Vikan - 28.03.1963, Side 18
Að morgni hins 16. maí var
sólskin og heiðríkja.
Klukkan var rúmlega níu,
er Gibson kom inn á skrif-
stofu sína og bað aðstoðar-
foringja sinn að ganga frá
flugáætlun dagsins.
„Æfingaflug, herra?“ Það
var fremur fullyrðing en
spurn.
„í kvöld eigum við að fara
í stríð,“ mælti Gibson kyrr-
lálega. „En ég kæri mig ekki
um að básúna það út um allar
jarðir. Skrifið „áætlun um
næturflug" á töfluna.“
Hergagnastjórinn var á
ferð og flugi og átti afar ann-
ríkt. Sama máli gegndi um
yfirvélvirkjann. Flugmenn
stilltu áttavita sína. Vélbyss-
urnar voru hlaðnar ljóstundri,
en þegar því er skotið, líkist
það dynjandi stjörnuhröpum
eða lýsandi loftsteinum. Var
ætlunin að hræöa með því
skytturnar við loftvarnabyss-
urnar svo þær miðuðu rangt.
Á hverri flugvél voru tvær
vélbyssur í framklefanum og
tvær í afturklefanum. Var
hægt að skjóta tólf skotum
úr hverri þeirra á sekúndu.
Myndi sýnast sem svo, að úr
afturklefanum einum væri
skotið 48 glóandi sprengikúl-
um á sekúndu hverri. Það
voru 96.000 skot í skotfæra-
geymslunum.
Um hádegisbil lenti Mosqui-
toflugvél með síðustu ljós-
myndirnar af stíflugörðunum.
Eftir morgunverð gekk yfir-
maður veðurþjónustunnar á
fund Cochranes.
„Það verður gott veður í
nótt, herra,“ mælti hann og
las upp nákvæmt útlit yfir
veður í Þýzkalandi.
„Hvað er þetta?“ hrópaði
Cochrane. „Segið þér hvorki
ef eða en eða getur verið?“
Veðurfræðingurinn hikaði
við, en svo tók hann af allan
vafa: „Nei, herra. Það verð-
ur gott veður.“
Klukkan 16 tilkynntu gjall-
arhornin hástöfum, að allt
fluglið sem tilheyrði 617. flug-
sveit, skyldi mæta í upplýs-
ingasalnum, og brátt sátu 133
ungir menn, þögulir og eftir-
væntingarfullir á trébekkjum
salarins.
Gibson endurtók það sem
hann hafði sagt yfirmönnun-
um daginn áður. Wallis gerði
hið sama, var nákvæmur og
ákveðinn. Cochrane endaði
með stuttorðri og fyndinni
hvatningu.
Lokatilhögun árásarinnar
var á þessa leið:
UÐSVEIT
MYRKURSINS
1. flokkur: Níu flugvélar í þrem riðlum með 10 mín-
útna millibili. Gibson, Young og Maudslay í forustuvél-
unum. Skyldu þeir ráðast á Möhne. Þegar Möhne hefði
verið sprengd, áttu þeir sem enn hefðu ekki varpað sín-
um sprengjum, að halda áfram til Eder.
2. flokkur: Fimm flugvéla riðill í óreglulegum hóp,
undir forustu Les Munro. Skyldu þær ráðast á Sorpe
og fljúga inn yfir Þýzkaland úr norðri til að villa og
tvístra varnarflugvélum.
3. flokkur: Fimm flugvélar er leggja skyldu síðar af
stað og mynda varalið.
Árásinni í heild ætlaði Gibson að stjórna með fyrir-
skipunum í mæltu máli gegnum útvarp vélanna.
Snæddu nú allir miðdegisverð í foringjaskálanum og
var fremur lítið um samræður. Síðan hélt liðið í tveggja
og þriggja manna hópum til flugskýlisins til að skipta
um föt. Klukkan var ekki orðin 20. Það var enn á aðra
klukkustund, þangað til lagt skyldi af stað. Martin stakk
litlum bangsa niður í vasann á flugbúningi sínum og
hneppti fyrir ofan. Þetta var grár loðinn barnabangsi
tíu sentimetra langur, með svarta hnappa fyrir augu.
Mamma hans hafði gefið honum hann fyrir verndargrip,
þegar styrjöldin brauzt út. Hafði gripurinn farið jafn
margar flugferðir og hann sjálfur. Piltarnir fleygðu sér
niður í grasið við flugbrautina, reyktu, spjölluðu og biðu.
Gibson kom í jeppa og gekk til „Chiefy" Powells lið-
þjálfa, sem var trúnaðarmaður flugsveitarinnar og eins
konar faðir þeirra allra. „Chiefy", mér þætti vænt um,
að Sambó yrði grafinn fyrir utan skrifstofuna mína,
klukkan tólf í nótt,“ mælti hann. „Viltu gera mér þann
greiða?“
„Vitanlega," svaraði Powell, dálítið undrandi yfir
þessari smámunasemi hins margherta flugmanns. Gibson
minntist ekki á, að á þessari stundu yrði hann í um
það bil tuttugu metra hæð yfir Þýzkalandi. Honum datt
í hug, að hann og Sambó kynnu þá að fara í gröfina
svo til samtímis.
