Vikan - 28.03.1963, Blaðsíða 47
presturinn brilleri ekki. Fólk ætti
að gera sér ljóst, og margir gera
það, að það keniur til móts við guð
en ekki prestinn, í kirkjunni. Við
prestarnir erum til þess að leiðbeina
fólkinu og hjálpa því í trúarefnum,
en ekki til þess fyrst og fremst að
skemmta því með stólræðum. Ég
held ekki, að kirkjusókn vaxi á Is-
landi fyrr en fólk venur sig alger-
lega af því að fara í kirkju til þess
að gefa prestinum einkunn. Sam-
félagið við guð og helgiþjónustan
er aðalatriðið, og allir hafa eitthvað
til guðs að sækja, þótt prestarnir
séu misjafnir eins og aðrir menn.
Að vísu er vorkunnarmál að taka
nokkurt tillit til ræðuflutnings
prestsins, en þegar menn liætta að
gera hann aði þungamiðju, verða
færri fyrir vonbrigðum í kirkju.
— Það er mikið atriði, að maður
felli sig við prestinn sinn.
— Já, það. er vissulega atriði, og
þess vegna álít ég gott, að það sé
fríkirkja. Að vísu velja þjóðkirkju-
söfnuðirnir sinn prest með kosn-
ingu og meirihlutinn ræður, en
alltaf er einhver minni hluti, sem
heldur hefði kosið annan prest. Sé
fríkirkja getur hver einstaklingur
hins vegar vaiið þann prest, sem
honum líkar.
— Svo er ómögulegt að losna við
þann prest, senv maður hefur einu
sinni kosið yfir sig.
— Bkki fyrr en hann er sjötugur.
í ensku kirkjunni er ])að þannig, að
prestarnir eru fluttir til ekki sjaldn-
ar en á tíu ára fresti. Það kalla ég
gott. Nýir vendir sópa bezt. Kirkju-
yfirvöldin þar telja það söfnuðinum
og preestinum fyrir beztu að' skipta
um.
— Nú getur niaður trúað á sinn
guð, þátt hann sæki ekki kirkjur?
— Eflaust er það hægt. En það
þarf að rækja allt, til þess að verða
handgenginn því. Eins og menn
þurfa að læra um efnisheiminn til
þess að þekkja hann, þurfa þeir að
læra um guð til þess að þekkja hann.
— Það' er hægt að kynnast kenn-
ingum Krists og trúa þeim, án þess
að koma nokkur tíma í kirkju.
— Rétt er það, en þá rækir mað-
urinn ek'ki trú sína i samfélagi við
aðra nvenn. í gamla daga var lvægt
að blóta á laun, og nú liggur við
að menn vilji helzt vera trúaðir á
laun. En þá styrkist maðurinn ekki
á trúarsamfélaginu við aðra og
styrkir þá ekki heldur. Það er eins
og þessi biessuð upplýsing verði til
þess, að fólk fyrirverði sig fyrir
að það sé trúarþel i þvi. Það þarf
meira iiugrekki til þess að sækja
kirkju en láta það vera, vegna þess
að það er tízka, venja, að trúa ckki
opinberlega og fara ekki í kirkju.
Og menn segja lvróðugir frá því, að
þeir lvafi ekki konvið í kirkju, síðan
þeir voru fermdir. Þetta er rang-
snúinn hugsunarháttur. Hvers vegna
eru þá þessir sönm nvenn að iáta
skíra börnin sín og fernva þau? Er
það kannske vegna þess, að það er
líka venja, og þeir þori ekki lveldur
að lireyta á móti þeirri venju?
Hjarðlvvötin er rík i manninum. Það
er átak að skera sig úr hjörðinni á
einn cða annan ivátt. Það kynni að
verða kimt að „upplýstum“ manni,
ef hann brygði út af venjunni og
færi að sækja kirkju að staðaldri.
Og það væri nú verra.
—- En hvað um samskipti prests
og safnaðar fyrir utan guðsþjónust-
ur?
— Ég álit, að við eigum að taka
upp skriftir að nýju í rikari
mæli. Ekki þannig, að öllum
sé skylt að skrifta eftir settum regl-
um, heldur að fólk geti létt á sál og
samvizku með því að tala við ein-
hvern, sem það getur treyst, sinn
sálusorgara. Ég hef aldrei heyrt, að
prestar eða læknar hafi ekki þagað
ræða. Það er uppálagt. Þá á prest-
urinn að tala við bæði hjónin, ef
því verður við konvið. Það er sorg-
legt, hve margir eru eigingjarnir,
einkum þegar um er að ræða fólk,
sem á börn. Hugsaðu þér, öll þjóðin
syrgir, þegar heimilisfeður farast,
en tala þeirra barna, sem þannig
verða föðurlaus, er eklci nema brot
af þeim fjölda, sem verður hálf mun-
aðarlaus við skilnað foreldra, oft
fyrir skammsýni og eigingirni. Það
er sárast fyrir það, að oft sjá þessir
sömu aðilar eftir skilnaðinunv, þegar
það er um seinan, þegar þeir hafa
brugðizt sínuin helguslu skyldum,
Mini er mest selda bifreiðin í
Englandi.
Hefur framhjóladrif.
Lipur og Iétt í akstri.
Er rúmgóð og gott útsýni.
Kraftmikil vél, en þó sparneytin.
GARÐAR GISLASON H. F.
