Vikan


Vikan - 18.04.1963, Page 9

Vikan - 18.04.1963, Page 9
SMÁSAGA EFTIR C. S. FORSTER SKRIFLEG SÖNNUNARGÓGN SKJAL I. Hagþornagötu 17. Iíæri herra Lacy. EiginmaÖur minn biður mig að skrifa yður og segja að hann yrði rnjög þakklátur, ef þér gæt- uð komið við hjá honum á leið yðar til skrifstofunnar í fyrra- málið og haft með yður öll skjöl vegna sölunnar á Síkishólagötu 72. Honum líður betur i hand- leggnum, en hann getur auðvitað ekki ekið bílnum sinum ennþá, og læknirinn segir, að það sé vissara fyrir hann að reyna ekki of mikið á sig, enn sem komið er. Virðingarfyllst, S. L. Hart. SKJAL II. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy, Eiginmaður minn myndi gjarn- an óska að þér kæmuð aftur í fyrramálið, þar sem hann liefur ýmis fyrirmæli að gefa yður vegna uppboðsins á morgun. Hann mun verða fær um að stýra sölunni sjálf- ur, en eins og ég hýst við að hann hafi þegar sagt yður er lionum það erfiðleiik.um bundið áð fara út á morgnana. Þá þarf hann að biða eftir að rakarinn komi að raka liann og svo framvegis. Virðingarfyllst, S. L. Hart. SKJAL III. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy. í þessu tilviki er það ekki við- skiptabréf, sem skrifað er fyrir hönd eiginmanns míns, heldur bréf frá mér persónulega. Auðvitað getið ■þér gizkað á urn hvað það er. Ég ætla að biðjast afsökunar á atburði þeim, sem gerðist hérna á heimil- inu í gær. Það var mjög vingjarn- legt af yður að skerast í leikinn, en þér megið aldrei gera það oftar. Þar sem þér liafið unnið fyrir manninn niinn í fimm eða sex ár, ættuð þér að vita, live sk.apbráður li«»nn er og iive oft hann segir hluti, sem hann í rauninni ætlar sér alls ekki að segja. í gær var þetta eðlilega erfið- ara fyrir hann, af því að honum finnst hann vera svo lijálparvana með handlegginn í fatla. Hann hefur orðið að vera svo lengi innan dyra, og það bitnar allt á skapinu í hon- um. En nú mun honum bráðlega batna í handleiggnum aftur, og þegar hann getur farið að vera meira á ferli og líta eftir viðskiptunum sjálfur, verð- ur hann skapbetri. Ég varð mjög óttaslegin, þegar þér skáruzt i leik- inn, ég óttaðist að þér mynduð missa atvinnuna, og það er ekki svo gott að fá vinnu nú á dögum. Þér verðið mjög varkár framvegis, er það ekki? Mig skiptir þetta svo litlu máli, af því að ég er vön þessu, og þér þurf- ið ekki að liafa áhyggjur af mér. Það er allt í lagi, þó að ég hafi áhyggjur yðar vegna, af því að ég er eldri en þér. Ég vil að þér lofið mér því að gera ekkert, sem gctur komið lionum til að reið- est yður. Yðar einlæg, Sylvia Hart. SKJAL IV. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy. Það var mjög fallegt af yður að skrifa mér þetta vingjarnlega bréf, cn ég er hrædd um að þér megið aldrei skrifa mér aftur. Eiginmaður minn vissi að það kom bréf til mín i morgun, og vildi fá að vita frá hverjum það var og um hvað það var, alveg eins og hann alltaf vill fá að vita um bréfin mín. Ég leyfði honum ekki að sjá það, þó að það hafi verið mjög erfitt að komast hjá því. Að sjálfsögðu var ekkert í því, sem þér hefðuð ekki átt að skrifa, Framliald á bls. 44 VIKAN 16. tbl. J 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.