Gibson óskaði þess, að tíminn færi að koma, og hann
vissi, að alilr óskuðu þess sama. Þegar klukkuna vantaði
tíu mínútur í níu, sagði hann við hina: „Eftir úrinu mínu
er nú að verða rétti tíminn.“ Piltarnir stóðu á .fætur
með uppgerðar hirðuleysi, fleygðu fallhlífum sínum í
jeppana, stigu upp í og óku með hægð til vélanna.
Nákvæmlega tíu mínútum yfir níu skaut rauðu merki-
ljósi upp úr flugvél Gibsons. Það var tákn þess, að
Les Munro og vélar hans fimm áttu að leggja af stað.
Norðurleiðin var lengri, svo þeir urðu að fara á undan
hinum. Hreyflarnir vöknuðu til vitundar, einn af öðr-
um, og nokkrum sekúndum síðar spratt blár reýkur aftur
úr flugvélunum ...
Á mínútunni kl. 21,25 ræstu þeir hreyfla sína, Gibson
í G fyrir Georg, Martin í P fyrir Pétur og Hopgood í M
fyrir Mother. Enn var þögnin rofin af hryllilegum há-
vaða. Flugvélin Georg valt af stað með sinn ólögulega
'klepp undir kviðnum (enda hafði Gibson sagt að hún
líktist helzt þungaðri konu), hélt áfram til suðurtak-
marka vallarins, sveigði trjónuna til norðurs og beið
þar með hreyfla í hægum gangi. Pétur ók upp að vinstri
hlið hennar og Mother að þeirri hægri.
„Viðbúnir til flugtaks," kallaði Gibson og reyndi um
leið símasamband sitt við alla áhöfnina. „Afturskytta
tilbúin?" „Tilbúin!" Og þannig við alla. Síðan laut hann
áfram, benti með vísifingri upp í loftið og leit fyrst til
vinstri en síðan til hægri. Martin og Hopgood bentu báð-
ir upp til svars og vélamaðurinn greip um öll fjögur
benzínhandföngin. Hann ýtti þeim fram og hreyflarnir
drundu svo vélin skalf og nötraði. Þá sló Gibson hemlum
frá og fyrsti þriggja véla riðillinn í flokki 1. rann af stað.
Flugvélarnar þutu drynjandi yfir völlinn, svo undir
tók í flugskýlinu. Þegar hraðinn jókst, lyftust þær að
aftan, hinar þungu vélar, sem báru sína fimm lesta
sprengjuna hver og fimm þúsund lítra af benzíni að
auki. Gibson hélt vél sinni á jörðu, þangað til hraða-
mælir sýndi 175 km á klukkustund, þá dró hann hæðar-
stýrið aftur og lét í loft.
Klukkan 21,47 lagði Dinhy Young af stað í fararbroddi
annars riðils 1. flokks. Átta mínútum síðar hafði þriðji
riðillinn hafið sig til flugs. Síðasti flokkurinn, vara-
liðið, lagði ekki af stað fyrr en tveim stundum seinna.
ENGLAND hvarf sýnum að baki þeirra. Gibson
lækkaði flugið niður í tuttugu metra hæð, og þeir
Martin og Hopgood gerðu slíkt hið sama, sinn til hvorr-
ar handar honum. Þeir vildu fresta því sem lcngst, að
Þjóðverjar kæmu auga á þá í ratsjártækjum sínum.
Annars myndi það ekki líða á löngu. Þrjátíu kílómetr-
um frá strönd Hollands myndu ratsjárskildirnir ná í
fyrstu glampana og gera þýzku loftvarnastöðvunum
aðvart.
„Hraðinn er nákvæmlega 327 km á klukkustund," sagði .
Taerum loftsiglingafræðingur. „Við ættum að vera
komnir á leiðarenda eftir eina stund, tíu mínútur og
þrjátíu sekúndur. Ströndina erum við að fara yfir rétt
í þessu.“
í stjórnarskrifstofu 5, sprengjudeildar gekk Cochrane
um gólf ásamt Wallis, sem var óstyrkur og eirðarlaus,
eins og hann ætti von á barni. Cochrane óð elginn um
allt, mögulegt annað, en Wallis gat ekki slitið hugann
frá sprengjunni sinni. Þá fengu þeir óvæntan gest, Harris
hershöfðingja í eigin háu persónu, og verðirnir skelltu
byssum við fót. Harris gekk beint til Cochranes og mælti:
„Jæja, hvernig gengur það, Cocky?“
Jg — VIKAN 13. tbl.