Vikan - 07.03.1963, Síða 45
3.
Sumarið hélt áfram að ríkja, jörð-
in að anga.
Pilturinn og stúlkan, sem fundu
hvort annað nótt eina í mai undir
bláum vorhimni í hvítu sólskini,
mæla sé mót öðru hvoru. Þau verða
oft að skipta um staði, því augu
þorpsins eru vökul og grafreitshlið-
ið slæst ekki lengur opið í kyljunni.
En ástin lætur ekki að sér hæða.
Þau eiga sér hreiður í hlöðu yfir-
gefins býlis úti í sveitinni.
Og kvöld eitt er þau voru þar, óf
hann strái um fingur henni.
— Hvað ertu að gera, drengur?
spurði hún.
Ekki annað en það hann vildi þau
færu að opinbera. Þetta var málið.
— 0, ekkert liggur á, sagði hún.
— Ég er bara krakki ennþá.
—• Þú ert ekki meiri krak'ki til að
opinbera, en vera svona með mér,
sagði hann.
Henni hitnuðu vangar. — Svona
hvernig? Ertu að glósa?
— Nei.
— Víst var hann að glósa?
— Jæja, nefndu það þá hvaða
nafni, sem þér lizt, sagði hann og
hitnuðu einnig vangar.
— Ég geri það.
Hún ætlaði ekki að láta einn né
neinn múlbinda sig.
Þetta var þeirra fyrsti árekstur
og liann fann að eitthvað var að
bresta milli þeirra, sem áður hafði
tengt þau saman. Kannske var það
haustkoman.
Þau sátu lengi afundin, andspænis
hvort öðru í fölnuðu grasinu.
Hún hafði breytzt.
— Breytzt! Nei. Ef nokkuð hafði
hreytzt var það hann. Það var ekki
fallegt af honum að segja þetta um
hana. Hún hafði ekki trúað honum
til þess. En nú hafði hann sagt það
og það var Ijótt. Hann mátti skamm-
ast sín.
Hún reitti gras og sáldraði kring-
um sig, hann fló grassvörðinn með
fætinum, þögull og undirleitur.
Svo varð hún þögul líka og stuttu
siðar hjá honum.
Var hann reiður?
— Reiður! Sosum útaf hverju?
Rausinu í henni.
Hún fór með votar hendur úr
döggvuðu grasinu inná hann og það
varð aftur gott á milli þeirra.
4.
Svo kom haustið.
Jörðin varð bleik og munaðarlaus,
kaldur andblær frá hafi.
Þau héldu áfram að hittast, pilt-
urinn og stúlkan, en það var sjaldn-
ar og stóð styttra yfir.
Hún var alltaf eins og fló á skinni.
Það virtist svo sem fleira sölnaði
en jörðin með haustinu.
Hann kenndi geigs í brjósti, geigs
sem kom með fyrstu frostnóttinni
og vildi ekki víkja, hvernig sem
hann taldi sér trú um að allt væri
eins og það ætti að vera.
En svo var það kvöld eitt, liðið
fast að veturnóttum, er þau höfðu
hreiðrað um sig í hlöðu eyðibýlis-
ins, að geigurinn varð ekki lengur
umflúinn.
Hún sagði:
hœ
— Nú fer þetta að styttast hjá
okkur. Ég er á förum.
Hún ætlaði á skóla. Það var að-
eins vika þangað til.
Það sem eftir eimdi af ilmi sum-
arsins dvínaði og næðingurinn inn-
um gisna veggina hrímaði.
Eftir viku.
Það kom sem stuna frá brjósti
hans.
•Tá, liað var ekki hægt að húka
svona heima. Fólk varð bara skritið
á því. Hún hafði tekið eftir þvi,
að fólk, sem hleypti aldrei heim-
Jú, mikil ósköp. Ekki ætlaði hún
að sleikja úr honum.
— Ætli þú hafir ekki nóg að
sleikja?
—• Ekki með fýlu.
Þau urðu þögul eftir þessi orða-
skipti, hann með hendur undir
hnakka í heyinu, lnin út við vegg
og beið hann tæki af skarið.
En þegar hann sýndi þess engin
merki, spurði hún:
— Verðurðu samferða heim?
— Ætli þú smitist þá ekki af fýl-
unni.
Hagstæðir afborgunarskilmálar
5 ára ábyrgð
SNORRABRAUT 44 - SIMI 16242
draganuin, var öðru visi en annað
fólk. Það var eins og það drægi hlass
á eftir sér.