Bifreiðaverzlun. — Sími 11506.
yfir því, sem þeim hefur verið trú-
að fyrir. Það er öllum liollt að létta
á sálu sinni, og stundum getum við
gefið ráð. Þetta yrði manninum hug-
bót, og okkur kærkomið tækifæri
til þess að veita uppörvun. Starf
prestsins í fjölbýii nútímaþjóðfé-
lags er meira en að halda mismun-
andi góðar ræður, það sem unnið
er i kyrrþey tek.ur mest af orku
manns.
— Kenvur fólk til ykkar til þess
að létta á huga sínum?
— Já, talsvert, viðvíkjandi sinu
einkalifi. Og því er alltaf iéttir
að því að tala um það, sem amar
að, við mann, sem það getur treyst
fullkomlega.
— Þurfið þið mikið að tala milli
hjóna?
— Já. Alltaf þegar urn skilnað á
kirkjulegum lijónaböndum er að
við börn sín og maka. Sem betur
fer, hef ég, og sjálfsagt allir prestar,
þá sögu að segja, að oft hættir fólk
við að skilja, þegar talað hefur ver-
ið við það. Og ég þekki þess dæmi,
að lijón hafa komið oftar en einu
sinni og ætlað að skilja, en eru ó-
skilin enn í dag.
— Það eru margir ljósir punktar
í prestsstarfinu?
— Jú. Jú, vissulega margir. En
kannske eru fá störf, þar sem skipt-
ast eins á skin og skúrir og í prests-
starfinu. „Þú veizt ekki livað það
cr voðalegt að vera prestur,“ sagði
séra Árelíus við mig, þegar hann
óskaði mér til hamingju með prests-
vigsluna. Ég skildi lvann ekki þá,
en skil það betur nú, en þó vitum
við það báðir, við séra Árelius, að
það er einnig dýrlegt starf.
Ég hef átt því láni að fagna að
eiga góðan söfnuð, og ég verð aldrei
prestur hjá öðrum söfnuði, meðan
liann vill hafa mig. En hann getur
sagt nvér upp, hvenær sem er. Og
það er gott. Söfnuðurinn á að hafa
frjálsar hendur með sinn prest.
Og eitt vil ég taka fram sérstak-
lega að lokum: Það er fáum nauð-
synlegra en presti að eiga góða
konu. Konan min á bróðurpartinn
af öllu, sem einhvers virði kynni að
hafa verið í nvínu starfi. Það mæddi
mest á henni, meðan ég hafði enga
kirkju og tók öll prestsverk heiin
til min. Þá lék hún og söng við
liverja athöfn og undirbjó þær á
allan hátt. Og svo er það, sem mest
er um vert:
Prestskonan er sálusorgari prests-
ins. sh.
Lýðskólar.
Framhald af bls. 10.
— Frá upphafi kristninnar bcr
talsvert á óheillavænlegum áhrif-
um rikistrúar, maður kallaði það
þá Gyðingdóm, og postular þess-
arar ríkistrúar kölluðust hinir
skriftlærðu. Á öllum timum liefur
Ivorið talsvert á skriftlærðum
mönnum innan starfsmanna kirkj-
unnar, en þó menn lvafi lært eitt-
hvað utan að, er ekki þar með sagt
að þeir. skilji betur lögmál lvjart-
ans og andans en blátt áfram lífs-
reyndari menn. Grundtvig, sem
barðist fyrir stofnun lýðskóla,
var prestur og einhver þaullærðasti
guðfræðingur sem sögur fara af.
Samt sem áður áleit hann, pð það
þyrfti að vera til einhver staður
þar sem trúin á sannindi og lífs-
gildi kristninnar gæti sameinazt
snilligáfunum, guðmóði og anda-
gift, án þess að eiga það á liættu
að skriftlærðir kæmu með ríkis-
lögregluna í eftirdragi og þættust
einir þekkja leiðina til sálulvjálp-
ar. Lýðskólamenn áfellast ekki
neina presta, en þegar þeir vilja að
skólarnir séu ólváðir kirkjunni, er
það vegna þess að kristindómur-
inn, samkvæmt þeirra skoðun,
kemur á undan prestunum og jafn-
vel á undan kirkjunni sem kristið
safnaðarmál.
— Geturðu nefnt fyrir okkur
nokkur dænvi upp á skriftlærðar
kennisetningar eða livað við eigum
að kalla það?
— Það er auðvelt. En ég geri
ekki ráð fyrir að lesendur Vikunn-
ar séu sérstaklega æfðir i hugsun-
um sem lúta að trúmálum, og þess
vegna vil ég sækja dæmið úr ann-
arri átt, nefnilega bókmenntunum,
en þær eru líka veigamikill liður
i uppalanda- og kennslustarfi lýð-
skólanna. Bóknvenntir liafa að
minnsta kosti á íslandi verið al-
gengunv mönnum mikilvægt nvenn-
ingaratriði, æft þá í lifsvizku,
þjálfað þá í liugsun og tungutaki,
gert þá spaka, lvugkvæma og glað-
lynda í senn. En bókmenntirnar
hafa ekki gætt þjóðina þessum
gjöfum án samlifs með þeim. En
er ekki samlifið með bókmennt-
unum farið að minnlca? Og eiga
ekki skriftlærðiv sérfræðingar
sinn þátt í þvi á okkar landi eins
og viða annars staðar? Út unv allan
VXKAN 13. tbl. — 47