Vikan


Vikan - 07.03.1963, Síða 50

Vikan - 07.03.1963, Síða 50
aldrei komið hingað,“ varð honum að orði, eins og honum þætti fyrir því. „Ég mundi aldrei koma svo tíl Parísar, að ég liti ekki hér inn,“ svaraði Evelyn. Hún gekk á undan, eins og hún væri heimakunnug innan hinna gráu múrveggja, þvert yfir garðinn og inn í bygginguna. Frank saug djúpt reykinn úr sígarettunni og kastaði frá sér stubbnum. Svo gekk hann inn á eftir henni. Rökkurbirtan streymdi inn um bláar rúðurnar, hann tók ósjálfrátt ofan og strauk hárið, og honum fannst sem hann stæði inni í krist- al, allt var svo tært, kyrrt og heil- agt, þótt ekki væri þarna neitt alt- ari. Evelyn stóð andartak í sömu sporum og hleypti brúnum, eins og eitthvað ylli henni heilabrotum. Svo gekk hún á undan upp vindustigann og inn í efri salinn. Þar var birtan enn blárri og tærarl, og enn sterk- ari. Ekki voru þarna aðrir á ferli en þau. Frank fann að þessir þöglu, kristaltæru töfrar voru að ná valdi á honum og vildi verjast því. Hon- um fannst sem hann væri hlægileg- ur á þessum stað, klæddur dökkum fötum með litsterkt bindi. En smámsaman lét hann undan síga fyrir ásókn töfranna og leyfði huga sínum að laugast þessari bláu heiðríkju. Evelyn stóð þarna graf- kyrr, og jafnvel hið ljósgullna hár hennar hafði tekið á sig bláan blæ. Hann gekk bak við hana, tók báð- um höndunum um olnboga hennar. Og í sömu andrá varð hann grip- inn sömu óþolinmæðinni, sömu fýsninni og í baðhúsinu forðum. Hún gerði enga tilraun til að losa sig, en sneri sér hallt að honum og horfði á hann, ekki í augu honum, heldur á varir hans. „Ég þrái ekkert meir en að hvíla hjá þér,“ mælti hún lágt. „Nei,“ tók hún fram í fyrir honum, þegar hún sá að hann ætlaði að segja eitt- hvað; „hvíla hjá þér í orðsins fyllstu merkingu, eins og ég hef aldrei hvílt hjá neinum .. „Er það satt, elskan?" spurði hann og leiddi hana á brott. Þetta var frábrugðið öllu, sem hann hafði áður vanizt þegar svona stóð á. Hreinna og ljúfara, hugsaði hann, en vantaði orð til að lýsa því ... En þegar hann var seztur inn í bílinn, gat hann ekki að sér gert að fara enn að hugsa um appelsín- urnar, tapsamninginn, sem hann hafði gert einungis til að ná fótfestu á markaðinum. Skyndilega var kveikt á öllum götuljósunum á Signubökkum. Eve- iyn hallaði sér innilega að öxl hans. Og loks tókst honum að gleyma appelsínunum. Föstudagur. HÚN. Um morguninn, þegar þær voru komnar á fætur, reyndist frú Selma Rabbinowitz allra elskulegasta sam- ferðakona, þrátt fyrir allan sinn gildleika. Evelyn var henni þakklát fyrir hve samtalið við hana dreifði huganum og var henni á þann hátt ómetanlegur styrkur, siðustu stund- irnar og síðasta spölinn til Parísar, einmitt þegar hún var í sem mestu uppnámi. Allt frá því er Frank tal- aði við hana í símanum, hafði henni í rauninni ekki verið sjálfrátt. Hún kom ekki til Parísar sem hversdags- legur farþegi í sínum svefnklefa, heldur var henni slöngvað þangað af einhverju ofurafli, eins og spreng- ing hefði þeytt henni þangað. sem hún stóð ... á brautarpallinum í Garage du Nord, í reykmettuðu and- rúmsloftinu, þrungnu gný framand- legra radda, angan framandi borgar og engin leið að vita hvað tæki við. Það var eingöngu frú Rabbinowits að þakka að hún steig út úr lestinni eins og nokkurn veginn eðlilegur farþegi. Frúin var eins og heima hjá sér í París; fór þangað fjórum sinn- um árlega til áð kaupa tízkuklæðn- að, sem hún seldi í verzlun sinni í Búkarest. Það var hún sem hafði annazt að Evelyn fengi sér brauð en svo hún hún gæti gert sér það í hugarlund. Og þannig reikaði hún, studdist við arm frú Rabbowitz, sem hún þekkti ekki neitt. Hún var að öng- viti komin, vissi ekki neitt ... eins og reikistjarna, sem hrokkið hafði út af braut sinni ... Allt í einu kom hún auga á Frank. Hann var í dökkum fötum, sem hún hafði aldrei séð hann í fyrr, stóð fyrir enda brautarpallsins mitt í þvögunni og reykti sígarettu. Evelyn hafði gleymt hve hendur hans voru dökkbrúnár. Hún nam staðar og stóð á öndinni. Svo óum- ræðileg hamingja ... „Þarna er hann,“ hvíslaði hún. Frú Rabbinowitz leit í áttina sem hún horfði, og kom einnig auga á hann. Brosti. „Jæja, þá er það áhyggjuefni úr sögunni,“ sagði hún. „Góða skemmt- un í París. Nú þurfið þér mín vist og te, það var hún sem kallaði á burðarkarl fyrir hana, stakk að henni miða með gistihúsnafni og símanúmeri, ef svo skyldf fara að eitthvað gengi úrskeiðis. Og þegar hún svo sá að Evelyn stóð þarna á brautapallinum, eins og hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð, smeygði hún hendinni undir arm henni og leiddi hana út úr þvögunni. „Enginn, sem kemur að sækja yð- ur hingað?" spurði hún. Og Evelyn mælti lágt og náfölum vörum: „Ég veit það ekki. Það lít- ur ekki út fyrir ...