Vikan - 18.04.1963, Side 40
VIKU
klúbburinn
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
VEGGSKREYTING
Verkinu er lokið. Myndirnar blasa við og hljóta lof Vinnupallar voru reistir — og það var málað Þetta er ein myndanna, í hinni stóru
eða last, — eins og gengur og gerist í heimi listanna. og teiknað, svo hvergi varð eftir auður blettur. veggskreytingu.
t»að þætti vafalaust saga til næsta bæjar, ef gagnfræðaskólanemendum hér, yrði falið að annast veggskreytingu i anddyri
skólans. Þetla er ekkert „Fyrstaaprílgabb“. Fréttin stóð i austurriskum blöðum -— og er sönn.
Austurrískur skólastjóri i gagnfræðaskóla stúlkna boðaði nemendur á sinn fund og gaf þeim leyfi til að skreyta, að eigin vild,
stærsta vegginn í anddyri skólans — og hvar í heiminum yrði ekki sliku tilboði tekið með fögnuði? — Hver nemandi, sem ein-
bverja hæfileika bafði lil að bera, fékk sinn útmælda reit — og var þá strax hafizt handa, teiknað og málað upp um alla
veggi. Já, þvi sumar stúlkurnar urðu að standa uppi á háum vinnupöllum -— og þó smáfiðringur færi um magann, öðru hverju,
— svona hátt uppi — var unnið af mesta kappi. Og eftir viku slóð veggurinn þakinn listaverkum. Gagnrýnendur nefndu hann
strax „Litaauðuga draumavegginn“, en þeir voru ekki eins sammála um flokkun myndanna eftir stefnum eða „ismum“. Það
var líka algert aukaatriði, því meðal stúlknanna var enginn ágreiningur, — þegar lalið barst að þessu óvenjulega viðfangsefni:
„Þetta var yndisleg vika, óslitinn draumur.“
ERTU FISKINN ?
Ef svo er, þá reyndu hæfni
þína. Útgerðin er ekki dýr: Fisk-
arnir eru litlir korktappar með
misháum númerum. Neðan í
töppunum er nagli, svo þeir
verði stöðugri í vatninu. í end-
anum sem upp snýr er kengur,
Framhald á bls. 39.
SNOTUR KARL.
Þeir hafa ekki þurft að spara
snjóinn í vetur, krakkarnir í
Englandi, enda voru snjókarl-
arnir vöxtulegir, eins og myndin
ber með sér. Hér er María að
leggja síðustu hönd á verkið.
Hvað hún hafði í augu á karl-
angann? Auðvitað kolamola, —
því Bretar hafa nóg af kolum,
eins og þið vitið.
HNYTTU HNÚT.
Það er enginn vandi að
hnýta hnút á band, — ef
maður kann það. Og nú
ætlum við að kenna þér
einn í viðbót.
Myndirnar hérna, sýna
þér aðferðina í fimm á-
föngum. Þegar þú hefur
æft þig nokkrum sinnum
geturðu sagt með sanni:
Þetta er enginn vandi.
En ætli félagar þínir segi
það sama, — að óreyndu?