett á hreyfingu.
Eitt og annað af því sem fram fór,
barst til eyrna Wallis, einkum fyrir
milligöngu hins árvakra samherja
hans, Arthurs Tedder, og var svo
helzt að heyra sem uppástungan
hefði vakið athygli.
Svo var Tedder skipaður yfirmað-
ur brezka flughersins í Austurlönd-
um nær, og við það missti Wallis
bezta stuðningsmann sinn í hinum
helgu sölum stjórnarstöðvanna.
Nokkrum dögum síðar gerði for-
stjóri Wicker-verksmiðjanna boð
eftir honum.
„Wallis, ég hefi stungið upp á því,
að tilraun sé gerð með hugmynd
yðar,“ mælti forstjórinn. „En flug-
ráðið er ekki hrifið af kenningunni
um stórar sprengjur. Þeir halda sig
fast við dreifivarpið."
„Ætli þeir skilji annars útreikn-
inga mína, herra?“
Æðsti yfirmaður Walliss hliðraði
sér hjá að ræða um hvað hið háa
flugráð skildi eða ekki skildi. Svar-
aði kænlega að hann efaðist um að
flugráðsforingjarnir hefðu gefið sér
tíma til að kynna sér alla útreikn-
ingana.
Wallis gramdist, en fylltist enn
meiri þráa. Morguninn eftir settist
hann við að skrifa grein um
sprengjuhugmynd sína. Nefndist
hún „Nokkur drög til nýrrar að-
ferðar við árásir á Möndulveldin".
Ein þessara óljósu fyrirsagna, sem
vísindamönnum eru tíðum svo
tamar.
Hóf hann mál sitt með því að
lýsa þeirri skoðun, að hægt væri
að lama andstæðinginn með því að
eyðileggja orkulindir hans. Síðan
ræddi hann um stöðvar þær, er
helzt kæmu til greina og hélt síðan
áfram að segja nánar frá höggbylgj-
um, sprengiverkunum, eyðingar-
orku, miðunartækni og fleiru. Grein-
inni fylgdu margar blaðsíður af bog-
línum, formúlum og líkingum. Gerði
Wallis sér far um að lýsa hugmynd
sinni lið fyrir lið, á svo glöggan
og einfaldan hátt, að jafnvel al-
menningur gæti fylgzt með henni
í einu og öllu, ef venjuleg stærð-
42 - VIKAN 10. tbl.