Vikan


Vikan - 23.05.1963, Side 28

Vikan - 23.05.1963, Side 28
„ÉG ER MESSÍAS“ / „ÉG ER ÍSLENZK MYNDLIST“ „ÉG ER FÆDDUR SNILLINGUR“ «einnig á Museum of Modern Art í New York. Einnig hefur mér verið boðið að sýna í galleríum í Stokk- 'hólmi og Kaupmannahöfn, en ég veit ekki, hvernig það verður. — Hefurðu verið í Bandaríkjun- ;um? — Nei, að undanförnu hef ég ■dvalið í Kaupmannahöfn. Þar náði iég í konuefnið og ástkonuna. — Ég hef heyrt, að þú hafir orð- :ið snillingur mjög skyndilega árið 1958. — Ég er fæddur snillingur. Allir :snillingar eru fæddir með snilligáfu. Ég var tiltölulega ungur, þegar ég uppgötvaði, að ég var snillingur. Ég hef aldrei efazt um það, að ég er einn mesti snillingur tuttugustu ald- arinnar. Ég kem til þess að frelsa mannkynið. — Þú ert Messías númer tvö? — Já. Og ég vil eiginlega láta titla mig samkvæmt því. T. d. yðar Jheilagleiki. — Hvernig gengur þér að fá því framgengt? — No, svona og svona. Ekki vel. Mystik hefur ekki áhrif á íbúa Sögueyjarinnar. — Ertu mjög pornógrafískur? — Fyrir mér er ekkert til, sem heitir pornógrafía eða klám. Ég fæst við að fá undirvitundina upp á yfir- borðið, ég er súrrealisti, og erótík- in er svo sterkur hlutur í skapandi myndlistarmanni, að myndin hlýt- ur að verða blönduð erótík. En klám .er ekki til. -— Notarðu módel eða fyrir- myndir? — Nei. Ég mála og teikna ein- göngu mínar innri sýnir og vitranir. — Til hvers ertu þá að læra? — Það er nauðsynlegt að kynna sér anatómíu og teknik. Það vita hinir svokölluðu myndlistarmenn ekki. Enda er íslenzk myndlist sorg- lega lítil af mörkum. Það er í raun- inni ekkert til, sem heitir myndlist á íslandi nema ég. Ég er íslenzk myndlist. — Ertu montinn? — Ég er kallaður montinn, af því að ég skýzt ekki með húsveggjum með uppbrettan kragann, eins og hinir svokölluðu listamenn gera hér. En ég skil þá svo vel, þessa kalla. — Ferðu oft á sýningar? — Nei. Það er ekkert eins niður- drepandi og horfa á sýningar þeirra, sem kalla sig listamenn. Þess vegna er ég sjálfstæður listamaður. Ég tek engan til fyrirmyndar. — Ertu mikilvirkur? — Ákaflega pródúktífur. And- skoti pródúktífur. — Hvað gerir þú við öll verkin þín? Selur þau? Hendir þeim? — Ég sel lítið. Hendi engu. Ég get eiginlega ekki selt verkin mín. Það er eins og að selja börnin sín. Það er prostitusjón. Ég geymi þau næstum öll. Þau sem ég hef ekki selt. í koffortum, skúffum, undir borði og undir dívan. Ég elska að hafa þau í kring um mig. — Ásamt konunum þínum. — Já. og það er nauðsynlegt að hafa tvær konur. Það ættu fleiri kúnstnerar að gera. Jafnvel fleiri. Framhald á bls. 51. 2g — VIK.AN U. tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.