Sagði hann annars ekkert.
Hvað var sosum hægt að segja?
Eitthvað skemmtilegt.
Hann kunni ekki frá neinu
skemmtilegu að segja.
Ósköp var hann fýldur.
Fýldur! Hann var ekkert fúlari
en vanalega.
Jú, víst var hann fúll. Hann var
uppfullur af fýlu.
Jæja, mátti hann þá ekki vera
það.
— Nei, það var engin hætta. Hann
skyldi ekki liafa áhyggjur útaf þvi.
Þegar þau komu út, mætti þeim
strákastóðið.
Viktor var þar fremstur i flokki.
— Var gaman?
Þau reyndu að koma sér undan,
en voru umki-ingd, æpandi stóðinu.
— Var það gott?
Hann reynþi að brjótast gegnum
þvöguna, barði frá sér, en enginn
iná við margnum. Hann var ofur-
liði borinn, örmagnaðist og baðst
vægðar. Andlit þeirra voru grimm
og ómennsk i blátæru kvöldinu.
Hann lá lengi eftir að þeir voru
farnir í héluðu grasinu og hirti ekki
um að gyrða sig.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi.
Ég er alæta.
Framhald af bls. 8.
lagi, og segir ekkert af þvi, fyrr en
ég kem til Hollands nokkru siðar.
Ég var þá á ferð um litið og af-
skekkt þorp inni i miðju landi,
þegar ég sé fornbókaverzlun i göt-
unni, og það er sjaldan að ég geng
framhjá sliku — og fór því inn.
Nei, þeir voru hárvissir um það
að þeir áttu engar íslenzkar bækur,
né um islenzk efni. En þrátt fyrir
það fór ég nú samt að grúska í
hillunum.
Eftir augnablik sá ég þar bók, —
Háttatal Snorra Sturlusonar, með
eiginhandar áletrun Möbiusar til
dr. Wimmer, annað bindi, og i
sams konar bandi og ásigkomulagi
og fyrra bindið, sem ég fékk í
Kaupmannahöfn. Þessar tvær bæk-
urur áttu greinilega saman — og
hafa verið saman áður — en ein-
hvern veginn hafa leiðir þeirra
skilizt þar til að tilviljunin réð þvi
að ég rakst á þær sitt í hvorum
stað þúsund kílómetra hvora frá
annarri.“
— Þú segist leggja þig eftir árit-
uðum bókum. Attu mikið af sliku?
„Já, það er töluvert. Ég á ýmsar
áletranir merkra höfunda, eins og
t. d. Jóns Sigurðssonar, Benedikts
Gröndal, eitthvað af Fjölnismönn-
um og margra nútima höfunda, sem
hafa sumir hverjir þá stilað áletr-
unina beint til min. Það þykir mér
vænzt um. Hér á ég t. d. þýðingu
Karls ísfeld af Kalevala kvæðun-
um finnsku, sem gefin voru út
sérstaklega i tilefni af komu
Kekkonen Finnlandsforseta hingað
til lands. Þeir hafa báðir skrifað
nafnið sitt hérna á saurblaðið og
dagsetningu.“
— Mér er sagt að þú eigir eitt
stærsta safn tölusettra bóka, sem
til sé hér á landi. Er það rétt?
„Mér þykir það liklegt. Ég hef
sérstaklega haft áhuga á tölusett-
um bókum, og þvi lægri sem talan
er, þvi betra. Ég á t. d. nær 50
bækur tölusettar nr. l.“
— Hvaða bók álitur þú verð-
mesta í safninu þínu?
„Ef miðað er við alheimsmark-
að, þá er það sennilega þetta litla
kver hérna, sem ég keypti í Noregi
fyrir nokkrum árum fyrir 850
norskar krónur. Það er ferðabók
Zeni-bræðra norður í höf árið
1558, i góðu ástandi, og i henni er
þetta landakort eða uppdráttur af
Norðurlöndunum, íslandi, Græn-
landi og ýmsum furðulöndum, sem
þeir þykjast hafa fundið.“
— Þetta er ekkert stærra en
þokkaleg vasabók. Og af hverju
álítur þú hana svona verðmæta?
„Meðal anars vegna þess að bók-
salinn, sem seldi mér hana, skrif-
aði mér svo bréf þrem árum seinna
og sá þá eftir sölunni. Spurði hvort
ég vildi selja hana aftur. Þá hafði
nefnilega alveg sams konar bók ver-
VXKAN 10. tbL - 45