“ Evelyn hafði keypt farmiðann fyrir heimilispeningana. Hún átti enn eftir nítján mörk, ekki líkt því sem þurfti fyrir farmiðanum heim aftur. En svo undarlega vék við, að hún hafði ekki gert neitt ráð fyrir heimferðinni, ekki einu sinni komið hún í huga, þegar hún hélt af stað frá Berlín. Ef Frank kæmi svo ekki hingað til móts við hana, stóð hún vegalaus uppi, og alla nótt- ina hafði hún óttazt það og loks var hún orðin þess fullviss, að svo hlyti einmitt að fara. En hvað þá tæki við, það var meira og hræðilegr ekki lengur við .. .“ Og þar með var hún horfin. Frank stóð þarna og svipaðist um, rétt eins og hann væri að bíða ein- hverrar annarrar en Evelyn. Hann tók ekki einu sinni eftir henni þeg- ar hún var komin í námunda við hann. Hún fann hina framandlegu angan af sigarettunni hans. Burðar- karlinn spurði hana einhvers, sem hún ekki skildi; brosti hæversklega og hélt sig við hlið henni. Evelyn fór að titra og skjálfa frá hvirfli til iija, langaði til að segja eitthvað, en kom ekki upp neinu orði. Hún stóð skrefi fyrir aftan Frank og beið þess að hann liti við. Það var eins og hamingjunni og lífsfullnæging- unni stafaði frá honum um allan líkama hennar og hné hennar þraut svo mátt, að hún var að því komin að hníga niður. Hann sá hana ekki enn. Lagfærði bindið sitt. „Halló . ..“ sagði hún. „Halló ...“ svaraði Frank. Þær tvær mínútur, sem þau voru á leiðinni út að bílnum, varð Evelyn mörgum árum eldri og vísari — og mörgum árum reyndari. Það var í senn undursamlegt og sársauka blandið. Hún náði valdi yfir sjálfri sér, að öllum líkindum í fyrsta skiptið á ævi sinni. Frank talaði frönsku og hún svaraði honum á frönsku. Hann var hæverskur og hún var hæversk. Það gerðist ekk- ert ævintýralegt þeirra á milli, hvorug þeirra missti taumhald á til- finningum sínum og lét í ljós ákaft þakklæti eða fögnuð, eins og hún hafði hálft í hvoru gert sér vonir um. Þau voru ekki einu sinni kom- in alla leið út að bílnum, þegar Evelyn hafði gert sér ljóst að koma hennar til Parísar var honum allt annað en henni. Á leiðinni út að gistihúsinu fannst henni sem þau færu um óraunverulega borg, eins og húsin á báðar hendur væru mál- uð á leiktjaldaléreft, en það var ekki annað að sjá eða heyra, en að honum þætti það einungis sjálf- sagt að hún skyldi vera komin til Parísar. Það var eins og hann gerði sér ekki minnstu grein fyrir því hvað það í rauninni var, sem hún hafðist að. Að hún hafði yfirgefið eiginmann sinn og börn, sagt í svip- inn skilið við alla sína fyrri ævi. En þetta var víst gangur lífsins, hugsaði Evelyn. Maður komst að raun um það, þegar maður hafði öðlazt þroska til ... karlmaðurinn skildi aldrei neitt, hvorki sá, sem maður yfirgaf eða hinn, sem ... Það var þessi hugsun, sem gerði hana eldri og veitti henni nýtt öryggi, sem hún hafði ekki áður átt. Hún varð þess vör að Frank leitaði eftir hönd hennar og hún dró hanzkann af henni í skyndi. Þegar fingur hans snertu lófa hennar, var sem hún yrði fyrir heitu, þungu losti. Sem snöggvast hélt hún niðri í sér andan- um, að hún mætti njóta þess sem fyllzt. Um leið létu þau sér bæði alls konar kjánaleg orð um munn fara; já, ferðin hafði gengið vel; nei, hún var ekki þreytt; það rigndi í Berlín í gær. f gær? hugsaði Evelyn. í gær var ég heima. í dag er ég hér í París. Hvar skyldi ég verða á morgun? hugsaði hún allt í einu og óvænt. A morgun held ég heimleiðis aftur, hugsaði hún. En um leið varð henni það ljóst, að hún gat ekki haldið heim aftur. Hún sá sjálfa sig standa út við borðstokkinn á skipi við hlið Franks. Enn hafði hún aldrei komið um borð í skip. Hún vorkenndi litlu ferðatöskunni sinni, sem stóð á aukasætinu. Hún var ekki skreytt nema einu gistihússmerki, og það var ekki lengra að komið en frá Dortmund. Hún hafði ekki verið í lengri ferðalögum yfirleitt en helg- arferðunum til Geltow, og nú hafði hún orðið henni samferða út í sjálft ævintýrið. Sjálf mundi hún fara hvert sem Frank fór fram á við hana. Hún hélt annarri hendinni í hand- fangið á töskunni eins og í hönd á tryggum og trausum vini. Bíllinn nam staðar. Evelyn gekk teinrétt inn um dyrnar á gistihúsinu. Hún hafði ekki hugmynd um hvernig konur áttu að haga sér, þegar þær gengu inn í gistihús í fylgd með elskhugum sínum. Hún gerði sér heldur ekki grein fyrir því sjálf, hve stolt og hnarreist hún var. Þegar gQ — VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.