Vikan


Vikan - 07.03.1963, Síða 44

Vikan - 07.03.1963, Síða 44
TERELYNE-FRAKKAR kr. 1.550,00 POPLIN-FRAKKAR kr. 865,00 UNGLINGAFRAKKAR kr. 795,00 ALLUR HERRAFATNAÐUR L. H. MULLER Ansturstræti 17. — Sími 13620. og hóf tilraunir sínar. Hér var hann falinn augum almennings af lim- gerði og grindverki, enda var það heppilegra. Ef vissir háttsettir herr- ar hefðu séð hann að þessu starfi, hefðu þeir hrist höfuðið og hrópað upp yfir sig: „Sögðum við ekki! Maðurinn er brjálaður. Nú er hann farinn að leika sér eins og bam! Jafnvel eftir að hann hafði sannað hið gagnstæða, voru ýmsir, er töldu hugmynd hans brjálæðiskennda. En enginn varð til að trufla Wallis þær klukkustundir, er hann lék sér þama að skrýtnum hlut, sem hann hafði neglt saman úr timbri. Honum leið vel, því útlit var fyrir, að tilraun hans gæti tek- izt (Hér á við að geta þess, að ástæð- an fyrir því, að söguhöfundur grein- ir ekki frá grundvallarreglu þeirri er Wallis byggði hina nýju sprengju sína á, er sú, að bannað var að lýsa henni nánar opinberlega. Síðar var því banni létt af og nú er vitað, að leikur barnanna var sá, að láta flat- ar steinflísar „flytja kerlingar" eða hoppa eftir vatninu). Rétt áður en „Stíflunefndin" kom saman til næsta fundar, hitti Wallis f ormann hennar einslega óg útskýrði fyrir honum nýju hugmyndina. „En það er líklega bezt, að þér segið hinum ekki frá henni, að svo komnu,“ bætti hann við. „Mönnum kann að finnast hún allt of ótrú- )eg.“ „Ég skil hvað þér eigið við,“ svar- aði formaðurinn. „Hvað viljið þér nú að ég geri?“ „Aðeins að þér gefið mér tima til að glöggva mig á, hversu mikið magn þarf af RDX til að sprengja skarð í Möhnestífluna, ef sprengi- efninu er fyrir komið fast upp við múrinn.“ Formaðurinn tók á allri sinni mælsku, og enda þótt nefndarmenn væru allmjög efablandnir, féllust þeir þó að lokum á að láta Wallis gera eina tilraun enn. Smíðaði hann nú nýtt líkan af stíflunni og hófst svo handa með litlar sprengihleðsl- ur, er hann sökkti í vatnið og sprengdi fast upp við múrinn. Áhrfin voru blátt áfram skelfileg. Hann sprengdi hvern múrinn eftir annan með síminnkandi sprengiefni. Brátt hafði hann sannanir fyrir því, að hægt var að rjúfa nógu stórt skarð í 15 sentimetra þykkan stein- vegg með 60 gramma sprengi- hleðslu. Út frá því var hægt að reikna, að ekki þurfti nema þrjár lestir af RDX til að sprengja stíflu- garðinn við Möhne — ef unnt yrði að ná snertisprengingu niðri í vatn- inu. Við þessa nýju uppgötvun varð hægt að minnka þunga sprengju- hylkisins niður í hálfa aðra lest eða þar um bil, svo heildarþungi sprengjunnar náði ekki nema fimm lestum. Það var hægðarleikur fyrir hinar nýju fjögurra hreyfla Lan- castervélar að fljúga með fimm lesta sprengjur til Ruhr. Framhald í næsta blaði. Svo kom haustið. Framhald af bls. 13. — O, nógar eru til. Hún blakaði létt við honum með hendinni. — Þú ert alveg voðalegur, dreng- u r. Hún lét tilleiðast eftir nokkra eftirgangssemi. Hann valdi auða flöt i einu garðs- horninu, kjassaði grasið með hend- inni og þar settist hún. Þau voru þögul nokkra stund, næstum hátiðleg, þar til hún sagði: — Segðu eitthvað fallegt, drengur. Hún kom alveg til hans. Voðalegur kjáni gat hún verið að klæða sig ekki betur. Það sló að henni. Lokkur úr hári hennar strauk vanga hans og armur hans smó blíð- lega um mitti hennar og hallaði i grasið. Það var sumarnótt með bláum himni og hvítu sólskini og augu hennar hlógu við honum. Hann fylgdi henni heim, undir morgun. Þau leiddust eftir veginum. Sólin hafði roðnað við hafsbrún Þau áttu sér einskis ills von. En þegar minnst varði spratt mað- ur undan vegarbrúninni. Það var