Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 10
ÁRNI BÖÐVARSSON. ARNI OG ORÐABÓKIN TEXTI: SIGURÐUR HREIÐAR Eftir marga þýðufundi eignaðist bjáan spaugbarn með fausanum. — Er eitthvað í þessu, sem þið ekki skiljið? Ef svo er, skulið þið fletta upp íslenzkri orðabók, sem út var gefin í haust hjá Menningarsjóði. Þar fáið þið skýringar á þeim orðum, sem hér virðast torskilin, og ef þið hafið nenningu til þess að lesa hana orði til orðs, spjaldanna á milli, rekizt þið áreiðanlega á mörg orð, sem þið hafið aldrei heyrt eða séð, og sum þeirra mjög skemmtileg og æskileg í orðaforða. Ég vissi t.d. ekki fyrir, að stelpuangi væri stelpíni, að spúsa væri gott og gilt íslenzkt orð, sem þýðir heit- kona eða eiginkona, að vanþrif í skepnum væri kokung- ur, og þannig mætti lengi telja. En enginn skyldi halda, að í þessari bók væru tóm kringilyrði eðaMátíð orð. Það er öðru nær. Enda eru næstum 70 þúsund uppflettiorð í bókinni, svo það mætti æra óstöðugan, ef hún væri öll full af slíku. En það er einmitt það, sem gefur henni gildi; í henni eru öll eða nær öll þau orð, sem ætla má, að hægt sé að rekast á í prentmáli eða talmáli íslenzku, þau sem ekki skoðast slettur og slang — og jafnvel sum af þeim. Svona bók er nauðsynlegur hlutar að eiga. Ég hef oft óskað mér þess að eiga slíka, þegar ég hef verið að stæla við prófarkalesara og setjara, og eflaust hafa þeir líka óskað sér hennar í sömu tilvikum. Það er ekki aðeins, að bókin skeri úr um, hvernig beri að rita ein- stök orð, heldur hver hin rétta merking þeirra sé. Og það skiptir mestu máli, að leggja rétta merkingu í orðin. Fáeinum dögum áður en bókin kom út, sótti ég rit- stjóra hennar, Arna Böðvarsson, heim í íbúð hans á Nýja Garði. Hve iangt er síðan, að byrjað \-ar á þessari orðabók, Árni? •— Ég bvrjaði í hálfri vinnu haustið 1957. — Ot á hverju var bvrjað? — Það var byriað á að eyðileggja tvö eintök af orða- bók Blöndals, strika í þau orð, sem þaðan eru tekin og vélrita eftir beim. Þar með var kominn stofninn að bókinni. Svo hlóðst á hann. Meðal annars var gerð sér- stök yfirferð yfir aðrar orðabækur eða orðaskýringar, sem til eru yfir íslenzku. Og þetta dróst. Upphaflega var gert ráð fyrir, að bók- in kæmi út haustið 1961, og það var byrjað að setja haustið 1959, en þá kom í liós, að þeð vantaði á undir- búnineinn, svo setningin dróst á langinn. — Hverir unnu að orðasöfnunum og orðaskýringum, auk bín? ■— Það voru einkum þeir Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi og Helgi Guðmundsson, sem hefur stundað mál- fræðinám í Osló. Þar að auki lögðu fjölmargir lið á einn og annan hátt, og er sumt það fólk nefnt í formála bók- arinnar. -— Og hvers eðlis eru uppflettiorðin í þessari bók? — Þarna eru öll ósamsett íslenzk stofnorð, nema þau sem eru beint, skiljanleg út frá öðrum orðum. Það er að segja, öll þau orð. sem við vitum um. Þ^r með er ekki endilega sagt. að ekki séu fleiri orð til. Ef ákvQðið orð er ekki til í orðabók vfir almennt mál. er bví oft haldið fram. að orðið sé ekki til í málmu. En bað pet,- nr ekki staðizt. Við vitum það, að þótt hér sé mikið skrifað. er til aragrúi talmálsorða, sem aldrei hafa ver- ið notuð í ritm,áli. — Hefur málfari fslendinga hrakað eða hefur það bantað nú á síðari árum? — Ég myndi segja, að það hefði batnað. þepar á heildina er litið. Það eru margfalt meiri möguleikar á að tjá sig nú en t.d. fyrir 60 árum. Það voru gerðar aðrar kröfur til ritmálsins um aldamótin; nú er miklu fleira viðurkennt sem nothæft ritmál en var t.d. fvrir 20—30 árum. Og við því er ekkert að segja, ef málið er þá betra tjáningarfæki fyrir manninn. — Og hvað tekur svo við hjá þér, Árni, þegar orða- bókin kemur nú út? - Ég held, að það sé ekkert leyndarmál, að ráð- gert er að gefa út á vegum Menningarsj,óðs alfrae^jþpk, litla og handhæga, í einu eða tveinv.w bindum, miðaða ..................................Framhald á bls. 54 JQ — VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.