Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 45

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 45
þau væru eitthvað óstyrk yfir því. — Veit læknirinn ekki, livar þið eruð? spurði Matt. — Nei, það gerir hann ekki, játaði Joan. — Þið getið hringt. — Það þýðir ekkert, svaraði Raven. — Þessi bölvaður storm- ur hefur eyðilagt línuna. Nú, jæja, við verðum þá að fara hringinn í hilnum. Ég verð að hiðjast afsökunar ef við höfum verið of ágeng, Matt. Komdu eiskan. Davíð roðnaði aftur. Hann vissi, að það þurfti ekki að hafa neina þýðingu. Raven kallaði alla elskuna sína. En hann þoldi samt ekki að hlusta á það. Matt sagði liægt. — Ef læknir- inn verður hræddur, þá er vízt bezt að ég fari með ykkur yfir. — En þú sagðir að það væri ekki óhætt. — Það gegnir öðru máli ef það er fyrir lækninn, sagði Matt rámur. Hann fór upp til að klæða sig. Joan horfði óákveðin á eft- ir honum. - — Heldurðu að það sé óhætt, Alan? — Sjálfsagt. Kallinn var hara geðillur af því að við rifum hann út úr rúminu. En svo tók Raven eftir Davíð. — Fyrirgefðu! En þér liefur sjálfsagt sjálfum fundizt frændi þinn gcðillur, svona stundum — eða jafnvel meira en það? Svo hló hann aftur ■— þessum and- styggilega hæðnishlátri. Davið svaraði ekki, en gekk út að dyrunum og horfði út á ána. Þá lagði einhver hönd á handlegg lians. — Vertu ekki reiður, Davíð, sagði Joan — ég skal segja þér leyndarmál, því að við höfurn alltaf verið svo góðir vinir. Er þér ekki sama, Alan, þó að ég segi honum það? — Rg vil helzt að þú segir öll- um það sem fyrst, elskan min. En það varst þú, sem vildir að pahiji þinn frétti það fyrstur manna. —■ IJann fréttir það nú innan stundar. Davíð, við Alan ætlum að gifta okkur. Við ákváðum það í dag. Davíð gat séð í iiálfrökkrinu, að augu hennar ljómuðu. Hann vissi að hann átti að óska þeim til hamingju, en hann kom ekki upp einu orði. Þess í stað reif hann sig lausan og liljóp út í myrkrið. — Hvað er að ... ? heyrði hann Joan segja um leið og hann fór út. — Hann elskar þig, lcæra mín, sagði Alan stríðnislega. — Ég get ckki sagt að ég lái honmn ]>að. Hann hefur góðan smekk. — I.áttu ekki svona .. . Davíð lieyrði ekki meira. Stormurinn og árniðurinn yfir- gnæfði allt annað. En það var hætt að rigna og hann sá allt greinilega. Stuttu seinna var gengið með lukt niður að ferj- unni — Matl frændi var að huga að ferjunni. Svo lireyfðist Ijósið út á ána, fram með kaðlinum. Báturinn og mennirnir þrír voru eins og dökkir skuggar, en þá greiddi úr skýjunmn og hann sá bátinn greinilega i tunglskininu og Iivít- fyssandi vatnið umhverfis hann. En í sömu andrá sá hann ann- rn skugga hak við bátinn — eittlivað sem byltist um úti í ánni. Hann hljóp niður að ár- hakkanum og reyndi að aðvara þau. En hróp hans voru árang- urslaus. Eða höfðu þau heyrt til hans? Honum sýndist einn úr bátnum lita aftur og koma auga á liættuna — en þarna var tré sem hafði rifnað upp og flaut nú með miklum hraða niður eftir únni. Meðan Davíð stóð þarna, fest- ist ein grein þess í kaðlinum, en of langt frá bátnum til að Matt gæti losað hana. Bátur- inn hringsnerist þegar kaðall- inn togaðist með trénu niður eftir ánni. Tréð kastaðist til og frá i straumnum og hálur- inn hringsnerist og byltist i vatninu. Davíð stóð ráðalaus og hjóst þá og þegar við því, að sjá flötum bátnum hvolfa. Þá slitnaði kaðallinn i sund- ur með háum bresti, sem heyrð- ist í gegnum stormgnýinn. Tréð losnaði og flaut áfram, en ljós- ið á miðri ánni rak nú stjórn- laust niður eftir Iienni. Davíð sá sér til skelfingar að hátinn rak með fleygiferð og hann hélt sig heyra einhvern kalla. En þá dró aftur ský fyrir tunglið og hann missti sjónar á Ijósinu. Hann starði árangurslaust út í myrkrið, en svo fylltist liann örvæntingu og ætlaði að fara að hlaupa niður með ánni, án þess að vita hvað til bragðs skyldi taka. En hann áttaði sig og reyndi að lnigsa málið. Hvernig mundi fara fyrir bátn- um, og hvað var hægt að gera? Skyldi frændi hans hafa ár- arnar i bátnum? Davið hljóp hratt heim að liúsinu, fann lukt og kveikti ú henni og fór síð- an út í bátaskýlið. Þar lágu ár- arnar. Það hafði mátt búast við því. Árarnar voru ekki notað- ar, ncma þegar báturinn var notaður til annars og tekinn frá kaðlinum. En ef frændi hans hefði tekið þær með sér núna, horfði málið öðruvísi við . . . Hann varð að reyna að vera rólegur, hugsaði hann með sér. Ef ekkert væri til að stýra bátn ■ um með, hvað yrði þá til bjarg- ar? Bátinn mundi reka niður eft- ir ánni. Nokkur hluti hennar lá milli hárra bakka, og þar var svolitil von til að Matt gæti náð i trjágrein, sem héngi út af bakkanum og stöðvað bátinn FRAMHALD Á BLS. 48. Langar yður að breyta um hárgreiðslu? Hringið og pantið tíma, og við greiðum yður eftir nýjustu haust- og vetrartízku. TJARNARSTOFAN - Tjarnargötu 10 - Sfmi 14662 HS VIKAN 48. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.