Vikan


Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 29.11.1963, Blaðsíða 31
HRÍ SGR J ÓN ARÉTTIR OG AÐRIR SMÁ- RÉTTIR FRAMHALD AF BLS. 25. Makkarónusalat. 150 gr. makkarónur, vatn , salt, 150 200 gr. tunga eða soðin skinka, 1 grænt piparhulstur, 2 salatgúrkur, 1 dl. þykkur rjómi 50—100 gr. majones. Harðsoð- in hálf egg og persilja til skrauts. Sjóðið makkarónurnar mjúkar í saltvatni og hellið vatninu vel af þeim. Skerið kjötið og súru gúrkurnar í litlar lengjur og piparinn í þunnar sneiðar. Bland- ið þessu saman við makkarón- urnír, þegar þær eru kaldar. Þcytið rjómann og setjið svo- litla piparrót í hann og balandið honum í majonessósuna Hellið þessu yfir makkarónurnar og blandið því varlega saman. Skreytið með harðsoðnum eggj- um og persilju. Púrrur í fati. Skerið púrrurnar í bita og sjóðið í saltvatni, en látið svo vatnið renna vel af. Leggið bit- ana í eldfast form, stráið mikl- um rifnum osti yfir, sem í hef- ur verið blandað dálitlu raspi. Nokkrir smjörbitar settir ofan á og bakað í ofni þar til ost- urinn er bráðnaður og aðeins ljcsbrúnn. Hvítkálssalat með rifs- berjum. Skerio hvítkálið í mjög þunn- ar og smáar ræmur og blandið 3 matsk. af rifsberjasultu, með heiluxn berjum, í kálið og lát- ið það liggja nokkra stund. Gott með kjötréttum, t.d. kjötbollum. Rauðbeðu- og epla- salat. Niðursoðnum rauðbeðum og nýjum eplasneiðum er blandað í majonessósu, hvort tveggja skorið nokkuð smátt. Gott er að setja dálítinn rjóma í majones- sósuna. Kaldar skinkusneiðar lagðar öðrum megin á fat, en hinum megin eru lögð stór og ný salatblöð og ofan á þau er rauðbeðusalatið sett, en í miðju er lögð röð af tómatsneiðum. Fiskflök með skinku. 4 stór kola eða lúðuflök, 2 skinkusneiðar, sinnep, salt, saft úr % sítrónu, 1 lítil sveppasúpu- dós. Skinkan skorin í smástykki, sinnepi smurt á stykkin og þau lögð á hvert flak, sem svo er lagt saman í miðju yfir skinkuna. Flökin sett í eldfast fat, sem hefur verið smurt með smjöri. Sítrónusafanum hellt yfir, krydd- að og ef vill má leggja nokkrar tómatsneiðar ofan á. Síðast er súpunni úr dósinni hollt yfir, en hún er þá ekki þynnt út, eins og þegar innihaldið er not- að sem súpa. Gott er að strá rifnum osti yfir allt saman, en það cr smekksatriði. Bakað í 225 gr. heilum ofni í 15 mín. Með þessu er borið soðið græn- meti. Sænskur lifraréttur. 6 þunnar lifursneiðar, 2 lauk- ar, salt, pipar, 3 tómatar, feiti til að steikja úr, 2 matsk. tóm- atssósa, 2 dl. súr rjómi, sósu- litur, 2 matsk. sherry. Lifrarsnciðarnar lagðar nokkra stund í milt ediksvatn, þerraðar og skornar í ræmur. Laukurinn brúnaður í potti og lifrarbit- unum bætt í, steiktir með, síð- an tómötunum, sem skornir hafa verið í sneiðar, tómatsósunni, kryddinu og svolítið seinna súra rjómanum, sósulitnum og víninu. Látið malla í potti með loki í 10 min. alls. Sósan jöfnuð upp og krydduð meira ef með þarf. Ágætt er að steikja svolítið bac- on og leggja ofan á pottinn áð- ur en rétturinn er borinn á borð. Kartöflur og grænmeti haft með. Hakkað buff á nýjan hátt. 350—400 gr. hakkað kjöt, helzt kálfakjöt, svolitið feitt svína- flesk, 3 matsk. kapers, 1 rifinn hrár laukur, svolítið af hökkuð- um rauðbeðum, feiti til þess að steikja úr, 4 franskbrauðssneiðar, 4 spælegg. Kapers, laukur og rauðbeður hálfhnoðað inn í kjötið, þannig að það rétt blandist saman. Gerð- ar fjórar flatar bollur, sem eru kryddaðar með salti og pipar. Bollunum svo þrýst niður i franskbrauðsneiðarnar, þannig að þær haldist þar fastar. Steikt á pönnu í feiti, fyrst kjötmegin og síðan hliðin, sem brauðið er á, alls í 6 mín. Spælegg lagt á hverja sneið og grænt salat bor- ið með, líka má hafa kartöflu- salat með þessu. VIKAN 48. tbl. — gj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.