Viktor, sonur hreppstjór- ans. Hann varði þeim veginn heim að húsinu. — Svona hefurðu það, bölvuð tæfan. Hann bcit sundur orðin. — Njósnari! — Ég skal jafna um hann, þenn- an peia. — Hvað ætli þú jafnir um? Hann hneppti frá sér jakkanum. — Þennan rindil. Hann gæti hýtt hann með annari hendi. — Láttu hann koma. Hann gnæfði yfir þeim eins og risi. — Kommann, tjalli! Hún vissi ekki til þess að hann ætti honurn neitt vangreitt og þó hann væri höfðinu lægri, var ekki séð liver lægi fyrst, ef út í það færi. — Ókei! Láttu hann koma. Var það út af henni, sem hann lét svona? Hún vissi ekki til að hún hefði gefið honum tilefni til slagsmála út af sér. En ef svo væri, þá var hún hér. Hún gekk framan að honum, bauð vangann. — Sláðu! Honum féllust hendur. — Sláðu! Hann hneppti að sér jakkanum. 2. Svo leið vika. Þau hittust ekki. En einn morgun er hann kom i búðina, stóð him við diskinn með ritblý bak við eyrað og augu henn- ar Ijómuðu er hún leit hann. — Sjaldséðir hvitir hrafnar. Hún var grönn og spengileg i sloppnum. Það var enginn í búðinni utan þau og hún gæddi honum á brjóstsykri og gosi. — Kemurðu út í kvöld? spurði hann er þau höfðu kankast nokkra stund yfir disknum. — Veit ekki. Það er alltaf verið að stríða. — Striða! Setti hún það fyrir sig? — Nei, henni var alveg sama. Því var vist ekki of gott blessuðu fólk- inu. Hún gæddi honum á meira gosi og brjóstsykri. Henni veitti víst ekki af frisku lofti eftir alla innisetuna. Hún speglaði sig, fór höndum um drengjaklippt hár sitt. — Ég er að verða eins og múmia. Hann vissi að hún var ekki eins óánægð með útlit sitt og hún lét. Hún geislaði af þroska og frísk- leik. Hann vissi einnig að hann mátti vara sig. Hann var ekki einn um hituna. Hún kom út um kvöldið og þau stungu af á hjólinu þrátt fyrir mik- inn fans á veginum. Það var mild angan úr jörðu og leiðin í garðinum græn og gróin. Þau settust á flötina sina, þétt upp að hvort öðru og hlustuðu i þögulli eftirvænting á umferðardyn- inn utan frá veginum. — Þeir finna okkur aldrei, sagði hún með vangann við öxl hans. — Nei, sagði hann. — Hér erum við óhult. — Viktor er alveg óður. Hann hót- ar að taka þig i gegn. Allir strákarn- ir eru á hans bandi. Meiri asnarnir. — Ég er ekkert hræddur, sagði hann. — Þennan himnastiga. Ég gæti lamið hann tvöfaldan. — Hann er ægilega sterkur, sagði hún. — Og svo ef þeir yrðu margir saman. — Ég er kannske ekki hár i loft- inu, sagði hann, þvi honum fannst sem í orðum hennar leyndist van- traust á styrkleika sinn. — En ég stend fyrir minu. Hún var ekki smeik um það. Hann var kattliðugur, það hafði hún séð i leikfiminni. Hann myndi dansa i kringum Viktor, þann stirðbusa. En enginn má við margnum. En hann var ekki ánægður. Orð hennar um ægimátt Viktors, bitu sig i huga hans. Þau yrðu ekki aftur tekin. Hann viðurkenndi með sjálfum sér að hann hefði ekki roð við Viktori einum ef 1 odda skærist, hvað þá fleirum, en hún skildi sjá hann yrði hvergi hræddur. — Það er eins og þrir eigi þig, þessir strákar, sagði hann og grun- aði að hún hefði gert eitthvað fyrir þá. IJún nam óánægjuhreiminn í rödd hans og sagði: — Ég hef ekki svo mikið sem stungið upp i þá brjóstsykursmola, hvað þá meira. Þeir þurftu ekki að haga sér svona þess vegna. Þú ert sá eini. Yfirlýsing hennar róaði hann, enda þótt grunur leyndist um það að hann hefði ekki verið sá fyrsti. Þetta hafði gengið svo auðveldlega fyrir sig og án hindrunar. En það var gott að heyra hana segja þetta og finna hana hjá sér. Þau hölluðu sér útaf I grasið, tvö börn og þrest- irnir ortu næturóð í laufinu um- hverfis þau. ^ - VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.