Vikan - 07.03.1963, Blaðsíða 43
fræðikunnótta væri aðeins fyrir
hendi.
Wallis eyddi mörgum mánuðum
í að ganga til fulls frá þessum „drög-
um“ sínum. Að því búnu fjölritaði
hann verkið og sendi það sjötíu á-
hrifamönnum á sviðum vísinda,
stjórnmála og hermála.
Árangur þess lét ekki lengi á sér
standa. Sir Henry Tizard, er naut
mikillar virðingar sem vísindalegur
ráðgjafi yfirmanns flugvélafram-
leiðslunnar, hafði lesið greinina af
mikilli athygli. Og þar sem hann
var sjálfur vísindamaður, hafði hann
skilið hina flóknu stærðfræðilegu
utreikninga.
Hann heimsótti Wallis í Wey-
bridge og tókst allur á loft. „Ég verð
að fá skipaða nefnd, til að athuga
þetta,“ sagði hann. „Það hefur úr-
slitaþýðingu að fá öfluga stoð frá
kunnáttumönnum. Ef við komum
þessu af stað, hefur það í för með
sér, að aðrir mikilvægir hlutir verða
að bíða. Þess vegna verðum við að
vera nokkurn veginn vissir um, að
fyrirhöfnin svari árangri."
„Auðvitað," svaraði Wallis. Hann
var að springa í loft upp af gleði.
Skömmu síðar átti Wallis fund
með nefndinni, sem eingöngu var
skipuð vísindamönnum. Hann lýsti
áhrifum þeim er hann taldi það
mundu hafa á hergagnaframleiðslu
Þjóðverja, ef stíflurnar væru
sprengdar í maí, þegar vatnsmagnið
væri mest í uppistöðunum. Um það
leyti árs myndi slíkt valda gífur-
legustum flóðum og mestu vatns-
og orkutapi.
Nefndin bað um umhugsunarfrest.
Viku síðar sat Wallis aftur
frammi fyrir henni. Það kom fljótt
í ljós, að ótti hans fyrir málalokum
var ástæðulaus. Nefndin féllst á til-
lögurnar. Stakk einn nefndarmanna
upp á því, að smíðuð væri eftirlík-
ing af stíflunum, og kenningar
Wallisar um sprengiverkanir þraut-
prófaðar með sprengingum af til-
svarandi stærð. Þetta vildi Wallis
framar öllu öðru.
Á næstu mánuðum eyddi hann
öllum frístundum sínum í að hjálpa
til að teikna og byggja nákvæma
eftirlíkingu af Möhnestíflunni, að
því frátöldu að þessi var fimmtíu
sinnum minni. Var hún gerð úr litl-
um, ferhyrndum steypusteinum, er
að öllu leyti svöruðu til hinna miklu
múrstykkja í þýzka stíflugarðinum.
Eftirlíkingin var 10 metra löng, rúm-
lega 80 sentimetra há og 60 senti-
metra þykk neðst.
Wallis og aðstoðarmenn hans
veittu nú vatni í lægð öðrum megin
við stíflugarðinn, svo þar myndað-
ist stöðupollur. Því næst sprengdi
hann 100 grömm af tundri niðri í
vatninu, 120 sentimetrum frá garð-
inum. En það svaraði til þess, að
tíu lesta sprengja væri sprengd í
60 metra fjarlægð frá Möhnestífl-
unni. Strókur af gruggugu vatni
gaus upp í loftið og hér og þar
hrukku flísar úr líkaninu.
„Ekki varð mikill árangur af
þessu,“ mælti Wallis. „Við reynum
með styttri fjarlægð."
Við sprengingu í 30 sentimetra
fjarlægð, er jafngilti 10 metrum á
Biðjið um
og þér fáið það bezta!
þýzku stíflunni, komu aðeins nokkr-
ar smásprungur í ytri lög múrveggj-
arins. Wallis hafði gert sér vonir
um miklu auknari sprengiverkanir
og þótti lítið til koma.
Nú voru margir mánuðir liðnir
frá því er „Nefndin um loftárásir
á stíflugarða“ kom saman til fyrsta
fundar síns, og Wallis gekk þess
ekki dulinn, að áhugi nefndarmanna
var smámsaman tekinn að kólna.
Nýtt líkan var byggt og Wallis
reyndi síauknar sprengihleðslur.
Loks mátti segja að eitthvað gerðist,
en þann dag hafði hann aukið
sprengihleðsluna um 50 grömm og
komið henni fyrir 30 sentimetra frá
garðinum. Við sprenginguna mynd-
aðist skarð í vegginn og vatnið foss-
aði út úr tjörninni. Nú fór Wallis
að reikna út hve stóra sprengju
þyrfti til að rjúfa tilsvarandi skarð
í Möhnestífluna úr fimmtán metra
fjarlægð. Útkoman reyndist sem
næst 15 lestir af hinu nýja sprengi-
efni RDX, sem flugherinn var ekki
enn farinn að nota.
Wallis þurfti hvorki blýant né
blað til að finna út, hvað það þýddi.
Fimmtán lestir — og það einung-
is sjálft sprengiefnið! Við það mátti
svo bæta hinu mikla sprengjuhylki
úr afbragðs stáli, —• tuttugu lestir
til viðbótar. f stuttu máli sagt 35
lesta sprengja. Svo mikinn þunga
fékk engin flugvél borið.
En Wallis vildi ekki gefast upp.
Setjum svo, að hægt væri að láta
sprengjuna sundrast upp viö sjálfan
stífluvegginn. Þá væri hægt að
komast af með langtum minni
sprengjuhleðslu. En hvernig var
hægt að koma sprengjunni þannig
fyrir, að hún spryngi bæði nógu
djúpt og nógu nálægt til þess, að
höggbylgjan verkaði? Tundurskeyti.
En nú voru stiflugarðarnir varðir
öflugum tundurskeytagirðingum.
Dögum saman braut Wallis heil-
ann um þetta vandamál. Þegar hon-
um hugkvæmdist rétta lausnin,
fannst honum hún svo fjarstæðu-
kennd, að það liðu margir dagar
þangað til hann tók að yfirvega
gildi hennar fyrir alvöru. Daginn
áður en styrjöldin hófst, hafði hann
séð börnin sín vera að skemmta sér
á ströndinni við leik, sem allir
krakkar hafa gaman að. Það var
minning hans um þennan leik, sem
leiddi til uppgötvunarinnar.
Wallis rogaðist með stóran bala
út í garðinn, fyllti hann af vatni
VIKAN 10. tbl. —