Vikan


Vikan - 23.05.1963, Page 6

Vikan - 23.05.1963, Page 6
Hún var einu sinni kölluð Sýslufundarvika. Þá var hún haldin á sama tíma og sýslu- fundir Skagfirðinga. Það þótti stórt númer, að sýslu- nefndarmenn, sem voru saman komnir til að ráðgast um hag og heill byggðarlagsins, gáfu sér tóm til þess að lyfta glasi síðasta kvöldið og fagna með öllum hinum, sem mættir voru til þess að taka þátt í gleðinni. Nú um alllangt skeið hefur hún verið kölluð Sæluvika, og er þekkt undir því nafni um land allt. Það mun hafa verið Guðjón Sigurðsson, bakara- meistari, sem fann upp þetta nafn, enda er vikan nú um nokkurt skeið slitin úr öllum tengslum við sýslufund. Hér verða nú birtar nokkrar myndir, sem gefa dálitla hug- mynd um skemmtanalíf vikunnar. Eitt verkefni Gatnagerðar s.f. á síðasta ári var maibikun Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki. Enda cr það þokkaleg gata að ganga eftir, og vcðst ekki upp, þótt fjölmenni fari um hana, eins og t. d. á sæluvikunni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.