Vikan


Vikan - 01.08.1963, Qupperneq 5

Vikan - 01.08.1963, Qupperneq 5
salernum í gistihúsum og veit- ingaskálum var það næstum undantekning, ef þar var að finna salernispappír. Þetta .er vítaverður slóðaskapur hlutað- eigandi aðila, og verður að bæta úr þessu hið fyrsta, og ég vil sér- staklega beina orðum mínum til þeirra, sem vita upp á sig sökina, því að þetta hirðuleysi kemur óorði á staðina. Kær kveðja, V. ergilegt að horfa upp á vinkon- ur mínar, sem eru allar að verða kolbrúnar. Ég er rauðhærð og með mjög viðkvæma húð, þann- ig að ég brenn og flagna, en verð aldrei neitt brún. Hvers á ég að gjalda? Hvers vegna geta allar órauðhærðar stelpur orðið brúnar með engri fyrirhöfn, en ég ekki, hvað sem ég reyni? Er nokkuð ráð til við þessu? Sú nábleika. Og annar ferðalangur skrifar okkur: . . . Og þegar við vorum komin hátt upp í hálsinn, kemur á móti okkur fólksbíll. Fólksbíllinn vék eins langt og hann komst utan í klettótta hlíðina sín megin, en vegurinn var þröngur og tvísýnt, hvort rútubíllinn okkar kæmist framhjá. Vegkanturinn okkar megin virtist ekkert árennilegur og snarbratt alla leið niður í sjó. Það hefði verið hægðarleikur fyrir bílstjórann okkar að bakka svolítið á þægilegri stað, þar sem fólksbíllinn hefði getað komizt framhjá, en við vorum orðin svo langt á eftir samferðabíl okkar, að bílstjóranum okkar lá á. Það skipti því engum togum: bílstjórinn á rútubílnum okkar lagði í hann upp á von og óvon. Ég sat þeim megin sem vegkant- urinn var, og ég gæti svarið, að hjólin á rútunni hafi farið hálf út af brúninni. Við lifðum þetta af, kanturinn hélt. En það var sannarlega ekki bílstjóranum okkar að þakka. Þessi óþolinmæði og glannaskap- ur hefði getað kostað okkur öll lífið. Ég segi þér þessa sögu í þeirri von, að þú birtir þetta bréf mitt eða minnist einhvern veginn á þetta atvik. Ég hef minnzt á þetta við fjölmarga síðan ég kom heim, og ótrúlega margir hafa sömu sögu að segja. Sumir fá kannski aldrei tæki- færi til að segja slíka sögu. Með kærri kveðju og þökk fyrir gott blað. Ferðalangur. Ekki brún ... Kæri Póstur. Ég á í ógurlegu sálarstríði. Svo er mál með vexti, að ég get bók- staflega ekki orðið sólbrún, hvað sem ég reyni. Mér finnst svo --------Því miður er víst ekk- ert haldgott ráð til við þessu, en ég held þú ættir að sleppa öllum áhyggjum. Það fer hvort eð er rauðhærðum stúlkum ekki vel að verða of brúnar. — Og hvað vinkonur þínar snertir — þá geta þær aldrei orðið almenni- lega rauðhærðar, hvað sem þær reyna. Benzín ... Vikupóstur. Alveg er ég hissa á því að ekki skuli vera opinn neinn benzín- sölustaður í Reykjavík, lengur en til klukkan hálf ellefu á kvöldin. Þetta kemur sér oft á tíðum afskaplega illa fyrir borg- arbúa sem aðra, er dveljast í Reykjavík. Það hefur víst oft verið rifizt og skammazt út af þessu í ræðu og riti, en það virð- ist engan árangur ætla að bera. Þennan vanda mætti leysa á af- ar einfaldan hátt með því til dæmis að láta benzínsölustaðina skiptast á um að hafa opið eitt- hvað frameftir á kvöldin, þannig kæmi ekki meira en eitt kvöld á hvern stað á viku. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Bílstjóri. Þokur enn ... Þið ættuð nú að senda mér gefins í pósti eitt eintak af ljóðabókinni Þokur, af því að ég var svo duglegur að skrifa móti atómskáldunum í vetur. — Ég skal þá líka skrifa gott um Þokur, hér nyrðra. Sigurður Draumland, Akureyri. — — —- Þar sem bókin er nú algerlega uppseld, sjáum við okkur ekki fært að þiggja þetta kostaboð. ... vio setjupf yður vandaon og fallega skó frá Clark‘s EnglandL Austurstræti 14. Eymundssonarkjallara.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.