Vikan


Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 18.04.1963, Blaðsíða 9
SMÁSAGA EFTIR C. S. FORSTER SKRIFLEG SÖNNUNARGÓGN SKJAL I. Hagþornagötu 17. Iíæri herra Lacy. EiginmaÖur minn biður mig að skrifa yður og segja að hann yrði rnjög þakklátur, ef þér gæt- uð komið við hjá honum á leið yðar til skrifstofunnar í fyrra- málið og haft með yður öll skjöl vegna sölunnar á Síkishólagötu 72. Honum líður betur i hand- leggnum, en hann getur auðvitað ekki ekið bílnum sinum ennþá, og læknirinn segir, að það sé vissara fyrir hann að reyna ekki of mikið á sig, enn sem komið er. Virðingarfyllst, S. L. Hart. SKJAL II. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy, Eiginmaður minn myndi gjarn- an óska að þér kæmuð aftur í fyrramálið, þar sem hann liefur ýmis fyrirmæli að gefa yður vegna uppboðsins á morgun. Hann mun verða fær um að stýra sölunni sjálf- ur, en eins og ég hýst við að hann hafi þegar sagt yður er lionum það erfiðleiik.um bundið áð fara út á morgnana. Þá þarf hann að biða eftir að rakarinn komi að raka liann og svo framvegis. Virðingarfyllst, S. L. Hart. SKJAL III. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy. í þessu tilviki er það ekki við- skiptabréf, sem skrifað er fyrir hönd eiginmanns míns, heldur bréf frá mér persónulega. Auðvitað getið ■þér gizkað á urn hvað það er. Ég ætla að biðjast afsökunar á atburði þeim, sem gerðist hérna á heimil- inu í gær. Það var mjög vingjarn- legt af yður að skerast í leikinn, en þér megið aldrei gera það oftar. Þar sem þér liafið unnið fyrir manninn niinn í fimm eða sex ár, ættuð þér að vita, live sk.apbráður li«»nn er og iive oft hann segir hluti, sem hann í rauninni ætlar sér alls ekki að segja. í gær var þetta eðlilega erfið- ara fyrir hann, af því að honum finnst hann vera svo lijálparvana með handlegginn í fatla. Hann hefur orðið að vera svo lengi innan dyra, og það bitnar allt á skapinu í hon- um. En nú mun honum bráðlega batna í handleiggnum aftur, og þegar hann getur farið að vera meira á ferli og líta eftir viðskiptunum sjálfur, verð- ur hann skapbetri. Ég varð mjög óttaslegin, þegar þér skáruzt i leik- inn, ég óttaðist að þér mynduð missa atvinnuna, og það er ekki svo gott að fá vinnu nú á dögum. Þér verðið mjög varkár framvegis, er það ekki? Mig skiptir þetta svo litlu máli, af því að ég er vön þessu, og þér þurf- ið ekki að liafa áhyggjur af mér. Það er allt í lagi, þó að ég hafi áhyggjur yðar vegna, af því að ég er eldri en þér. Ég vil að þér lofið mér því að gera ekkert, sem gctur komið lionum til að reið- est yður. Yðar einlæg, Sylvia Hart. SKJAL IV. Hagþornagötu 17. Kæri herra Lacy. Það var mjög fallegt af yður að skrifa mér þetta vingjarnlega bréf, cn ég er hrædd um að þér megið aldrei skrifa mér aftur. Eiginmaður minn vissi að það kom bréf til mín i morgun, og vildi fá að vita frá hverjum það var og um hvað það var, alveg eins og hann alltaf vill fá að vita um bréfin mín. Ég leyfði honum ekki að sjá það, þó að það hafi verið mjög erfitt að komast hjá því. Að sjálfsögðu var ekkert í því, sem þér hefðuð ekki átt að skrifa, Framliald á bls. 44 VIKAN 16. tbl. J 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.