Vikan


Vikan - 01.08.1963, Page 46

Vikan - 01.08.1963, Page 46
FÁLKINN H.F. Laugavegi 24 — Reykjavík. LÍTILL, EN RÚMGÓÐUR RÖSKUR OG RAMMBYGGÐUR LEIKANDI LIPUR, STÖÐUGUR BER 5 MENN OG FARANGUR ÞÆGILEGUR OG BJARTUR SPARNEYTINN OG VANDAÐUR ÓSKABÍLL FJÖLSKYLDUNNAR KOMIÐ, 0 G SKOÐIÐ PRINZINN SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI: LÚÐVÍK JÓNSSON & CO. sem Jónsmessuhátíðahöldin hefj- ast, þá er gjalddagi landsskuid- arinnar sem þá bar að inna af hendi undir álmtrénu, en þann- ig var komizt að orði í leigu- samningnum. Og peningana sem fengust fyrir hrossin á markaðn- um átti að nota til greiðslu landsskuldarinnar. Það var engu líkara en að hér væru saman- söfnuð öll þau hross og múldýr sem skaparinn hafði tillagt ver- öldinni, kembd og gljáandi, skreytt með skúfum, brúskum og litlum bjöllum. Dýrin stóðu þarna og slógu til töglum og höl- um og sneru höfðunum að sér- hverjum er framhjá fór, líkast því sem þau væru að leita að góðviljuðum kaupendum. „Hann hefur sofnað einhvers staðar á leiðinni, strákskepnan," hreytti ráðsmaðurinn út úr sér, „hann lætur mig standa hér eins og glóp, hrossalausan." En sannleikurinn var sá að Ieli hafði verið á ferð alla nótt- ina, svo að hestarnir yrðu síður þvældir af ferðalaginu og hlytu góðan stað á markaðssvæðinu. Þrístirnið Orion var ekki geng- ið undir þegar hann kom að Piano Del Corvo og myndaði krossgeisla á Monte Arturo. Ó- endanleg röð vagna og ríðandi fólks streymdi sífellt eftir þjóð- veginum, svo Ieli þurfti sífellt að vera á verði og gæta þess að hrossin fældust ekki í þessari miklu umferð, en héldust í hóp á vegarkantinum og eltu for- yztuhryssuna, Biönchu, sem þrammaði óttalaus í fararbroddi með bjölluna sína um hálsinn. Við og við, einkum þar sem veg- urinn lá yfir hæðarhryggina, heyrðist í Jónsmessuhátíðar- klukkunni, svo að út í myrkur og þögn sveitarinnar barst hátíð- arhljómurinn í loftinu. Og langt, langt í burtu var fólk á ferli, gangandi eða ríðandi, á leið til Vizzini. Og úr öllum áttum hljómaði ákallið: „Lof sé heilög- um Jóni“. Og raketturnar þutu beinskeyttar og lýsandi upp í loftið að baki Canzira-fjallanna, líkast stjörnuhröpum í ágúst- mánuði. „Það er eins og það sé kominn aðfangadagur jóla,“ sagði Ieli við drenginn sem hjálpaði hon- um við hrossareksturinn, „þegar ljós eru kveikt á öllum bænda- býlum og fólkið fagnar hátíðinni, þá má sjá brennur um allar sveitir." Drengurinn var orðinn mjög syfjaður og dróst rétt áfram. Hann svaraði engu. En klukkna- hljómurinn hafði komið blóði Ielis á hreyfingu, svo að hann gat ekki orða bundizt. Það var eins og hinar skínandi rakettur sem þutu þöglar og Ijómandi eftir himinhvolfinu bak við fjöll in, snertu viðkvæman streng í sálu hans. „Mara hlýtur að hafa farið á Jónsmessuhátíðina líka,“ sagði hann, „því þangað fer hún á hverju ári.“ Og án þess að gefa því gætur að Alfio, drengurinn, svaraði ekki, hélt hann áfram: „Þú veizt máske ekki, að Mara er orðin svo hávaxin að hún er jafnvel orðin stærri en móðir hennar, sem gekk þó með hana á sínum tíma og fæddi hana af sér.“ „Þegar ég hitti hana aft- ur átti ég erfitt með að trúa því að hún væri sama stúlkan, sem ég var vanur að tína perur með og hrista niður valhnetur." Hann byrjaði að syngja háum rómi og söng öll þau lög, sem hann kunni. „Heyrðu, Alfio, ertu sofandi?" spurði hann er hann hafði lokið söngnum. „Gættu að Biönchu, að hún komi á eftir þér, gættu þess.“ „Nei, ég er ekki sofandi,“ svar- aði Alfio rámri röddu. „Sjáðu sjöstjörnuna hvernig hún leiftrar þarna yfir Granvilla, rétt eins og rakettum hafi verið líka skotið upp frá Santa Dom- enica. Það getur ekki verið langt til dögunar enn, svo við náum þá til markaðsins á réttum tíma og tryggjum okkur þar góðan stað.“ „Halló, Morellino karlinn. Þú skalt fá nýjan múl með rauð- um skúfum þegar við komum á markaðinn, og þú líka Stellato." Þannig hélt hann áfram að ávarpa folana hvern fyrir sig með nafni, svo að þeir hertu á sér er þeir heyrðu rödd hans ut- an úr myrkrinu. En það olli hon- um samt hryggðar að Stellato og Morellino áttu að seljast á markaðnum. „Þegar búið er að selja þá, fara þeir í burtu með sínum nýja eiganda, og eftir það sjást þeir aldrei framar í stóðinu, rétt eins og fór fyrir Möru eftir að hún flutti burt til Marinero. — Hann gerir það gott þar, hann faðir hennar, þarna í Marinero. Þegar ég fór í heimsókn þangað, voru bornar á borð fyrir mig alls kon- ar krásir, svo sem brauð, vín, ostur og alls konar aðrar teg- undir matar, sem sagt allt það bezta, sem hægt er að hugsa sér, enda er hann næstum því ráðs- maður hvað völd snertir og hef- ur lykla að öllum hirzlum, enda stóð mér til boða að eta upp búið, ef ég hefði getað það. Mara ætl- aði ekki að þekkja mig aftur, því það var svo langt umliðið síðan við sáumst síðast, og hún endurtók mörgum sinnum: Ó, horfið á, þetta er Ieli, hestastrák- urinn frá Tebidi.“ „Þú kemur með minningar liðna tímans með þér, og ef þú sérð aðéins fjalls- topp sem þú þekkir, þá lcannastu strax við þína heimahaga. Lia vildi ekki að ég þúaði Möru, nú þegar hún væri orðin stór, því það gæti komið af stað kviksög- um. En Mara hló bara og roðnaði svo mikið, að maður hefði getað haldið að hún hefði verið að — VIKAN 31. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.