Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 20
SOGU- LOK Ég er þó ekki farinn að efast um að ég elski kvenmanninn?/* Hann tók að æða um gólfið og hugur hans var allur á ring- ulreið. „Auðvitað elska ég hana!“ tautaði hann fyrir munni sér í sífellu. „Ég er bara orðinn þreytt- ur og syfjaður; bezt að fara heim í háttinn“. Hann hélt þó enn áfram að vaða um gólfið, eins og dýr í búri, unz hin líkamlega þreyta EFTIR TEIKNING: ÞÓRDÍS TRYGGVADÓTTIR FRAMHALDSSAGAN yfirbugaði hann, og hann fleygði sér í hægindastól. Andartaki síð- ar var hann sofnaður. Klukkan var sex þegar hann vaknaði aftur. Hann var eilítið ringlaður og leit hissa í kring- um sig. — „Hver fjandinn“, hugsaði hann, „er ég enn á skrif- stofunni; hvaða aumingjaskapur er þetta!“ Hann reis á fætur, rak- aði sig og snyrti, og gekk síðan út. Veðrið var indælt, logn og sólskin í bænum: Hann andaði að sér hreinu loftinu, teygði úr sér og þandi út brjóstið. Enn var hann ungur og hraustur — og í kvöld fengi hann jáyrði Ásu Sig- urlinnadóttur. — Eða fengi hann það ekki? — Hvað geri ég þá? hugsaði hann; hvern fjandann sjálfan geri ég þá? Hann labbaði alla leið vestur í Selsvör og þaðan út í Effersey. Óróleikinn brann í taugum hans og blóði; honum var lífsins ó- mögulegt að bíða allt til kvölds. „En það verð ég að gera!“ sagði hann við sjálfan sig tvis- var sinnum. „Ég get ekki farið til hennar fyrr en um níuleytið — í fyrsta lagi klukkan átta“. En hvernig átti hann að láta þennan dag líða? Taugaspennan ætlaði alveg að fara með hann, en verst af öllu var þó þessi undarlegi kvíði á bak við allt: Er ég að gera rétt, er það nú alveg víst að —? Hann kreppti hnefana og sárbölvaði. „Tóm í- myndun og vitleysa! sagði hann við sjálfan sig. „Þvílík fjandans fyrirmunun! Mér er búið að þykja vænt um hana lengi, ég hef aldrei hugsað um aðra stúlku — eða hef ég það? „Hann hugsaði sig lengi um, en svo hristi hann höfuðið. Nei, hann hafði ekki hugsað um neinn kvenmann á sama hátt og Ásu, það var ör- ugg staðreynd. Ekki á sama hátt að minnsta kosti, nei. Úr Effersey gekk hann alla leið inn að Elliðaám. Þar sat hann fram yfir hádegi í grösugri brekku. Það færðist smám saman doði yf ir hugsanir hans og honum fór að líða betur. Ég fer heim og tek mér bað, hugsaði hann, ís- kalda sturtu; það rekur burtu þessa bölvaða óra! Hann lá lengi í baðinu og skol- aði sig vandlega með köldu vatni á eftir. Síðan glefsaði hann í sig matarbita úr ísskápnum, og var þegar til kom orðinn glor- soltinn. Eftir matinn hallaði hann sér á sófann og sofnaði þar loks. Hann vaknaði ekki aftur fyrr en klukkan var langt gengin sex. Þá tók hann aftur að æða um gólfin, fullur af óróleika og eftirvæntingu. „Nei, þessi fjandi gengur ekki!“ sagði hann að endingu. „Ég verð að hitta einhverju manneskju að máli og rabba svolítið við hana, annars verð ég alveg kol- vitlaus!“ Hann rakaði sig vandlega, og á meðan var hann að hugsa um hvert hann gæti farið. Vini átti hann fáa, en því fleiri kunningja — engan þeirra langaði hann að hitta nú. Líklega var sálfræð- ingsfíflið einna skárst, við hann var þó allténd hægt að jagast; svo gat hann líka gert sér til er- indis að heilsa upp á frú Elísabet. Frúin var ekki heima, og Herj- ólfur B. Hansson var hinn versti. Kaupsýslumanninum var það reyndar engan veginn á móti skapi, og góða stund skiftust þeir á köpuryrðum, sem stöppuðu nærri fullu rifrildl En loks and- varpaði sálfræðingurinn, og allt í einu rann af honum allur móð- ur. Hann strauk sér um ennið, eins og hann væri dauðþreyttur, og sagði með rödd, er Sigtryggur Háfells hafði aldrei heyrt áður: „Jæja, nú ligg ég laglega í því -—heldurðu ekki að ég hafi lof- að henni Betu því í gærkvöldi að giftast henni í næstu viku! ‘ Kaupsýslumaðurinn hló. „Jæja, kallinn, svo að þú giftist þá inn í auðvaldið, ha? Nú, þú gaza gert það sem verra var; til hamingju laxi! En ekkert skil ég í því að hún skuli vilja þig; þú ert svei mér ekki lánlaus“. „Ég hef svosem alltaf vitað að svona mundi fara“, hélt sálfræð- ingurinn áfram með aumlegum rómi. Hún tók mig strax á löpp og ég flutti í húsið; við höfum eiginlega alltaf verið í hálfgerðu tilhugalífi síðan/‘. „Já, það er margt tilhugalífið“, sagði kaupsýslumaðurinn. „Mér hefur oft fundist það sama með okkur Ásu — en það var nú bara ég sem var í tilhugalífi við hana, en ekki hún við mig. Og ætli hún hryggbrjóti mig ekki í kvöld, því gæti ég bezt trúað“. Um stund var þögn og sál- fræðingurinn drúpti höfði; hann var bláedrú aldrei þessu vant. Óróleikinn hafði enn gripið Sigtrygg Háfells, og hann tók aftur að ganga um gólf, „Nei/1, sagði hann að endingu. „Þessi skolli dugir ekki; ég er farinn, vertu blesssaður". f dyrunum staldraði hann þó andartak, leit á Herjólf B. Hans- Kaupsýslumaðurinn var enn utan við sig, andlit hans í einum Ijóma eftir kossana mjúku og heitu, sem hún hafði gefið honum. 2Q — VIKAN 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.